„Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2017 15:14 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. vísir/anton brink Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsti yfir þungum áhyggjum á Alþingi í dag vegna nýs Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, sem tekið hefur afar umdeildar ákvarðanir síðustu daga, en Trump hefur meðal annars tekið ákvörðun um að meina ríkisborgurum ákveðinna þjóða inngöngu í Bandaríkin, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti. En ég hef sérstakar áhyggjur af yfirlýstum vilja og áhuga Bandaríkjaforseta á að hefja aftur pyntingar, sem eru glæpir gegn mannkyni og stríðsglæpir sem varða við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum, Genfarsáttmálann og Rómarsáttmálann,“ sagði Þórhildur Sunna á Alþingi í dag. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að Bandaríkjaforseti muni opna að nýju leynifangelsi út um allan heim til að geta stundað þar pyntingar á yfirlýstum óvinum bandaríska ríkisins og meintum hryðjuverkamönnum þar sem hann virðist trúa á gildi og getu pyntinga til að ná fram, að sögn, mikilvægum upplýsingum,“ bætti hún við. Þórhildur Sunna fór fram á svör frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra um hvernig íslensk stjórnvöld hyggist beita sér. „Ég vil spyrja háttvirtan utanríkisráðherra hvað hann hyggist gera til að sagan endurtaki sig ekki. Að við tökum ekki aftur beinan þátt í því að hjálpa Bandaríkjaforseta að fremja stríðsglæpi eins og kom í ljós í skýrslu árið 2007 um að ísland væri að öllum líkindum meðsekt í flutningi fanga í leynifangelsi víðs vegar um heiminn.“ Guðlaugur Þór sagði stjórnvöld fylgja sinni utanríkisstefnu, líkt og þau hafi alltaf gert og muni áfram gera. „Ég held að besta leiðin til að berjast fyrir mannréttindum sé að ræða hlutina málefnalega og ekki mjög gildishlaðið. [...] Þessar sviðsmyndir sem háttvirtur þingmaður er að draga hér upp ,ég kýs að vera ekki neitt að leggja neitt út af þeim enda finnst mér það vera nokkuð hæpið,“ sagði Guðlaugur Þór. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsti yfir þungum áhyggjum á Alþingi í dag vegna nýs Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, sem tekið hefur afar umdeildar ákvarðanir síðustu daga, en Trump hefur meðal annars tekið ákvörðun um að meina ríkisborgurum ákveðinna þjóða inngöngu í Bandaríkin, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti. En ég hef sérstakar áhyggjur af yfirlýstum vilja og áhuga Bandaríkjaforseta á að hefja aftur pyntingar, sem eru glæpir gegn mannkyni og stríðsglæpir sem varða við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum, Genfarsáttmálann og Rómarsáttmálann,“ sagði Þórhildur Sunna á Alþingi í dag. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að Bandaríkjaforseti muni opna að nýju leynifangelsi út um allan heim til að geta stundað þar pyntingar á yfirlýstum óvinum bandaríska ríkisins og meintum hryðjuverkamönnum þar sem hann virðist trúa á gildi og getu pyntinga til að ná fram, að sögn, mikilvægum upplýsingum,“ bætti hún við. Þórhildur Sunna fór fram á svör frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra um hvernig íslensk stjórnvöld hyggist beita sér. „Ég vil spyrja háttvirtan utanríkisráðherra hvað hann hyggist gera til að sagan endurtaki sig ekki. Að við tökum ekki aftur beinan þátt í því að hjálpa Bandaríkjaforseta að fremja stríðsglæpi eins og kom í ljós í skýrslu árið 2007 um að ísland væri að öllum líkindum meðsekt í flutningi fanga í leynifangelsi víðs vegar um heiminn.“ Guðlaugur Þór sagði stjórnvöld fylgja sinni utanríkisstefnu, líkt og þau hafi alltaf gert og muni áfram gera. „Ég held að besta leiðin til að berjast fyrir mannréttindum sé að ræða hlutina málefnalega og ekki mjög gildishlaðið. [...] Þessar sviðsmyndir sem háttvirtur þingmaður er að draga hér upp ,ég kýs að vera ekki neitt að leggja neitt út af þeim enda finnst mér það vera nokkuð hæpið,“ sagði Guðlaugur Þór.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira