Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Svavar Hávarðsson skrifar 25. janúar 2017 07:00 Skip Hafrannsóknastofnunar nutu ekki aðstoðar íslenskra sjómanna við loðnurannsóknir vegna verkfalls. vísir/pjetur Loðnuleit Hafrannsóknastofnunar lauk í síðustu viku og unnið er úr gögnum. Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. Leiðangurinn stóð frá 11. til 19. janúar. Bæði skip stofnunarinnar, rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, tóku þátt auk grænlenska skipsins Polar Amaroq. Til stóð að tvö uppsjávarskip úr íslenska flotanum tækju þátt í leitinni en ekkert varð úr því vegna sjómannaverkfallsins. Hafrannsóknastofnun sótti um undanþágu vegna leitarinnar, en henni var hafnað af Sjómannasambandi Íslands á fyrstu dögum ársins. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, vill ekkert gefa upp um útlitið – það sé einfaldlega of snemmt. Ef litið er til mælinga á stærð loðnustofnsins í september og október í fyrra er útlitið svart. Þá ráðlagði Hafrannsóknastofnun að engar loðnuveiðar yrðu stundaðar á vertíðinni 2016/2017. Í ljósi mælinganna á dögunum mun stofnunin endurskoða ráðgjöfina. Hins vegar kom fram í fyrra að allt bendi til þess að veiðistofninn sé mjög lítill, og niðurstaðan í fyrra var sú að ekki hefði um árabil sést eins lítið í rannsóknum Hafrannsóknastofnunar. Niðurstaðan var afdráttarlaus í haust. Ungloðna, sem myndar hrygningar- og veiðistofninn á vertíðinni 2017/2018, var vestast og sunnan til á svæðinu. Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið og ekkert fannst úti fyrir Norðurlandi. Einungis mældust rúmlega níu milljarðar fiska eða 88 þúsund tonn. Samkvæmt aflareglu þarf fjöldinn að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vonast eftir loðnuvertíð í vor Útflutningsverðmæti loðnu hleypur á tugum milljarða hvert ár. Aldrei hafa mælst jafn fáar ungloðnur. Verði farið eftir tillögum Hafró um loðnuveiðibann mun það koma verst við uppsjávarútgerðir. 13. október 2016 07:00 Óhefðbundin loðnuvertíð skilar um nítján milljörðum króna Reiknað er með að nýafstaðin loðnuvertíð geti skilað um nítján milljörðum í útflutningsverðmætum sem er mun minna en vertíðin á undan skilaði. Íslensk skip veiddu aðeins um 100 þúsund tonn en erlend skip 73 þúsund tonn. 26. apríl 2016 05:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Loðnuleit Hafrannsóknastofnunar lauk í síðustu viku og unnið er úr gögnum. Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. Leiðangurinn stóð frá 11. til 19. janúar. Bæði skip stofnunarinnar, rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, tóku þátt auk grænlenska skipsins Polar Amaroq. Til stóð að tvö uppsjávarskip úr íslenska flotanum tækju þátt í leitinni en ekkert varð úr því vegna sjómannaverkfallsins. Hafrannsóknastofnun sótti um undanþágu vegna leitarinnar, en henni var hafnað af Sjómannasambandi Íslands á fyrstu dögum ársins. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, vill ekkert gefa upp um útlitið – það sé einfaldlega of snemmt. Ef litið er til mælinga á stærð loðnustofnsins í september og október í fyrra er útlitið svart. Þá ráðlagði Hafrannsóknastofnun að engar loðnuveiðar yrðu stundaðar á vertíðinni 2016/2017. Í ljósi mælinganna á dögunum mun stofnunin endurskoða ráðgjöfina. Hins vegar kom fram í fyrra að allt bendi til þess að veiðistofninn sé mjög lítill, og niðurstaðan í fyrra var sú að ekki hefði um árabil sést eins lítið í rannsóknum Hafrannsóknastofnunar. Niðurstaðan var afdráttarlaus í haust. Ungloðna, sem myndar hrygningar- og veiðistofninn á vertíðinni 2017/2018, var vestast og sunnan til á svæðinu. Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið og ekkert fannst úti fyrir Norðurlandi. Einungis mældust rúmlega níu milljarðar fiska eða 88 þúsund tonn. Samkvæmt aflareglu þarf fjöldinn að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vonast eftir loðnuvertíð í vor Útflutningsverðmæti loðnu hleypur á tugum milljarða hvert ár. Aldrei hafa mælst jafn fáar ungloðnur. Verði farið eftir tillögum Hafró um loðnuveiðibann mun það koma verst við uppsjávarútgerðir. 13. október 2016 07:00 Óhefðbundin loðnuvertíð skilar um nítján milljörðum króna Reiknað er með að nýafstaðin loðnuvertíð geti skilað um nítján milljörðum í útflutningsverðmætum sem er mun minna en vertíðin á undan skilaði. Íslensk skip veiddu aðeins um 100 þúsund tonn en erlend skip 73 þúsund tonn. 26. apríl 2016 05:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Vonast eftir loðnuvertíð í vor Útflutningsverðmæti loðnu hleypur á tugum milljarða hvert ár. Aldrei hafa mælst jafn fáar ungloðnur. Verði farið eftir tillögum Hafró um loðnuveiðibann mun það koma verst við uppsjávarútgerðir. 13. október 2016 07:00
Óhefðbundin loðnuvertíð skilar um nítján milljörðum króna Reiknað er með að nýafstaðin loðnuvertíð geti skilað um nítján milljörðum í útflutningsverðmætum sem er mun minna en vertíðin á undan skilaði. Íslensk skip veiddu aðeins um 100 þúsund tonn en erlend skip 73 þúsund tonn. 26. apríl 2016 05:00