Tek menn ekki af velli eftir fyrstu mistök Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2017 06:30 Geir Sveinsson hugsi yfir gangi mála í leiknum gegn Túnis. vísir/epa Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var rólegur og yfirvegaður eftir leikinn gegn Túnis í gær sem var mikill spennuleikur eins og þjóðin ætti nú að vita. Þjálfarinn eðlilega drullusvekktur yfir að hafa ekki fengið tvö stig en fyrsta stigið kom þó í hús eftir mikil læti. „Auðvitað gleðst maður yfir því að fá eitt stig. Það er betra en ekki neitt en auðvitað vildum við bæði stigin. Hvert stig er mikilvægt. Þetta var leikur sem þeir máttu alls ekki tapa og leikurinn bar þess merki. Gríðarleg barátta í þeim og leikurinn virkilega harður. Við fórum oft út af og það tók sinn toll. Ég var ánægður með margt. Þetta hefði getað dottið okkar megin en í svona leikjum eru það litlu atriðin sem ráða oft úrslitum,“ sagði Geir yfirvegaður en hann var nokkuð ánægður með sitt lið í leiknum. Þetta var mjög skrautlegur leikur en liðin töpuðu boltanum samtals 29 sinnum í leiknum. Ísland tapaði boltanum þar af 13 sinnum sem er það mesta hjá liðinu það sem af er móti. Þrátt fyrir alla tæknifeilana hefðu strákarnir hæglega getað tekið bæði stigin. „Eftir 20 mínútur voru komnir sjö tæknifeilar hjá okkur og það er auðvitað allt of mikið. Við reyndum að leggja leikinn þannig upp að hann væri ekki alveg upp á líf og dauða en hann bar þess merki engu að síður. Maður sá það hjá mörgum leikmönnum. Við náðum að snúa þessu við eftir að hafa byrjað illa,“ sagði Geir en drengirnir hans komust síðan yfir og fengu tækifæri til þess að stinga Túnisana af. Það gerðu þeir aftur á móti ekki. Því er nú verr og miður. „Það var pínu svekkjandi að ná ekki að fylgja fyrsta korterinu í síðari hálfleik eftir. Við vorum búnir að snúa leiknum okkur í hag og hefðum kannski átt að hafa náð því. Túnisarnir hætta aldrei. Þeir hafa sýnt það í öllum leikjunum að þeir koma alltaf til baka. Kannski var þetta bara sanngjarnt á endanum.“ Það er verið að blóðga nokkra nýja menn á þessu móti og aðrir eru að taka á sig meiri ábyrgð en áður. Geir fer ekkert af þeirri áætlun sinni að leyfa nýliðum að spila og að þeir fái að gera sín mistök. Eins og í tilviki Ómars Inga sem hefði líklega verið tekinn af velli hjá mörgum þjálfurum er hann gerði sín mistök. „Ég er ekki þjálfarinn sem tekur menn af velli eftir fyrstu mistök. Drengirnir verða að fá að gera sín mistök og læra af þeim. Auðvitað reynir maður að fækka mistökunum eins og hægt er,“ segir Geir en hann vildi sjá stíganda í leik liðsins á þessu móti. Er hann nokkuð sáttur við það sem hann hefur fengið frá drengjunum í Metz? „Varnarleikurinn er búinn að vera til fyrirmyndar á þessu móti. Aron Rafn kom gríðarlega sterkur inn í dag og það var mjög jákvætt. Það hafa komið jákvæðir punktar líka frá mörgum öðrum. Við eigum samt meira inni í sóknarleiknum. Það er vinna áfram að reyna að bæta hann eins og hægt er. Það er gott að fá frí núna eftir erfiða helgi. Markmiðið er enn að halda áfram að hala inn stig og fara áfram í þessu móti.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var rólegur og yfirvegaður eftir leikinn gegn Túnis í gær sem var mikill spennuleikur eins og þjóðin ætti nú að vita. Þjálfarinn eðlilega drullusvekktur yfir að hafa ekki fengið tvö stig en fyrsta stigið kom þó í hús eftir mikil læti. „Auðvitað gleðst maður yfir því að fá eitt stig. Það er betra en ekki neitt en auðvitað vildum við bæði stigin. Hvert stig er mikilvægt. Þetta var leikur sem þeir máttu alls ekki tapa og leikurinn bar þess merki. Gríðarleg barátta í þeim og leikurinn virkilega harður. Við fórum oft út af og það tók sinn toll. Ég var ánægður með margt. Þetta hefði getað dottið okkar megin en í svona leikjum eru það litlu atriðin sem ráða oft úrslitum,“ sagði Geir yfirvegaður en hann var nokkuð ánægður með sitt lið í leiknum. Þetta var mjög skrautlegur leikur en liðin töpuðu boltanum samtals 29 sinnum í leiknum. Ísland tapaði boltanum þar af 13 sinnum sem er það mesta hjá liðinu það sem af er móti. Þrátt fyrir alla tæknifeilana hefðu strákarnir hæglega getað tekið bæði stigin. „Eftir 20 mínútur voru komnir sjö tæknifeilar hjá okkur og það er auðvitað allt of mikið. Við reyndum að leggja leikinn þannig upp að hann væri ekki alveg upp á líf og dauða en hann bar þess merki engu að síður. Maður sá það hjá mörgum leikmönnum. Við náðum að snúa þessu við eftir að hafa byrjað illa,“ sagði Geir en drengirnir hans komust síðan yfir og fengu tækifæri til þess að stinga Túnisana af. Það gerðu þeir aftur á móti ekki. Því er nú verr og miður. „Það var pínu svekkjandi að ná ekki að fylgja fyrsta korterinu í síðari hálfleik eftir. Við vorum búnir að snúa leiknum okkur í hag og hefðum kannski átt að hafa náð því. Túnisarnir hætta aldrei. Þeir hafa sýnt það í öllum leikjunum að þeir koma alltaf til baka. Kannski var þetta bara sanngjarnt á endanum.“ Það er verið að blóðga nokkra nýja menn á þessu móti og aðrir eru að taka á sig meiri ábyrgð en áður. Geir fer ekkert af þeirri áætlun sinni að leyfa nýliðum að spila og að þeir fái að gera sín mistök. Eins og í tilviki Ómars Inga sem hefði líklega verið tekinn af velli hjá mörgum þjálfurum er hann gerði sín mistök. „Ég er ekki þjálfarinn sem tekur menn af velli eftir fyrstu mistök. Drengirnir verða að fá að gera sín mistök og læra af þeim. Auðvitað reynir maður að fækka mistökunum eins og hægt er,“ segir Geir en hann vildi sjá stíganda í leik liðsins á þessu móti. Er hann nokkuð sáttur við það sem hann hefur fengið frá drengjunum í Metz? „Varnarleikurinn er búinn að vera til fyrirmyndar á þessu móti. Aron Rafn kom gríðarlega sterkur inn í dag og það var mjög jákvætt. Það hafa komið jákvæðir punktar líka frá mörgum öðrum. Við eigum samt meira inni í sóknarleiknum. Það er vinna áfram að reyna að bæta hann eins og hægt er. Það er gott að fá frí núna eftir erfiða helgi. Markmiðið er enn að halda áfram að hala inn stig og fara áfram í þessu móti.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti