Deilt um öryggi gesta í Bláfjöllum: "Þetta líkist rússneskri rúllettu í mínum augum“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2017 14:08 Mynd sem Árni tók þar sem er horft frá barnalyftunni á Suðursvæðinu upp með Gosanum (stólalyftunni Suðurgili). "Þarna fer flóðið yfir vinsælt utanbrautarsvæði en einnig yfir troðnar skíðaleiðir,“ skrifar Árni á Facebook. Mynd/Árni Alfreðsson „Öryggi gesta Bláfjalla er alltaf í algjörum forgangi,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum, vegna greinar sem Árni Alfreðsson, fyrrverandi snjóaathugunar- og sjúkraflutningamaður, birtir í Fréttablaðinu í dag undir heitinu: Af snjóflóðum og sinnuleysi í Bláfjöllum Þar gagnrýnir Árni þá sem reka skíðasvæðið í Bláfjöllum og segist líta svo á að öryggi skíðafólks gagnvart snjóflóðum sé langt frá því að vera tryggt í Bláfjöllum. Hann segir áhugaleysi Veðurstofu Íslands í gegnum árin hafa einnig komið á óvart. „Þetta líkist rússneskri rúllettu í mínum augum.“ Árni lýsir atviki sem átti sér stað 26. febrúar árið 2015. Fyrr um morguninn hafði hann lagt til að enginn vinna færi fram á Suðursvæði skíðasvæðisins í Bláfjöllum þar sem snjóflóðahætta er hvað mest. Vildi hann í það minnsta að hættan yrði könnuð en segir stjórnendur ekki hafa hlustað og starfsmenn látnir undirbúa opnuna á Suðursvæði líkt og annars staðar. „Sjálfur gerðist ég meðvirkur og tók snjóflóðaholu eða próf beint undir helstu hættunni. Brot á grunnreglu snjóathugunarmanna. Og óvirðing við eigið líf. Niðurstöðurnar sendi ég svo Veðurstofunni. Þær voru að talsverð snjóflóðahætta væri. Snjóflóðamat er samt flókið fyrirbæri. Blanda af mælingum og huglægu mati. Þegar skyggni batnaði fór ég um svæðið til að sjá hvort snjóflóð höfðu fallið. Það var þá sem ég lenti í eða kom af stað flóðinu,“ skrifar Árni.Hálft fjallið á eftir honum Hann segist hafa verið á leið niður gamalgróna skíðaleið á Eldborgar/Framsvæðinu þegar snjórinn undir vélsleða hans fór skyndilega á hreyfingu. „Það má segja að hálft fjallið hafi komið á eftir mér úr öllum áttum. Líklega kringum 1000 tonn af snjó. Þrátt fyrir að vera í botngjöf á ca. 100 km. hraða niður brekkuna þá var snjóflóðatungan sem kom frá hlið nánast búin að komast í veg fyrir mig. Af því að dæma hefur aðaltunga flóðsins verið nokkrum metrum aftan við mig. Þarna var ég sekúndur frá dauðanum enda flóðið margra metra djúpt.“„Elborgar/Framsvæðið. Flóðið sem ég lenti í 26 feb. 2015. Takið eftir hvað djúpt er á ljósastaurnum í gilinu. Sleðafarið eftir vélsleðann þegar ég slapp undan flóðinu. Þegar flóðið fer af stað er ég staddur hægra megin við kastaralaus staurinn ofar í gilinu,“ skrifar Árni við myndina sem hann birtir af flóðinu á Facebook-síðu sinni.Árni AlfreðssonVissulega snjóflóðahætta Spurður hvort eitthvað sé til í orðum Árna svarar Magnús framkvæmdastjóri skíðasvæðisins því að Árni hafi verið sjúkragæslumaður á svæðinu á þessum tíma og vissulega sé snjóflóðahætta í Bláfjöllum eins og á öllum öðrum skíðasvæðum. „Veðurstofan hefur verið með snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæði á landinu og skíðasvæðin eru mjög aftarlega þar í forgangsröðun. Við höfum hins vegar sérhæft okkar menn í að meta snjóflóðahættu og ef það er þannig að sá sem metur snjóflóðahætta að einhver lyfta sé í hættu þá opnum við ekki þá hættu og það veit Árni vel,“ segir Magnús.Eitthvað satt, annað ýkt Hann segir örugglega margt til í því sem Árni segir en annað sé ýkt, meðal annars að yfirmenn í Bláfjöllum séu hræddir við að loka lyftum. „Við hlustum algjörlega á þann sem metur snjóflóðahættu. Ef einhver lyfta er í hættu er ekki sú lyfta ekki opnuð. Við höfum þá aðstöðu í Bláfjöllum að geta farið að ofanverðu við snjóflóðahættuna með troðara og reynt að laga. Öll svona flóð eru skráð og Veðurstofan er upplýst um allt sem gerist á svæðinu. Flest flóð falla á lokunardögum og í brjáluðu veðri. Þá er enginn upp frá, hvorki starfsmenn né aðrir. En auðvitað getur myndast snjóflóðahætta og auðvitað geta fallið snjóflóð í einhverjum aftakaveðrum eins og í öllum fjallshlíðum.“Öryggi gesta í forgangi Hann segir öryggi gesta Bláfjalla í algjörum forgangi, starfsmenn gangi með snjóflóðaýla á sér, til sé fjöldi snjóflóðaleitarstanga og skóflur og fá allir þjálfun í að leita í flóði. „Ef það er minnsti grunur á að það sé snjóflóðahætta fyrir ofan einhverja lyftu þá opnum við ekki svæðið, sem er oftast suðursvæðið.“Hér fyrir neðan er hlekkur á myndaalbúm Árna frá Bláfjöllum Skíðasvæði Tengdar fréttir Af snjóflóðum og sinnuleysi í Bláfjöllum Ein eftirminnilegasta stund lífs míns varð 26. febrúar 2015. Var á leið niður gamalgróna skíðaleið á Eldborgar/Framsvæðinu þegar snjórinn undir vélsleðanum fór skyndilega á hreyfingu. Það má segja að hálft fjallið hafi komið á eftir mér úr öllum áttum. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
„Öryggi gesta Bláfjalla er alltaf í algjörum forgangi,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum, vegna greinar sem Árni Alfreðsson, fyrrverandi snjóaathugunar- og sjúkraflutningamaður, birtir í Fréttablaðinu í dag undir heitinu: Af snjóflóðum og sinnuleysi í Bláfjöllum Þar gagnrýnir Árni þá sem reka skíðasvæðið í Bláfjöllum og segist líta svo á að öryggi skíðafólks gagnvart snjóflóðum sé langt frá því að vera tryggt í Bláfjöllum. Hann segir áhugaleysi Veðurstofu Íslands í gegnum árin hafa einnig komið á óvart. „Þetta líkist rússneskri rúllettu í mínum augum.“ Árni lýsir atviki sem átti sér stað 26. febrúar árið 2015. Fyrr um morguninn hafði hann lagt til að enginn vinna færi fram á Suðursvæði skíðasvæðisins í Bláfjöllum þar sem snjóflóðahætta er hvað mest. Vildi hann í það minnsta að hættan yrði könnuð en segir stjórnendur ekki hafa hlustað og starfsmenn látnir undirbúa opnuna á Suðursvæði líkt og annars staðar. „Sjálfur gerðist ég meðvirkur og tók snjóflóðaholu eða próf beint undir helstu hættunni. Brot á grunnreglu snjóathugunarmanna. Og óvirðing við eigið líf. Niðurstöðurnar sendi ég svo Veðurstofunni. Þær voru að talsverð snjóflóðahætta væri. Snjóflóðamat er samt flókið fyrirbæri. Blanda af mælingum og huglægu mati. Þegar skyggni batnaði fór ég um svæðið til að sjá hvort snjóflóð höfðu fallið. Það var þá sem ég lenti í eða kom af stað flóðinu,“ skrifar Árni.Hálft fjallið á eftir honum Hann segist hafa verið á leið niður gamalgróna skíðaleið á Eldborgar/Framsvæðinu þegar snjórinn undir vélsleða hans fór skyndilega á hreyfingu. „Það má segja að hálft fjallið hafi komið á eftir mér úr öllum áttum. Líklega kringum 1000 tonn af snjó. Þrátt fyrir að vera í botngjöf á ca. 100 km. hraða niður brekkuna þá var snjóflóðatungan sem kom frá hlið nánast búin að komast í veg fyrir mig. Af því að dæma hefur aðaltunga flóðsins verið nokkrum metrum aftan við mig. Þarna var ég sekúndur frá dauðanum enda flóðið margra metra djúpt.