Sverre vill að dansk-íslensku markverðirnir fái að sýna sig með landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. janúar 2017 18:15 Sverre Jakobsson vill að Tomas Olason (efri) og Stephen Nielsen (neðri) fái tækifæri með íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm/hanna/stefán Sverre Jakobsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta sem þjálfar Akureyri í Olís-deild karla, vill að fleiri markverðir fái tækifæri til að sýna sig í íslenska landsliðinu á næstu misserum. Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson hafa verið ósnertanlegir sem íslenska markvarðatvíeykið síðan á HM á Spáni árið 2013 og þeir stóðu vaktina á HM í Frakklandi þar sem strákarnir okkar kvöddu á laugardaginn eftir tap gegn heimamönnum. Þeir eru búnir að fara á fimm stórmót í röð. Björgvin Páll varði 36 prósent þeirra skota sem komu á markið á mótinu og Aron Rafn 33 prósent en samtals voru íslensku markverðirnir með 34,5 prósent hlutfallsmarkvörslu. Í uppgjöri á frammistöðu Íslands á HM í Frakklandi í viðtali á fimmeinn.is segir Sverre að honum finnist skrítið að fleiri markverðir séu ekki teknir til skoðunar. Fimm markverðir voru valdi í 28 manna hópinn sem Geir Sveinsson tilkynnti í desember en þeir Sveinbjörn Pétursson, Grétar Ari Guðjónsson og Hreiðar Levy Guðmundsson æfðu með íslenska hópnum framan af. Tveir danskir markverðir, Stephen Nielsen hjá ÍBV og Tomas Olason hjá Akureyri, hafa spilað í Olís-deildinni undanfarin ár og staðið sig vel. Báðir eru með íslenskt ríkisfang og gjaldgengir í landsliðið en Nielsen, sem er fæddur árið 1985, fékk tækifæri í B-landsleik á móti Portúgal í byrjun síðasta árs. Olason er fæddur 1992 og var valinn í afrekshóp HSÍ fyrir tveimur árum. Aðspurður hvort Ísland eigi ekki markverði sem eru að banka á dyrnar segir Sverre: „Jú, klárlega. Markverðir eins og Stephen Nielsen og Tomas okkar hér fyrir norðan. Ég eiginlega skil ekki af hverju maður eins og Tomas sé ekki tekinn til betri skoðunnar og leyft að sýna sig.“ Silfurmaðurinn er á því að markvarðaparið sem stendur vaktina í íslenska rammanum í dag sé það besta sem í boði er, en það megi nú skoða fleiri. „Tomas og báðir þessir markverðir eiga það fyllilega skilið að horft sé á þá til frambúðar. Mér finnst Björgvin og Aron okkar bestu markverðir í dag en það má taka fleiri inn til skoðunnar,“ segir Sverre Jakobsson. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Sverre Jakobsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta sem þjálfar Akureyri í Olís-deild karla, vill að fleiri markverðir fái tækifæri til að sýna sig í íslenska landsliðinu á næstu misserum. Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson hafa verið ósnertanlegir sem íslenska markvarðatvíeykið síðan á HM á Spáni árið 2013 og þeir stóðu vaktina á HM í Frakklandi þar sem strákarnir okkar kvöddu á laugardaginn eftir tap gegn heimamönnum. Þeir eru búnir að fara á fimm stórmót í röð. Björgvin Páll varði 36 prósent þeirra skota sem komu á markið á mótinu og Aron Rafn 33 prósent en samtals voru íslensku markverðirnir með 34,5 prósent hlutfallsmarkvörslu. Í uppgjöri á frammistöðu Íslands á HM í Frakklandi í viðtali á fimmeinn.is segir Sverre að honum finnist skrítið að fleiri markverðir séu ekki teknir til skoðunar. Fimm markverðir voru valdi í 28 manna hópinn sem Geir Sveinsson tilkynnti í desember en þeir Sveinbjörn Pétursson, Grétar Ari Guðjónsson og Hreiðar Levy Guðmundsson æfðu með íslenska hópnum framan af. Tveir danskir markverðir, Stephen Nielsen hjá ÍBV og Tomas Olason hjá Akureyri, hafa spilað í Olís-deildinni undanfarin ár og staðið sig vel. Báðir eru með íslenskt ríkisfang og gjaldgengir í landsliðið en Nielsen, sem er fæddur árið 1985, fékk tækifæri í B-landsleik á móti Portúgal í byrjun síðasta árs. Olason er fæddur 1992 og var valinn í afrekshóp HSÍ fyrir tveimur árum. Aðspurður hvort Ísland eigi ekki markverði sem eru að banka á dyrnar segir Sverre: „Jú, klárlega. Markverðir eins og Stephen Nielsen og Tomas okkar hér fyrir norðan. Ég eiginlega skil ekki af hverju maður eins og Tomas sé ekki tekinn til betri skoðunnar og leyft að sýna sig.“ Silfurmaðurinn er á því að markvarðaparið sem stendur vaktina í íslenska rammanum í dag sé það besta sem í boði er, en það megi nú skoða fleiri. „Tomas og báðir þessir markverðir eiga það fyllilega skilið að horft sé á þá til frambúðar. Mér finnst Björgvin og Aron okkar bestu markverðir í dag en það má taka fleiri inn til skoðunnar,“ segir Sverre Jakobsson.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti