Kínverjar harðorðir í garð Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 10:28 Donald Trump vill endursemja um ,,Eitt Kína'' stefnuna en Kínverjar segja það ekki koma til greina. Vísir/AFP Kínverjar hafa gert Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna það ljóst að stefnan um „Eitt Kína“ sé ekki opin til endurskoðunar. Guardian greinir frá.Trump hefur áður sagt að hann sé tilbúinn til þess að starfa með Kínverjum en einungis ef þeir eru sjálfir reiðubúnir til samstarfs. Séu Kínverjar ekki reiðubúnir til þess telur Trump ljóst að Bandaríkin muni styðja fullveldi Taívan.Sjá einnig:Trump tilbúinn til að starfa með Rússum og KínaKínverjar hafa gert tilkall til Taívans frá árinu 1949 þegar borgarastyrjöld lauk þar í landi með þeim afleiðingum að leiðtogar lýðveldissinna flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki sem þeir hafa allar götur síðan kallað Lýðveldið Kína. Grunnt hefur verið á á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan, þó samskiptin hafi batnað allra síðustu ár. Bandaríkin tóku svo upp stefnuna um „Eitt Kína“ árið 1972 og samþykktu þar með að í raun væri bara um eina kínverska ríkisstjórn að ræða, ríkisstjórnina á meginlandinu og hefur þetta verið grunnurinn að utanríkissamskiptum landanna. Bandaríkjamenn lokuðu sendiráði sínu í Taívan árið 1979 en hafa þrátt fyrir þetta haldið uppi nánum óformlegum tengslum við yfirvöld á eyjunni og eru til að mynda skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Utanríkisráðuneyti Kína hefur gefið út harðorða yfirlýsingu eftir ummæli Trumps um „Eitt Kína“ stefnuna en þar segir að Kínverjar munu ekki setjast niður að neinum samningaborðum til að ræða eðli þeirrar stefnu, hún sé óbreytanleg þar sem aðeins sé um að ræða eina kínverska ríkisstjórn. Í yfirlýsingunni er Trump jafnframt varaður við því að rugga bátnum og að eina leiðin fyrir hann til að koma í veg fyrir að samskipti ríkjanna tveggja, Bandaríkjanna og Kína versni sé að samþykkja hve viðkvæm málefni Taívan séu fyrir kínversk yfirvöld. Trump hefur áður skaðað samskipti ríkjanna tveggja en eitt af hans fyrstu verkum eftir að hann var kosinn var að ræða við forseta Taívan í síma, en það var í fyrsta sinn sem leiðtogi, eða verðandi leiðtogi Bandaríkjanna hefur átt í slíkum samskiptum við leiðtoga í Taívan í áratugi. Þá hefur hann ítrekað gagnrýnt yfirvöld í Kína í sjónvarpsviðtölum og á Twitter síðu sinni fyrir afstöðu sína í málefnum Norður-Kóreu, Suður-Kínahafs og gjaldeyrismála, en hann hefur sakað Kínverja um að hafa umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfi iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Kínverjar hafa gert Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna það ljóst að stefnan um „Eitt Kína“ sé ekki opin til endurskoðunar. Guardian greinir frá.Trump hefur áður sagt að hann sé tilbúinn til þess að starfa með Kínverjum en einungis ef þeir eru sjálfir reiðubúnir til samstarfs. Séu Kínverjar ekki reiðubúnir til þess telur Trump ljóst að Bandaríkin muni styðja fullveldi Taívan.Sjá einnig:Trump tilbúinn til að starfa með Rússum og KínaKínverjar hafa gert tilkall til Taívans frá árinu 1949 þegar borgarastyrjöld lauk þar í landi með þeim afleiðingum að leiðtogar lýðveldissinna flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki sem þeir hafa allar götur síðan kallað Lýðveldið Kína. Grunnt hefur verið á á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan, þó samskiptin hafi batnað allra síðustu ár. Bandaríkin tóku svo upp stefnuna um „Eitt Kína“ árið 1972 og samþykktu þar með að í raun væri bara um eina kínverska ríkisstjórn að ræða, ríkisstjórnina á meginlandinu og hefur þetta verið grunnurinn að utanríkissamskiptum landanna. Bandaríkjamenn lokuðu sendiráði sínu í Taívan árið 1979 en hafa þrátt fyrir þetta haldið uppi nánum óformlegum tengslum við yfirvöld á eyjunni og eru til að mynda skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Utanríkisráðuneyti Kína hefur gefið út harðorða yfirlýsingu eftir ummæli Trumps um „Eitt Kína“ stefnuna en þar segir að Kínverjar munu ekki setjast niður að neinum samningaborðum til að ræða eðli þeirrar stefnu, hún sé óbreytanleg þar sem aðeins sé um að ræða eina kínverska ríkisstjórn. Í yfirlýsingunni er Trump jafnframt varaður við því að rugga bátnum og að eina leiðin fyrir hann til að koma í veg fyrir að samskipti ríkjanna tveggja, Bandaríkjanna og Kína versni sé að samþykkja hve viðkvæm málefni Taívan séu fyrir kínversk yfirvöld. Trump hefur áður skaðað samskipti ríkjanna tveggja en eitt af hans fyrstu verkum eftir að hann var kosinn var að ræða við forseta Taívan í síma, en það var í fyrsta sinn sem leiðtogi, eða verðandi leiðtogi Bandaríkjanna hefur átt í slíkum samskiptum við leiðtoga í Taívan í áratugi. Þá hefur hann ítrekað gagnrýnt yfirvöld í Kína í sjónvarpsviðtölum og á Twitter síðu sinni fyrir afstöðu sína í málefnum Norður-Kóreu, Suður-Kínahafs og gjaldeyrismála, en hann hefur sakað Kínverja um að hafa umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfi iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira