Útganga Breta úr Evrópusambandinu þarf að fara fyrir báðar deildir breska þingsins. Þetta úrskurðaði hæstiréttur Bretlands nú á tíunda tímanum en tekist var á um það hvort þingið þyrfti að afgreiða málið eða hvort ríkisstjórnin gæti hafið útgönguferlið án aðkomu þess.
Neðra dómstig í Bretlandi hafði áður komist að sömu niðurstöðu sem þótti nokkuð áfall fyrir Theresu May forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar.
May hafði áður gefið það út að útgönguferlið hæfist fyrir lok marsmánaðar en þessi úrskurður gæti sett strik í þann reikning og svo gæti farið að málið tefjist vegna þessa.
Ekki er þó talið líklegt að þingið komi í veg fyrir útgönguna þótt þar séu skiptar skoðanir um málið, því ólíklegt verður að teljast að þingið gangi gegn vilja bresku þjóðarinnar sem samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní í fyrra að Bretland færi úr sambandinu.
Hæstiréttur Bretlands: Breska þingið þarf að staðfesta Brexit-ferlið

Tengdar fréttir

Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““
Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Gengi pundsins rýkur upp eftir Brexit-dóminn
Gengi Sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst á ný og nemur nú 1,247.

Brexit-dómur til kasta Hæstaréttar Bretlands
Dómstóll í Bretlandi dæmdi í haust að breska þingið verði að greiða atkvæði um hvort ríkisstjórnin virki 50. grein Lissabon-sáttmála ESB um útgöngu Bretlands.