Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2017 09:55 Jón Gunnarsson verður samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Vísir/Pjetur Jón Gunnarsson, samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálaráðherra í nýrri ríkisstjórn, segir nauðsynlegt að það skapist einhver vissa um framtíð miðstöðvar innanlandsflugs í landinu á kjörtímabilinu. Jón segir að málefni Reykjavíkurflugvallar sé einn af þeim þáttum samgöngumála sem sé í óásættanlegri stöðu. „Þessi óljósa framtíð Reykjavíkurflugvallar getur auðvitað ekki verið. Ég hef nú sagt það áður í ræðu og riti að það þurfi að ganga frá því til framtíðar hvernig við högum þeim málum.“Þú hefur áður talað um að þú viljir að Reykjavík verði miðstöð innanlandsflugs í landinu.„Já, ég hef gert það,“ segir Jón. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að hún muni beita sér fyrir „lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“Heldurðu að það muni takast að ná einhverri sátt og lendingu í þessu máli á kjörtímabilinu?„Það verður að gera það. Reykjavíkurflugvöllur gegnir gríðarlega veigamiklu hlutverki í okkar samgöngum. Aðstæður þar eru algerlega óviðunandi, bæði fyrir starfsfólk og farþega. Það verður að ná saman um einhverja framtíðarsýn þannig að hægt sé að ráðast í eðlilega uppbyggingu og horfa til lengri tíma. Við getum ekki búið við þessa stöðugu óvissu.“En þú sjálfur vilt hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni?„Það er engin önnur lausn í stöðunni. Það er auðvitað áhugavert að skoða allar framtíðarpælingar um eitthvað annað, en það er eitthvað sem er komið svo stutt á veg að það mun í mínum huga taka mörg ár að koma niðurstaða í. Á meðan getum við ekki búið við einhverja óvissu um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Jón, sem kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem bíði sín í nýju embætti.Þörf á miklu átaki í innviðauppbygginguJón segir að það hafi ekki farið framhjá neinum að það sé þörf á miklu átaki í innviðauppbyggingu í samgöngumálum. „Það er eitt af þeim verkefnum sem ríkisstjórn mun þurfa að horfa til. Nýbúið er að samþykkja fjárlög og það á eftir að munstra það inn í samgönguáætlun og forgangsraða í þeim hluta málanna. Maður þarf því bara að setja sig í stellingar og takast á við þetta og raða niður. Ég á eftir að fara yfir það með fólkinu og fara yfir stöðuna og reyna að koma hjólunum af stað sem fyrst,“ segir Jón. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Segjast ekki hafa gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. 11. janúar 2017 07:00 Svona skiptast ráðuneytin á milli flokkanna Ráðherraskipan hefur ekki verið ákveðin. 10. janúar 2017 14:54 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálaráðherra í nýrri ríkisstjórn, segir nauðsynlegt að það skapist einhver vissa um framtíð miðstöðvar innanlandsflugs í landinu á kjörtímabilinu. Jón segir að málefni Reykjavíkurflugvallar sé einn af þeim þáttum samgöngumála sem sé í óásættanlegri stöðu. „Þessi óljósa framtíð Reykjavíkurflugvallar getur auðvitað ekki verið. Ég hef nú sagt það áður í ræðu og riti að það þurfi að ganga frá því til framtíðar hvernig við högum þeim málum.“Þú hefur áður talað um að þú viljir að Reykjavík verði miðstöð innanlandsflugs í landinu.„Já, ég hef gert það,“ segir Jón. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að hún muni beita sér fyrir „lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“Heldurðu að það muni takast að ná einhverri sátt og lendingu í þessu máli á kjörtímabilinu?„Það verður að gera það. Reykjavíkurflugvöllur gegnir gríðarlega veigamiklu hlutverki í okkar samgöngum. Aðstæður þar eru algerlega óviðunandi, bæði fyrir starfsfólk og farþega. Það verður að ná saman um einhverja framtíðarsýn þannig að hægt sé að ráðast í eðlilega uppbyggingu og horfa til lengri tíma. Við getum ekki búið við þessa stöðugu óvissu.“En þú sjálfur vilt hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni?„Það er engin önnur lausn í stöðunni. Það er auðvitað áhugavert að skoða allar framtíðarpælingar um eitthvað annað, en það er eitthvað sem er komið svo stutt á veg að það mun í mínum huga taka mörg ár að koma niðurstaða í. Á meðan getum við ekki búið við einhverja óvissu um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Jón, sem kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem bíði sín í nýju embætti.Þörf á miklu átaki í innviðauppbygginguJón segir að það hafi ekki farið framhjá neinum að það sé þörf á miklu átaki í innviðauppbyggingu í samgöngumálum. „Það er eitt af þeim verkefnum sem ríkisstjórn mun þurfa að horfa til. Nýbúið er að samþykkja fjárlög og það á eftir að munstra það inn í samgönguáætlun og forgangsraða í þeim hluta málanna. Maður þarf því bara að setja sig í stellingar og takast á við þetta og raða niður. Ég á eftir að fara yfir það með fólkinu og fara yfir stöðuna og reyna að koma hjólunum af stað sem fyrst,“ segir Jón.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Segjast ekki hafa gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. 11. janúar 2017 07:00 Svona skiptast ráðuneytin á milli flokkanna Ráðherraskipan hefur ekki verið ákveðin. 10. janúar 2017 14:54 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17
Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54
Segjast ekki hafa gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. 11. janúar 2017 07:00
Svona skiptast ráðuneytin á milli flokkanna Ráðherraskipan hefur ekki verið ákveðin. 10. janúar 2017 14:54