Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Ásgeir Erlendsson skrifar 24. janúar 2017 21:30 Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. Þetta segir framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækis sem segir jafnframt að áform um sölu íslensks fisks í rúmlega þrjú þúsund verslunum Walmart í Bandaríkjunum séu í uppnámi. Tæpar sex vikur eru síðan verkfall sjómanna hófst en viðræður deiluaðila runnu út í sandinn í gær. Jón Georg Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Ice-co sem flytur út ferskan fisk segir þolinmæði erlendra stórfyrirtækja á þrotum. Í síðustu viku tilkynnti stærsta verslunarkeðja Sviss, fyrirtæki Jóns, að verkfallið sé farið að ógna rekstri hennar, traust á íslenskum sjávarútvegi sé verulega laskað og keðjan sé því tilneydd að breyta innkaupum sínum og leita til Noregs. „Ég held að það sé alveg ljóst að við erum nú þegar búin að tapa markaði og þeir hafa hingað til alltaf tekið allan þann fisk sem þeir hafa getað frá Íslandi. Það mun breytast héðan í frá,“ segir Jón Georg. Hann segir jafnframt að undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki hans unnið að því að koma sér inn á Bandaríkjamarkað. Nýlega hafi íslenskur þorskur verið seldur í rúmlega þrjú þúsund og fimm hundruð verslunum Walmart í Bandaríkjunum og til standi að bæta 2000 verslunum við á næstu vikum og mánuðum. „Eins og staðan er núna eru þessi áform öll í uppnámi,“ segir Jón Georg. Svo stórir markaðir séu gulls ígildi enda stuðli þeir að hærra verði fyrir íslenskar sjávarafurðir. „Þetta eru stórir markaðir sem geta tekið mikið magn af fiski. Það sem gerist með þessu verkfalli er að kakan minnkar fyrir alla,“ segir Jón Georg. Hann biðlar til sjómanna og útgerðarinnar að leysa deiluna, of mikið sé í húfi fyrir landið allt. „Að menn komi nú saman, brjóti odd af oflæti sínu og nái saman sem fyrst, þetta getur ekki gengið svona.“ Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. Þetta segir framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækis sem segir jafnframt að áform um sölu íslensks fisks í rúmlega þrjú þúsund verslunum Walmart í Bandaríkjunum séu í uppnámi. Tæpar sex vikur eru síðan verkfall sjómanna hófst en viðræður deiluaðila runnu út í sandinn í gær. Jón Georg Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Ice-co sem flytur út ferskan fisk segir þolinmæði erlendra stórfyrirtækja á þrotum. Í síðustu viku tilkynnti stærsta verslunarkeðja Sviss, fyrirtæki Jóns, að verkfallið sé farið að ógna rekstri hennar, traust á íslenskum sjávarútvegi sé verulega laskað og keðjan sé því tilneydd að breyta innkaupum sínum og leita til Noregs. „Ég held að það sé alveg ljóst að við erum nú þegar búin að tapa markaði og þeir hafa hingað til alltaf tekið allan þann fisk sem þeir hafa getað frá Íslandi. Það mun breytast héðan í frá,“ segir Jón Georg. Hann segir jafnframt að undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki hans unnið að því að koma sér inn á Bandaríkjamarkað. Nýlega hafi íslenskur þorskur verið seldur í rúmlega þrjú þúsund og fimm hundruð verslunum Walmart í Bandaríkjunum og til standi að bæta 2000 verslunum við á næstu vikum og mánuðum. „Eins og staðan er núna eru þessi áform öll í uppnámi,“ segir Jón Georg. Svo stórir markaðir séu gulls ígildi enda stuðli þeir að hærra verði fyrir íslenskar sjávarafurðir. „Þetta eru stórir markaðir sem geta tekið mikið magn af fiski. Það sem gerist með þessu verkfalli er að kakan minnkar fyrir alla,“ segir Jón Georg. Hann biðlar til sjómanna og útgerðarinnar að leysa deiluna, of mikið sé í húfi fyrir landið allt. „Að menn komi nú saman, brjóti odd af oflæti sínu og nái saman sem fyrst, þetta getur ekki gengið svona.“
Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44