„Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2017 15:14 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. vísir/anton brink Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsti yfir þungum áhyggjum á Alþingi í dag vegna nýs Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, sem tekið hefur afar umdeildar ákvarðanir síðustu daga, en Trump hefur meðal annars tekið ákvörðun um að meina ríkisborgurum ákveðinna þjóða inngöngu í Bandaríkin, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti. En ég hef sérstakar áhyggjur af yfirlýstum vilja og áhuga Bandaríkjaforseta á að hefja aftur pyntingar, sem eru glæpir gegn mannkyni og stríðsglæpir sem varða við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum, Genfarsáttmálann og Rómarsáttmálann,“ sagði Þórhildur Sunna á Alþingi í dag. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að Bandaríkjaforseti muni opna að nýju leynifangelsi út um allan heim til að geta stundað þar pyntingar á yfirlýstum óvinum bandaríska ríkisins og meintum hryðjuverkamönnum þar sem hann virðist trúa á gildi og getu pyntinga til að ná fram, að sögn, mikilvægum upplýsingum,“ bætti hún við. Þórhildur Sunna fór fram á svör frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra um hvernig íslensk stjórnvöld hyggist beita sér. „Ég vil spyrja háttvirtan utanríkisráðherra hvað hann hyggist gera til að sagan endurtaki sig ekki. Að við tökum ekki aftur beinan þátt í því að hjálpa Bandaríkjaforseta að fremja stríðsglæpi eins og kom í ljós í skýrslu árið 2007 um að ísland væri að öllum líkindum meðsekt í flutningi fanga í leynifangelsi víðs vegar um heiminn.“ Guðlaugur Þór sagði stjórnvöld fylgja sinni utanríkisstefnu, líkt og þau hafi alltaf gert og muni áfram gera. „Ég held að besta leiðin til að berjast fyrir mannréttindum sé að ræða hlutina málefnalega og ekki mjög gildishlaðið. [...] Þessar sviðsmyndir sem háttvirtur þingmaður er að draga hér upp ,ég kýs að vera ekki neitt að leggja neitt út af þeim enda finnst mér það vera nokkuð hæpið,“ sagði Guðlaugur Þór. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsti yfir þungum áhyggjum á Alþingi í dag vegna nýs Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, sem tekið hefur afar umdeildar ákvarðanir síðustu daga, en Trump hefur meðal annars tekið ákvörðun um að meina ríkisborgurum ákveðinna þjóða inngöngu í Bandaríkin, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti. En ég hef sérstakar áhyggjur af yfirlýstum vilja og áhuga Bandaríkjaforseta á að hefja aftur pyntingar, sem eru glæpir gegn mannkyni og stríðsglæpir sem varða við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum, Genfarsáttmálann og Rómarsáttmálann,“ sagði Þórhildur Sunna á Alþingi í dag. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að Bandaríkjaforseti muni opna að nýju leynifangelsi út um allan heim til að geta stundað þar pyntingar á yfirlýstum óvinum bandaríska ríkisins og meintum hryðjuverkamönnum þar sem hann virðist trúa á gildi og getu pyntinga til að ná fram, að sögn, mikilvægum upplýsingum,“ bætti hún við. Þórhildur Sunna fór fram á svör frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra um hvernig íslensk stjórnvöld hyggist beita sér. „Ég vil spyrja háttvirtan utanríkisráðherra hvað hann hyggist gera til að sagan endurtaki sig ekki. Að við tökum ekki aftur beinan þátt í því að hjálpa Bandaríkjaforseta að fremja stríðsglæpi eins og kom í ljós í skýrslu árið 2007 um að ísland væri að öllum líkindum meðsekt í flutningi fanga í leynifangelsi víðs vegar um heiminn.“ Guðlaugur Þór sagði stjórnvöld fylgja sinni utanríkisstefnu, líkt og þau hafi alltaf gert og muni áfram gera. „Ég held að besta leiðin til að berjast fyrir mannréttindum sé að ræða hlutina málefnalega og ekki mjög gildishlaðið. [...] Þessar sviðsmyndir sem háttvirtur þingmaður er að draga hér upp ,ég kýs að vera ekki neitt að leggja neitt út af þeim enda finnst mér það vera nokkuð hæpið,“ sagði Guðlaugur Þór.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira