Ólafur: Mæti með kassann úti í þetta verkefni Arnar Björnsson skrifar 12. janúar 2017 12:00 „Við ætlum að ná í úrslit of ná sem bestu út úr þessu móti. Það er spennandi leikur í kvöld við Spánverja og þar ætlum við að ná í tvö stig,“ segir Ólafur Guðmundsson sem verður í stóru hlutverki í kvöld í fjarveru Arons Pálmarssonar. „Það er auðvitað skellur að Aron spili ekki. Frábær leikmaður og ég held að öll lið myndu sakna leikmanns sem er jafn góður. Við gerum okkur grein fyrir því en á sama tíma erum við búnir að fara í gegnum undibúninginn án hans og skellurinn er kannski aðeins minni fyrir vikið. Aron er frábær leikmaður sem öll lið vildu hafa í sínu liði.“ Þú ert skotfastur og þarft að henda nokkrum sinnum á markið. „Algjörlega. Vonandi fæ ég stórt hlutverk og ætla að nýta mér þau tækifæri að hjálpa liðinu að ná árangri og gera það sem ætlast er til af mér,“ segir Ólafur en hann segist vera klár í verkefnið. „Já, ég er með gott sjálfstraust og er búinn að spila vel með mínu liði bæði í sænsku deildinni og Meistaradeildinni. Ég mæti jákvæður og með kassann úti í þetta verkefni.“ Hvað með mótherjana í kvöld. Hvernig verða Spánverjarnir gegn ykkur? „Þeir eru gríðarlega sterkir það er vitað mál og mögulega sterkasta liðið í þessum riðli. Þetta snýst um að ná í stig og hvaðan stigin koma skiptir ekki öllu máli en við mætum í leikinn og ætlum að gera okkar besta og reyna að ná í sigur eins og alltaf. Við sjáum síðan til hvað gerist í kvöld.“ Það verður væntanlega enginn heimsendir þó að þið tapið fyrir Spánverjum? „Nei, þetta er kannski sterkasta liðið í riðlinum en þetta snýst um að komast í 16-liða úrslit og vera í góðri stöðu eftir riðlakeppnina. Tvö stig í kvöld væri frábært en sjáum til.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
„Við ætlum að ná í úrslit of ná sem bestu út úr þessu móti. Það er spennandi leikur í kvöld við Spánverja og þar ætlum við að ná í tvö stig,“ segir Ólafur Guðmundsson sem verður í stóru hlutverki í kvöld í fjarveru Arons Pálmarssonar. „Það er auðvitað skellur að Aron spili ekki. Frábær leikmaður og ég held að öll lið myndu sakna leikmanns sem er jafn góður. Við gerum okkur grein fyrir því en á sama tíma erum við búnir að fara í gegnum undibúninginn án hans og skellurinn er kannski aðeins minni fyrir vikið. Aron er frábær leikmaður sem öll lið vildu hafa í sínu liði.“ Þú ert skotfastur og þarft að henda nokkrum sinnum á markið. „Algjörlega. Vonandi fæ ég stórt hlutverk og ætla að nýta mér þau tækifæri að hjálpa liðinu að ná árangri og gera það sem ætlast er til af mér,“ segir Ólafur en hann segist vera klár í verkefnið. „Já, ég er með gott sjálfstraust og er búinn að spila vel með mínu liði bæði í sænsku deildinni og Meistaradeildinni. Ég mæti jákvæður og með kassann úti í þetta verkefni.“ Hvað með mótherjana í kvöld. Hvernig verða Spánverjarnir gegn ykkur? „Þeir eru gríðarlega sterkir það er vitað mál og mögulega sterkasta liðið í þessum riðli. Þetta snýst um að ná í stig og hvaðan stigin koma skiptir ekki öllu máli en við mætum í leikinn og ætlum að gera okkar besta og reyna að ná í sigur eins og alltaf. Við sjáum síðan til hvað gerist í kvöld.“ Það verður væntanlega enginn heimsendir þó að þið tapið fyrir Spánverjum? „Nei, þetta er kannski sterkasta liðið í riðlinum en þetta snýst um að komast í 16-liða úrslit og vera í góðri stöðu eftir riðlakeppnina. Tvö stig í kvöld væri frábært en sjáum til.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira