Vill að sveitarfélög hafi eftirlit með AirbnB 14. janúar 2017 20:03 Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við leiguvefinn AirbnB um að fyrirtækið takmarki fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar í borginni eins og kveðið er á um í nýjum lögum. Hann hefur áhyggjur af framkvæmd eftirlits með skammtímaleigu og vill að slíkt verði á forræði sveitarfélaga. Um áramótin tóku ný lög gildi sem takmarka skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði. Samkvæmt lögunum er heimilt að leigja hverja íbúð á leiguvefjum eins og AirbnB í 90 daga án þess að hafa tilskilið rekstrarleyfi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mun annast eftirlit með skammtímaleigu sem verður fyrst rafrænt. Dagur B. Eggertsson var gestur Víglínunnar á Stöð 2 þar sem fram kom að hann vilji að sveitarfélögin fari sjálf með eftirlitið. Hann segist þó binda vonir við nýju lögin en hefði viljað að sveitarfélögin hefðu meiri ábyrgð á framkvæmd þeirra líkt og þekkist í fjölmörgum borgum í Evrópu. „Þar eru það borgirnar sjálfar sem hafa tækin til að fylgja þessu eftir og mér segir sá hugur að það gæti verið niðurstaðan hér,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Amsterdam náði samningum við AirbnB í desember þar sem fyrirtækið samþykkti að takmarka sjálft fjölda leyfilegra leigunótta í samræmi við gildandi lög í landinu. Auk þess sem AirbnB rukkar viðskiptavini sína sjálft um skatta og gjöld í borgunum. Dagur segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við AirBnb líkt og yfirvöld í Amsterdam gerðu með góðum árangri á síðasta ári. „Ég á von á því að við göngum til samtals og samninga við AirbnB um svipað fyrirkomulag, þá í samráði við ríkið.“ Hann er bjartsýnn á að borgin og ný ríkisstjórn geti átt gott samstarf um að sveitarfélög fái sinn skerf af vaxandi fjölda ferðamanna. Undir það tekur Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. „Mér finnst sjálfsagt að menn taki þetta upp. Menn eiga ekkert að vera að ýta svona málum endalaust á undan sér. Það verður að byrja að ræða það og finna lausnir,“ sagði Benedikt. Dagur segir jafnframt brýnt að fleiri hótelrými verði byggð í borginni til að minnka þann þrýsting sem skapast hefur á íbúðamarkaðinum. „Þau mega ekki öll vera miðsvæðis. Þannig að við viljum beina þeirri uppbyggingu út frá miðborginni og við verðum að byggja enn þá meira í húsnæðismálum til þess að takast á við þennan vöxt. Þannig að við þurfum að gera margt.“ Víglínan Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Sjá meira
Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við leiguvefinn AirbnB um að fyrirtækið takmarki fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar í borginni eins og kveðið er á um í nýjum lögum. Hann hefur áhyggjur af framkvæmd eftirlits með skammtímaleigu og vill að slíkt verði á forræði sveitarfélaga. Um áramótin tóku ný lög gildi sem takmarka skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði. Samkvæmt lögunum er heimilt að leigja hverja íbúð á leiguvefjum eins og AirbnB í 90 daga án þess að hafa tilskilið rekstrarleyfi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mun annast eftirlit með skammtímaleigu sem verður fyrst rafrænt. Dagur B. Eggertsson var gestur Víglínunnar á Stöð 2 þar sem fram kom að hann vilji að sveitarfélögin fari sjálf með eftirlitið. Hann segist þó binda vonir við nýju lögin en hefði viljað að sveitarfélögin hefðu meiri ábyrgð á framkvæmd þeirra líkt og þekkist í fjölmörgum borgum í Evrópu. „Þar eru það borgirnar sjálfar sem hafa tækin til að fylgja þessu eftir og mér segir sá hugur að það gæti verið niðurstaðan hér,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Amsterdam náði samningum við AirbnB í desember þar sem fyrirtækið samþykkti að takmarka sjálft fjölda leyfilegra leigunótta í samræmi við gildandi lög í landinu. Auk þess sem AirbnB rukkar viðskiptavini sína sjálft um skatta og gjöld í borgunum. Dagur segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við AirBnb líkt og yfirvöld í Amsterdam gerðu með góðum árangri á síðasta ári. „Ég á von á því að við göngum til samtals og samninga við AirbnB um svipað fyrirkomulag, þá í samráði við ríkið.“ Hann er bjartsýnn á að borgin og ný ríkisstjórn geti átt gott samstarf um að sveitarfélög fái sinn skerf af vaxandi fjölda ferðamanna. Undir það tekur Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. „Mér finnst sjálfsagt að menn taki þetta upp. Menn eiga ekkert að vera að ýta svona málum endalaust á undan sér. Það verður að byrja að ræða það og finna lausnir,“ sagði Benedikt. Dagur segir jafnframt brýnt að fleiri hótelrými verði byggð í borginni til að minnka þann þrýsting sem skapast hefur á íbúðamarkaðinum. „Þau mega ekki öll vera miðsvæðis. Þannig að við viljum beina þeirri uppbyggingu út frá miðborginni og við verðum að byggja enn þá meira í húsnæðismálum til þess að takast á við þennan vöxt. Þannig að við þurfum að gera margt.“
Víglínan Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Sjá meira