Ræður enginn við Frakka í þessum ham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2017 11:00 Frakkar fagna sjötta heimsmeistaratitli sínum. vísir/getty „Fyrri hálfleikur var geggjaður. Það var hrikalega gaman að sjá uppleggið hjá Norðmönnum, þeir keyrðu í bakið á Frökkum og stjórnuðu hraðanum í leiknum,“ sagði Einar Andri Einarsson, sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM 2017 og þjálfari karlaliðs Aftureldingar, um úrslitaleik Frakklands og Noregs í gær. Hann segir að Norðmenn hafi farið illa að ráði sínu undir lok fyrri hálfleiks og þeir hefðu átt að fara með betri stöðu til búningsherbergja. „Frakkar voru í basli. Norðmenn komust mest þremur mörkum yfir og hefðu með smá heppni getað náð meiri forystu. En endirinn á fyrri hálfleik var hræðilegur hjá Noregi, þeir áttu að vera yfir eða með jafna stöðu. Markið undir lokin kveikti svo í höllinni,“ sagði Einar Andri og vísaði til marksins sem Valentin Porte skoraði í þann mund sem hálfleiksflautið gall. Hann kom Frökkum þá í 18-17. Markvarslan var engin hjá Frökkum í fyrri hálfleik en reynsluboltinn Thierry Omeyer náði sér ekki á strik. Markvarslan snarbatnaði í upphafi seinni hálfleiks. Vincent Gerard varði frábærlega, alls 11 skot (41%), og lagði grunninn að sigri Frakklands. „Gerard ver eins og skepna, þeir gengu á lagið og kunna þetta. Það ræður enginn við Frakka í þessum ham. Menn eins og Nicola Karabatic og Daniel Narcisse kunna þetta,“ sagði Einar Andri sem hreifst af frammistöðu norska liðsins sem vann sér ekki sæti á HM í gegnum umspil, heldur fékk úthlutað sæti frá Alþjóðahandknattleikssambandinu. „Þetta er stórkostlegt. Maður sá það ekki alveg gerast að Norðmenn færu í úrslit, en ekki Þjóðverjar, Danir eða Spánverjar. Þeir eiga hrós skilið, liðsheildin er sterk og skipulagið frábært. Það er magnað að koma þessu liði í úrslit því það eru ekki margir heimsklassaleikmenn í því,“ sagði Einar Andri. Honum fannst mótið í Frakklandi heilt yfir gott. „Það er frábært fyrir handboltann hvað þessi íþrótt er orðin stór í Frakklandi. Umgjörðin og mætingin var frábær og þetta var virkilega flott mót. Það var talsverð endurnýjun hjá nokkrum liðum sem hafa verið lengi saman og handboltinn var nokkuð góður,“ sagði Einar Andri að lokum. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar vörðu heimsmeistaratitilinn á heimavelli | Fjórði titilinn í fimm tilraunum Franska landsliðið í handbolta er heimsmeistari á ný eftir 33-26 sigur á Noregi á heimavelli í dag en þetta í fjórða skiptið sem þetta ógnarsterka franska landslið hampar heimsmeistaratitlinum á aðeins tíu ára tímabili. 29. janúar 2017 18:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
„Fyrri hálfleikur var geggjaður. Það var hrikalega gaman að sjá uppleggið hjá Norðmönnum, þeir keyrðu í bakið á Frökkum og stjórnuðu hraðanum í leiknum,“ sagði Einar Andri Einarsson, sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM 2017 og þjálfari karlaliðs Aftureldingar, um úrslitaleik Frakklands og Noregs í gær. Hann segir að Norðmenn hafi farið illa að ráði sínu undir lok fyrri hálfleiks og þeir hefðu átt að fara með betri stöðu til búningsherbergja. „Frakkar voru í basli. Norðmenn komust mest þremur mörkum yfir og hefðu með smá heppni getað náð meiri forystu. En endirinn á fyrri hálfleik var hræðilegur hjá Noregi, þeir áttu að vera yfir eða með jafna stöðu. Markið undir lokin kveikti svo í höllinni,“ sagði Einar Andri og vísaði til marksins sem Valentin Porte skoraði í þann mund sem hálfleiksflautið gall. Hann kom Frökkum þá í 18-17. Markvarslan var engin hjá Frökkum í fyrri hálfleik en reynsluboltinn Thierry Omeyer náði sér ekki á strik. Markvarslan snarbatnaði í upphafi seinni hálfleiks. Vincent Gerard varði frábærlega, alls 11 skot (41%), og lagði grunninn að sigri Frakklands. „Gerard ver eins og skepna, þeir gengu á lagið og kunna þetta. Það ræður enginn við Frakka í þessum ham. Menn eins og Nicola Karabatic og Daniel Narcisse kunna þetta,“ sagði Einar Andri sem hreifst af frammistöðu norska liðsins sem vann sér ekki sæti á HM í gegnum umspil, heldur fékk úthlutað sæti frá Alþjóðahandknattleikssambandinu. „Þetta er stórkostlegt. Maður sá það ekki alveg gerast að Norðmenn færu í úrslit, en ekki Þjóðverjar, Danir eða Spánverjar. Þeir eiga hrós skilið, liðsheildin er sterk og skipulagið frábært. Það er magnað að koma þessu liði í úrslit því það eru ekki margir heimsklassaleikmenn í því,“ sagði Einar Andri. Honum fannst mótið í Frakklandi heilt yfir gott. „Það er frábært fyrir handboltann hvað þessi íþrótt er orðin stór í Frakklandi. Umgjörðin og mætingin var frábær og þetta var virkilega flott mót. Það var talsverð endurnýjun hjá nokkrum liðum sem hafa verið lengi saman og handboltinn var nokkuð góður,“ sagði Einar Andri að lokum.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar vörðu heimsmeistaratitilinn á heimavelli | Fjórði titilinn í fimm tilraunum Franska landsliðið í handbolta er heimsmeistari á ný eftir 33-26 sigur á Noregi á heimavelli í dag en þetta í fjórða skiptið sem þetta ógnarsterka franska landslið hampar heimsmeistaratitlinum á aðeins tíu ára tímabili. 29. janúar 2017 18:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Frakkar vörðu heimsmeistaratitilinn á heimavelli | Fjórði titilinn í fimm tilraunum Franska landsliðið í handbolta er heimsmeistari á ný eftir 33-26 sigur á Noregi á heimavelli í dag en þetta í fjórða skiptið sem þetta ógnarsterka franska landslið hampar heimsmeistaratitlinum á aðeins tíu ára tímabili. 29. janúar 2017 18:15
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti