Lífið

Ellen heiðraði Barack og Michelle Obama með stórkostlegu myndbandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir
Donald Trump sver í dag embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington.

Hann mun verða 45. forseti Bandaríkjanna og tekur við embætti af Barack Obama sem gegnt hefur embætti undanfarin átta ár.

Spjallþáttadrottningin Ellen DeGeneres minntist Obama í þætti sínum í vikunni og heiðraði hann fyrir störf sín.

„Ég verð að þakka honum fyrir að breyta lífi mínu. Í dag er ég löglega gift kona og það er allt honum að þakka,“ sagði Ellen í þættinum.

„Ég elska hann og ég elska Michelle,“ sagði hún og spilaði sérstakt heiðursmyndband fyrir Obama hjónin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.