Endurreisn þorrablótsins: Viðskiptahugmynd sem sló í gegn Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 22. janúar 2017 13:30 Þorramaturinn gerður tilbúinn Vísir/Anton Brink Nú er þorrinn genginn í garð og landsmenn eru á kafi ofan í súrtunnunum, byrjaðir að kæla brennivínið, raða í trogin og hita upp raddböndin fyrir Þorraþrælinn.Þorrablótin hafa tíðkast á Íslandi í fjölda ára en það kann að koma mörgum á óvart að þorrablótin, eins og við þekkjum þau í dag, eiga uppruna sinn, eða í raun endurreisn sína, fyrir um það bil 60 árum. Vísir heyrði í Árna Björnssyni, þjóðháttafræðingi, og spurði hann út í íslensku þorrablótin. Endurreisn þorrablótsins „Þetta er ekkert ofsalega gamalt. Það er ekki nema 60 ár síðan þetta kom til,“ segir Árni og talar hann þá um sérstaka endurreisn þorrablóta enda hafi þorramaturinn verið hversdagsmatur hér á árum áður og ekki verið bundinn við neina sérstaka hátíð. Endurreisn svokallaðra þorrablóta hefur því átt sér stað um miðbik 20. aldar en Árni nefnir að þorrablótin hafi þó vitaskuld verið til í heiðnum sið líkt og orðið gefur til kynna. Hann nefnir að ekki mikið sé vitað um hvernig blótunum var háttað í þá daga. „Það eina sem við vitum er að það var einhvers konar veisla um þetta leiti árs í heiðnum sið,“ segir Árni en segir það þó ekki vitað nákvæmlega hvernig það fór fram. Blót sem þessi voru bönnuð við kristnitöku en Árni nefnir að það hafi haldist við meðal almennings á sveitabæjum.Viðskiptahugmynd sem sló í gegnÍ raun má segja að þorrablótin, eins og við þekkjum þau í dag, hafi verið endurvakin árið 1958 þegar Naustið tók upp á því að halda þorrablót á Þorranum. Halldór Gröndal, veitingamaður á Naustinu velti fyrir sér hvernig í ósköpunum hann gæti aukið aðsókn á veturna en yfirleitt var lítið að gera yfir vetrartímann á meðan að viðskiptin blómstruðu á sumrin. „Hann dettur niður á þessa hugmynd að endurvekja þorrablót í Naustinu og þetta sló í gegn. Þetta er snjöll hugdetta hjá veitingamanni, af því að hann var í vandræðum og þessi nútímaþorrablót byrja þarna.“ Árni segist ekkert vilja spá fyrir um framtíð þorrablóta en svo mikið er víst að nóg virðist vera að gera hjá verslunum bæjarins sem selja súrmatinn.Árni Björnsson er þjóðháttafræðingur og hefur meðal annars gefið út rit um þorrablót á Íslandi.Vísir/gvaBrjálað að gera „Þú hittir bara á mig á kafi ofan í súrtunnunum. Hérna vinnur fólk dag og nótt,“ segir Jóhannes Stefánsson sjálfskipaður Þorrakóngur Múlakaffis glaður í bragði. Það var gríðarleg stemmning á Múlakaffi þegar Vísir heyrði í Jóhannesi í gær en þau hjá Múlakaffi eru búin að vera að bjóða upp á þorratrogin í 55 ár. Jóhannes nefnir að aðsóknin í þorramatinn hafi ekkert minnkað. „Það bara bætir í hjá okkur,“ segir hann og nefnir að fólk á öllum aldri sé að koma til þeirra. „Það er náttúrulega farið að vera svolítið mikið af nýjum mat í þessum stóru veislum. Þetta er náttúrulega ekki bara þorramaturinn. Það er verið að reyna að gera öllum til hæfis,“ segir Jóhannes. Því hafi þeir tekið upp á því að bjóða einnig upp á lambalæri og salöt enda séu blótin orðin stór og margt um manninn. Þannig eru þorrablótin að nútímavæðast og þróast smátt og smátt með hverri kynslóð. „Það eru kannski svona 30 réttir á svona þorraveislu sem er að fara og af þeim eru kannski sjö súrir,“ segir Jóhannes og heldur áfram að raða í trogin og draga upp úr tunnunum.Börnin og þorramaturinnFréttastofa Stöðvar 2 heimsótti leikskólabörn á leikskólanum Nóaborg á föstudaginn og voru viðbrögð barnanna misjöfn. Sumir brosti og voru spenntir á meðan aðrir kærðu sig ekkert um matinn. Hugrakkir krakkar ásamt hugrökkum fréttamanni létu vaða og skelltu sér í súrmatinn. Hægt er að skoða fréttaklippuna hér að neðan. Þorrablót Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Nú er þorrinn genginn í garð og landsmenn eru á kafi ofan í súrtunnunum, byrjaðir að kæla brennivínið, raða í trogin og hita upp raddböndin fyrir Þorraþrælinn.Þorrablótin hafa tíðkast á Íslandi í fjölda ára en það kann að koma mörgum á óvart að þorrablótin, eins og við þekkjum þau í dag, eiga uppruna sinn, eða í raun endurreisn sína, fyrir um það bil 60 árum. Vísir heyrði í Árna Björnssyni, þjóðháttafræðingi, og spurði hann út í íslensku þorrablótin. Endurreisn þorrablótsins „Þetta er ekkert ofsalega gamalt. Það er ekki nema 60 ár síðan þetta kom til,“ segir Árni og talar hann þá um sérstaka endurreisn þorrablóta enda hafi þorramaturinn verið hversdagsmatur hér á árum áður og ekki verið bundinn við neina sérstaka hátíð. Endurreisn svokallaðra þorrablóta hefur því átt sér stað um miðbik 20. aldar en Árni nefnir að þorrablótin hafi þó vitaskuld verið til í heiðnum sið líkt og orðið gefur til kynna. Hann nefnir að ekki mikið sé vitað um hvernig blótunum var háttað í þá daga. „Það eina sem við vitum er að það var einhvers konar veisla um þetta leiti árs í heiðnum sið,“ segir Árni en segir það þó ekki vitað nákvæmlega hvernig það fór fram. Blót sem þessi voru bönnuð við kristnitöku en Árni nefnir að það hafi haldist við meðal almennings á sveitabæjum.Viðskiptahugmynd sem sló í gegnÍ raun má segja að þorrablótin, eins og við þekkjum þau í dag, hafi verið endurvakin árið 1958 þegar Naustið tók upp á því að halda þorrablót á Þorranum. Halldór Gröndal, veitingamaður á Naustinu velti fyrir sér hvernig í ósköpunum hann gæti aukið aðsókn á veturna en yfirleitt var lítið að gera yfir vetrartímann á meðan að viðskiptin blómstruðu á sumrin. „Hann dettur niður á þessa hugmynd að endurvekja þorrablót í Naustinu og þetta sló í gegn. Þetta er snjöll hugdetta hjá veitingamanni, af því að hann var í vandræðum og þessi nútímaþorrablót byrja þarna.“ Árni segist ekkert vilja spá fyrir um framtíð þorrablóta en svo mikið er víst að nóg virðist vera að gera hjá verslunum bæjarins sem selja súrmatinn.Árni Björnsson er þjóðháttafræðingur og hefur meðal annars gefið út rit um þorrablót á Íslandi.Vísir/gvaBrjálað að gera „Þú hittir bara á mig á kafi ofan í súrtunnunum. Hérna vinnur fólk dag og nótt,“ segir Jóhannes Stefánsson sjálfskipaður Þorrakóngur Múlakaffis glaður í bragði. Það var gríðarleg stemmning á Múlakaffi þegar Vísir heyrði í Jóhannesi í gær en þau hjá Múlakaffi eru búin að vera að bjóða upp á þorratrogin í 55 ár. Jóhannes nefnir að aðsóknin í þorramatinn hafi ekkert minnkað. „Það bara bætir í hjá okkur,“ segir hann og nefnir að fólk á öllum aldri sé að koma til þeirra. „Það er náttúrulega farið að vera svolítið mikið af nýjum mat í þessum stóru veislum. Þetta er náttúrulega ekki bara þorramaturinn. Það er verið að reyna að gera öllum til hæfis,“ segir Jóhannes. Því hafi þeir tekið upp á því að bjóða einnig upp á lambalæri og salöt enda séu blótin orðin stór og margt um manninn. Þannig eru þorrablótin að nútímavæðast og þróast smátt og smátt með hverri kynslóð. „Það eru kannski svona 30 réttir á svona þorraveislu sem er að fara og af þeim eru kannski sjö súrir,“ segir Jóhannes og heldur áfram að raða í trogin og draga upp úr tunnunum.Börnin og þorramaturinnFréttastofa Stöðvar 2 heimsótti leikskólabörn á leikskólanum Nóaborg á föstudaginn og voru viðbrögð barnanna misjöfn. Sumir brosti og voru spenntir á meðan aðrir kærðu sig ekkert um matinn. Hugrakkir krakkar ásamt hugrökkum fréttamanni létu vaða og skelltu sér í súrmatinn. Hægt er að skoða fréttaklippuna hér að neðan.
Þorrablót Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira