Frederic Vasseur, liðsstjóri Renault liðsins í Formúlu 1 hefur yfirgefið stöðu sína sem liðsstjóri þess. Hann kom til liðsins um mitt síðasta tímabil.
Framkvæmdastjóri Renault liðsins, Cyril Abiteboul ætlar að fara í miklar breytingar á starfsfólki liðsins. Abiteboul og Jerome Stroll munu þó halda áfram að leiða liðið. Stroll er forseti liðsins.
Í yfirlýsingu frá Renault liðinu segir: „Eftir eitt tímabil í enduruppbyggingu Formúlu 1 liðs Renault hafa liðið og Frederic Vasseur komist að samkomulagi um að slíta samstarfinu frá og með deginum í dag.“
„Báðir aðilar munu leggja sig fram við að halda góðu sambandi og búast við því að halda samstarfinu áfram í framtíðinni.“
Óvíst er hvort Renault mun ráða annan liðsstjóra eða hvort Cyril Abiteboul mun taka að sér hlutverk liðsstjóra.
