Allt undir á stærsta sviði í sögu HM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 06:00 Guðjón Valur segir að Íslendingar verði að trúa á sigur gegn Frökkum í dag. vísir/epa Það var létt yfir landsliðsfyrirliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni er hann var tiltölulega nýkominn til Lille frá Metz þar sem landsliðið spilaði í riðlakeppni HM. Framundan er úrslitaleikur gegn sjálfum Frökkum á þeirra heimavelli og fyrir framan fleiri áhorfendur en nokkurn tímann hafa mætt á leik á HM. Það er nefnilega búið að breyta knattspyrnuvellinum glæsilega Stade Pierre Mauroy í 28 þúsund manna handboltavöll. Völlurinn tekur 50 þúsund þegar spiluð er knattspyrna þarna. Undirritaður kom í höllina í gær og getur staðfest að umgjörðin er hrikalega flott. Þetta verður svo sannarlega ekki eins og bara einhver leikur. Mest hafa 25 þúsund manns mætt á leik á HM en það met fellur væntanlega í kvöld. „Það er óhætt að segja að þetta sé stærsta sviðið í sögu HM. Við höfum nokkrir tekið þátt í álíka stórum viðburðum. Þetta er æðislegt og frábært. Flott svið til að fá að sýna sig og sanna,“ segir Guðjón Valur en hann spilaði meðal annars handbolta á Parken er hann lék með ofurliði AG frá Kaupmannahöfn á sínum tíma. „Þetta er heldur betur áskorun. Það er væntanlega ekki hægt að mæta sterkara liði. Maður verður betri á því að spila við þá bestu. Það er bara tilhlökkun fyrir þessu verkefni.“ Það finnast eflaust ekki margir sem hafa trú á því að Ísland vinni þennan leik en strákarnir trúa því að þeir geti velgt Frökkunum undir uggum. „Að sjálfsögðu eigum við möguleika. Lið eiga alltaf möguleika en ef maður á að vera hreinskilinn þá myndum við kannski vinna einn af 10 eða 20 leikjum gegn þeim en maður hefur margoft hrifist af litla liðinu í leikjum og það hafa verið gerðar margar Hollywood-myndir um lið sem hafa náð óvæntum árangri. Það er mikilvægast að við höfum trú á þessu. Þetta er vissulega erfitt og risavaxið verkefni en lykillinn hjá okkur er að hafa trú á okkur,“ sagði fyrirliðinn ákveðinn og tíndi til marga góða hluti í leik íslenska liðsins. „Ef sóknarleikurinn hjá okkur verður þokkalegur og við náum að stöðva hraðaupphlaupin þeirra þá er allt hægt. Ég trúi því og lykilatriði er að við trúum því allir.“ Guðjón Valur tók þátt í leiknum ótrúlega gegn Frökkum á HM 2007 er enginn átti von á öðru en íslensku tapi. Á endanum varð íslenska liðið að passa sig á því að vinna ekki of stórt. Þar má sækja innblástur. „Við erum ekki enn farnir að horfa á þann leik en það er gott dæmi um hvar okkur tókst að koma á óvart. Við erum kannski fáir eftir sem spiluðum þar en menn fá innblástur við að sjá og rifja slíka leiki upp. Þá var búið að afskrifa okkur og HSÍ örugglega búið að bóka okkur heim,“ segir Guðjón Valur en heimamenn ætlast til þess að þeirra menn tæti íslenska liðið í sig. „Það er jákvætt fyrir okkur. Þeir mega vera með jákvæðan hroka því þeir hafa efni á því. Þeir hafa unnið fyrir því en það er ekki þar með sagt að við ætlum að leggjast niður og gefast upp. Við munum mæta með baráttuna að vopni. Það má segja ýmislegt um okkar leik en að við gefumst upp skal aldrei verða sagt um íslenska landsliðið.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Það var létt yfir landsliðsfyrirliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni er hann var tiltölulega nýkominn til Lille frá Metz þar sem landsliðið spilaði í riðlakeppni HM. Framundan er úrslitaleikur gegn sjálfum Frökkum á þeirra heimavelli og fyrir framan fleiri áhorfendur en nokkurn tímann hafa mætt á leik á HM. Það er nefnilega búið að breyta knattspyrnuvellinum glæsilega Stade Pierre Mauroy í 28 þúsund manna handboltavöll. Völlurinn tekur 50 þúsund þegar spiluð er knattspyrna þarna. Undirritaður kom í höllina í gær og getur staðfest að umgjörðin er hrikalega flott. Þetta verður svo sannarlega ekki eins og bara einhver leikur. Mest hafa 25 þúsund manns mætt á leik á HM en það met fellur væntanlega í kvöld. „Það er óhætt að segja að þetta sé stærsta sviðið í sögu HM. Við höfum nokkrir tekið þátt í álíka stórum viðburðum. Þetta er æðislegt og frábært. Flott svið til að fá að sýna sig og sanna,“ segir Guðjón Valur en hann spilaði meðal annars handbolta á Parken er hann lék með ofurliði AG frá Kaupmannahöfn á sínum tíma. „Þetta er heldur betur áskorun. Það er væntanlega ekki hægt að mæta sterkara liði. Maður verður betri á því að spila við þá bestu. Það er bara tilhlökkun fyrir þessu verkefni.“ Það finnast eflaust ekki margir sem hafa trú á því að Ísland vinni þennan leik en strákarnir trúa því að þeir geti velgt Frökkunum undir uggum. „Að sjálfsögðu eigum við möguleika. Lið eiga alltaf möguleika en ef maður á að vera hreinskilinn þá myndum við kannski vinna einn af 10 eða 20 leikjum gegn þeim en maður hefur margoft hrifist af litla liðinu í leikjum og það hafa verið gerðar margar Hollywood-myndir um lið sem hafa náð óvæntum árangri. Það er mikilvægast að við höfum trú á þessu. Þetta er vissulega erfitt og risavaxið verkefni en lykillinn hjá okkur er að hafa trú á okkur,“ sagði fyrirliðinn ákveðinn og tíndi til marga góða hluti í leik íslenska liðsins. „Ef sóknarleikurinn hjá okkur verður þokkalegur og við náum að stöðva hraðaupphlaupin þeirra þá er allt hægt. Ég trúi því og lykilatriði er að við trúum því allir.“ Guðjón Valur tók þátt í leiknum ótrúlega gegn Frökkum á HM 2007 er enginn átti von á öðru en íslensku tapi. Á endanum varð íslenska liðið að passa sig á því að vinna ekki of stórt. Þar má sækja innblástur. „Við erum ekki enn farnir að horfa á þann leik en það er gott dæmi um hvar okkur tókst að koma á óvart. Við erum kannski fáir eftir sem spiluðum þar en menn fá innblástur við að sjá og rifja slíka leiki upp. Þá var búið að afskrifa okkur og HSÍ örugglega búið að bóka okkur heim,“ segir Guðjón Valur en heimamenn ætlast til þess að þeirra menn tæti íslenska liðið í sig. „Það er jákvætt fyrir okkur. Þeir mega vera með jákvæðan hroka því þeir hafa efni á því. Þeir hafa unnið fyrir því en það er ekki þar með sagt að við ætlum að leggjast niður og gefast upp. Við munum mæta með baráttuna að vopni. Það má segja ýmislegt um okkar leik en að við gefumst upp skal aldrei verða sagt um íslenska landsliðið.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira