Viðskipti innlent

Hætta sölu á Coca-Cola Zero

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Íslendingar kveðja þessa vörulínu.
Íslendingar kveðja þessa vörulínu. Skjáskot
Coca-Cola European Partners, sem áður hét Vífilfell, hefur hætt framleiðslu á sykurlausa gosdrykknum Coca-Cola Zero. Þess í stað mun fyrirtækið hefja framleiðslu á sambærilegum drykk með sambærilegt nafn, Coca-Cola Zero Sykur.

Nýi drykkurinn mun leysa forvera sinn af hólmi sem framleiddur hefur verið hér á landi undanfarin 10 ár. Einhver bragðmunur er á drykkjunum tveimur en að sögn vörumerkjastjóra Coca-Cola á Íslandi, Magnúsi Viðari Heimissyni, felast breytingarnar ekki í nýjum hráefnum. Fyrst og fremst er verið að breyta uppskriftinni þannig að drykkur líkist meira hinu hefðbundna Coke.

Coca-Cola Zero Sykur er þegar kominn í flestar íslenskar verslanir og auðkennast umbúðirnar á rauðum hring sem er framan á þeim. Á einhverjum sölustöðum eru bæði Coca-Cola Zero Sykur og Coca-Cola Zero til sölu meðan byrgðir klárast.

Nýja staðkvæmdarvaran.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×