“„Elborgar/Framsvæðið. Flóðið sem ég lenti í 26 feb. 2015. Takið eftir hvað djúpt er á ljósastaurnum í gilinu. Sleðafarið eftir vélsleðann þegar ég slapp undan flóðinu. Þegar flóðið fer af stað er ég staddur hægra megin við kastaralaus staurinn ofar í gilinu,“ skrifar Árni við myndina sem hann birtir af flóðinu á Facebook-síðu sinni.Árni AlfreðssonVissulega snjóflóðahætta Spurður hvort eitthvað sé til í orðum Árna svarar Magnús framkvæmdastjóri skíðasvæðisins því að Árni hafi verið sjúkragæslumaður á svæðinu á þessum tíma og vissulega sé snjóflóðahætta í Bláfjöllum eins og á öllum öðrum skíðasvæðum. „Veðurstofan hefur verið með snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæði á landinu og skíðasvæðin eru mjög aftarlega þar í forgangsröðun. Við höfum hins vegar sérhæft okkar menn í að meta snjóflóðahættu og ef það er þannig að sá sem metur snjóflóðahætta að einhver lyfta sé í hættu þá opnum við ekki þá hættu og það veit Árni vel,“ segir Magnús.Eitthvað satt, annað ýkt Hann segir örugglega margt til í því sem Árni segir en annað sé ýkt, meðal annars að yfirmenn í Bláfjöllum séu hræddir við að loka lyftum. „Við hlustum algjörlega á þann sem metur snjóflóðahættu. Ef einhver lyfta er í hættu er ekki sú lyfta ekki opnuð. Við höfum þá aðstöðu í Bláfjöllum að geta farið að ofanverðu við snjóflóðahættuna með troðara og reynt að laga. Öll svona flóð eru skráð og Veðurstofan er upplýst um allt sem gerist á svæðinu. Flest flóð falla á lokunardögum og í brjáluðu veðri. Þá er enginn upp frá, hvorki starfsmenn né aðrir. En auðvitað getur myndast snjóflóðahætta og auðvitað geta fallið snjóflóð í einhverjum aftakaveðrum eins og í öllum fjallshlíðum.“Öryggi gesta í forgangi Hann segir öryggi gesta Bláfjalla í algjörum forgangi, starfsmenn gangi með snjóflóðaýla á sér, til sé fjöldi snjóflóðaleitarstanga og skóflur og fá allir þjálfun í að leita í flóði. „Ef það er minnsti grunur á að það sé snjóflóðahætta fyrir ofan einhverja lyftu þá opnum við ekki svæðið, sem er oftast suðursvæðið.“Hér fyrir neðan er hlekkur á myndaalbúm Árna frá Bláfjöllum
Skíðasvæði Tengdar fréttir Af snjóflóðum og sinnuleysi í Bláfjöllum Ein eftirminnilegasta stund lífs míns varð 26. febrúar 2015. Var á leið niður gamalgróna skíðaleið á Eldborgar/Framsvæðinu þegar snjórinn undir vélsleðanum fór skyndilega á hreyfingu. Það má segja að hálft fjallið hafi komið á eftir mér úr öllum áttum. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Af snjóflóðum og sinnuleysi í Bláfjöllum Ein eftirminnilegasta stund lífs míns varð 26. febrúar 2015. Var á leið niður gamalgróna skíðaleið á Eldborgar/Framsvæðinu þegar snjórinn undir vélsleðanum fór skyndilega á hreyfingu. Það má segja að hálft fjallið hafi komið á eftir mér úr öllum áttum. 12. janúar 2017 07:00