Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Ritstjórn skrifar 12. janúar 2017 10:00 Natalie Portman er ein færasta leikkonan í Hollywood í dag. Myndir/Getty Natalie Portman er í viðtali við Marie Claire í mánuðinum og þar sagði hún frá því þegar hún fékk þrefalt lægri laun heldur en mótleikari hennar í kvikmyndinni No Strings Attached. Hún lék aðalhlutverkið í myndinni ásamt Ashton Kutcher. Mikil umræða hefur skapast um launamisrétti í kvikmyndaheiminum seinustu ár enda fá konur talsvert lægri laun heldur en karlar þrátt fyrir að þær séu jafnvel með stærri hlutverk. Í viðtalinu sagði hún að Ashton hafi verið metinn meira í bransanum á þeim tíma og það hafi verið útskýringin á launamuninum. Hún segist hafa vitað af þessu en hafi ekki pirrað sig of mikið á þessu á þeim tíma. Launin eru nú þegar mjög há og henni fannst hún ekki hafa rétt á að kvarta. Í dag er þó öldin önnur og meiri umræða hefur skapast um málefnið. Mest lesið Bjútíbiblía Glamour er komin út Glamour Hver er þessi Sofia Richie? Glamour Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour Engar fyrirsætur í nýjustu herferð Alexander Wang Glamour ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour Victoria Beckham hannar fyrir Target Glamour Þrjár góðar peysur í kuldanum Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Píkur á tískupallinn í New York Glamour Balenciaga grípur til aðgerða eftir ásakanir um slæma meðferð á fyrirsætum Glamour
Natalie Portman er í viðtali við Marie Claire í mánuðinum og þar sagði hún frá því þegar hún fékk þrefalt lægri laun heldur en mótleikari hennar í kvikmyndinni No Strings Attached. Hún lék aðalhlutverkið í myndinni ásamt Ashton Kutcher. Mikil umræða hefur skapast um launamisrétti í kvikmyndaheiminum seinustu ár enda fá konur talsvert lægri laun heldur en karlar þrátt fyrir að þær séu jafnvel með stærri hlutverk. Í viðtalinu sagði hún að Ashton hafi verið metinn meira í bransanum á þeim tíma og það hafi verið útskýringin á launamuninum. Hún segist hafa vitað af þessu en hafi ekki pirrað sig of mikið á þessu á þeim tíma. Launin eru nú þegar mjög há og henni fannst hún ekki hafa rétt á að kvarta. Í dag er þó öldin önnur og meiri umræða hefur skapast um málefnið.
Mest lesið Bjútíbiblía Glamour er komin út Glamour Hver er þessi Sofia Richie? Glamour Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour Engar fyrirsætur í nýjustu herferð Alexander Wang Glamour ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour Victoria Beckham hannar fyrir Target Glamour Þrjár góðar peysur í kuldanum Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Píkur á tískupallinn í New York Glamour Balenciaga grípur til aðgerða eftir ásakanir um slæma meðferð á fyrirsætum Glamour