Haukar kæra tapleikinn á móti Selfossi og vilja annan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2017 12:34 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fagnar marki í leik á móti Haukum. Vísir/Stefán Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. Selfoss vann leikinn 28-25 og þar fór mikinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem skoraði alls þrettán mörk í leiknum. Róbert Geir Gíslason, mótastjóri HSÍ, staðfesti í samtali við sunnlenska.is að kæra hefði borist til dómstóls HSÍ frá Haukum vegna framkvæmdar á leiknum. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir þurfti að skipta um treyju eftir að Haukakonan María Karlsdóttir togaði svo hraustlega í Hönnu tveimur mínútur fyrir leikslok að treyja Hrafnhildar Hönnu rifnaði illa. Hrafnhildur Hanna spilar í treyju númer fjögur en það var enginn önnur treyja númer fjögur til staða og því fór hún í treyju númer þrjú. Í henni spilaði hún síðan síðustu mínútu leiksins. „Haukar kæra ákvörðun dómara leiksins að leyfa Hönnu að skipta um treyju. Í leikreglum og reglugerð um handknattleiksmót segir að þú megir ekki breyta leikskýrslu. Annars liggur málið hjá dómstól HSÍ þannig að ég kýs að fara ekki dýpra í þetta,“ sagði Róbert Geir í samtali við sunnlenska.is en bætti við að krafa Hauka væri sú að leikurinn yrði spilaður aftur. Kæran barst dómstól HSÍ í gær sem mat hana dómtæka og Selfyssingar hafa þrjá sólarhringa til þess að bregðast við henni. Róbert segir í samtali við sunnlenska.is að von sé á að niðurstaða í málinu liggi fyrir öðru hvoru megin við næstu helgi. Magnús Matthíasson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, segir að kæran hafi komið Selfyssingum í opna skjöldu. „Haukar eru stórt handboltafélag sem við berum mikla virðingu fyrir og við munum gera allt til að komast til botns í þessu máli. Haukar og Selfoss hafa átt gott samstarf á liðnum árum, við höfum hjálpað þeim með leikmenn þegar þannig hefur staðið á og viljum því síður að skuggi falli á þessi góðu félagatengsl og munum því sýna öllum hlutaðeigandi mikinn samstarfsvilja,“ sagði Magnús í viðtali við sunnlenska.is. Olís-deild kvenna Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. Selfoss vann leikinn 28-25 og þar fór mikinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem skoraði alls þrettán mörk í leiknum. Róbert Geir Gíslason, mótastjóri HSÍ, staðfesti í samtali við sunnlenska.is að kæra hefði borist til dómstóls HSÍ frá Haukum vegna framkvæmdar á leiknum. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir þurfti að skipta um treyju eftir að Haukakonan María Karlsdóttir togaði svo hraustlega í Hönnu tveimur mínútur fyrir leikslok að treyja Hrafnhildar Hönnu rifnaði illa. Hrafnhildur Hanna spilar í treyju númer fjögur en það var enginn önnur treyja númer fjögur til staða og því fór hún í treyju númer þrjú. Í henni spilaði hún síðan síðustu mínútu leiksins. „Haukar kæra ákvörðun dómara leiksins að leyfa Hönnu að skipta um treyju. Í leikreglum og reglugerð um handknattleiksmót segir að þú megir ekki breyta leikskýrslu. Annars liggur málið hjá dómstól HSÍ þannig að ég kýs að fara ekki dýpra í þetta,“ sagði Róbert Geir í samtali við sunnlenska.is en bætti við að krafa Hauka væri sú að leikurinn yrði spilaður aftur. Kæran barst dómstól HSÍ í gær sem mat hana dómtæka og Selfyssingar hafa þrjá sólarhringa til þess að bregðast við henni. Róbert segir í samtali við sunnlenska.is að von sé á að niðurstaða í málinu liggi fyrir öðru hvoru megin við næstu helgi. Magnús Matthíasson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, segir að kæran hafi komið Selfyssingum í opna skjöldu. „Haukar eru stórt handboltafélag sem við berum mikla virðingu fyrir og við munum gera allt til að komast til botns í þessu máli. Haukar og Selfoss hafa átt gott samstarf á liðnum árum, við höfum hjálpað þeim með leikmenn þegar þannig hefur staðið á og viljum því síður að skuggi falli á þessi góðu félagatengsl og munum því sýna öllum hlutaðeigandi mikinn samstarfsvilja,“ sagði Magnús í viðtali við sunnlenska.is.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira