Tek menn ekki af velli eftir fyrstu mistök Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2017 06:30 Geir Sveinsson hugsi yfir gangi mála í leiknum gegn Túnis. vísir/epa Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var rólegur og yfirvegaður eftir leikinn gegn Túnis í gær sem var mikill spennuleikur eins og þjóðin ætti nú að vita. Þjálfarinn eðlilega drullusvekktur yfir að hafa ekki fengið tvö stig en fyrsta stigið kom þó í hús eftir mikil læti. „Auðvitað gleðst maður yfir því að fá eitt stig. Það er betra en ekki neitt en auðvitað vildum við bæði stigin. Hvert stig er mikilvægt. Þetta var leikur sem þeir máttu alls ekki tapa og leikurinn bar þess merki. Gríðarleg barátta í þeim og leikurinn virkilega harður. Við fórum oft út af og það tók sinn toll. Ég var ánægður með margt. Þetta hefði getað dottið okkar megin en í svona leikjum eru það litlu atriðin sem ráða oft úrslitum,“ sagði Geir yfirvegaður en hann var nokkuð ánægður með sitt lið í leiknum. Þetta var mjög skrautlegur leikur en liðin töpuðu boltanum samtals 29 sinnum í leiknum. Ísland tapaði boltanum þar af 13 sinnum sem er það mesta hjá liðinu það sem af er móti. Þrátt fyrir alla tæknifeilana hefðu strákarnir hæglega getað tekið bæði stigin. „Eftir 20 mínútur voru komnir sjö tæknifeilar hjá okkur og það er auðvitað allt of mikið. Við reyndum að leggja leikinn þannig upp að hann væri ekki alveg upp á líf og dauða en hann bar þess merki engu að síður. Maður sá það hjá mörgum leikmönnum. Við náðum að snúa þessu við eftir að hafa byrjað illa,“ sagði Geir en drengirnir hans komust síðan yfir og fengu tækifæri til þess að stinga Túnisana af. Það gerðu þeir aftur á móti ekki. Því er nú verr og miður. „Það var pínu svekkjandi að ná ekki að fylgja fyrsta korterinu í síðari hálfleik eftir. Við vorum búnir að snúa leiknum okkur í hag og hefðum kannski átt að hafa náð því. Túnisarnir hætta aldrei. Þeir hafa sýnt það í öllum leikjunum að þeir koma alltaf til baka. Kannski var þetta bara sanngjarnt á endanum.“ Það er verið að blóðga nokkra nýja menn á þessu móti og aðrir eru að taka á sig meiri ábyrgð en áður. Geir fer ekkert af þeirri áætlun sinni að leyfa nýliðum að spila og að þeir fái að gera sín mistök. Eins og í tilviki Ómars Inga sem hefði líklega verið tekinn af velli hjá mörgum þjálfurum er hann gerði sín mistök. „Ég er ekki þjálfarinn sem tekur menn af velli eftir fyrstu mistök. Drengirnir verða að fá að gera sín mistök og læra af þeim. Auðvitað reynir maður að fækka mistökunum eins og hægt er,“ segir Geir en hann vildi sjá stíganda í leik liðsins á þessu móti. Er hann nokkuð sáttur við það sem hann hefur fengið frá drengjunum í Metz? „Varnarleikurinn er búinn að vera til fyrirmyndar á þessu móti. Aron Rafn kom gríðarlega sterkur inn í dag og það var mjög jákvætt. Það hafa komið jákvæðir punktar líka frá mörgum öðrum. Við eigum samt meira inni í sóknarleiknum. Það er vinna áfram að reyna að bæta hann eins og hægt er. Það er gott að fá frí núna eftir erfiða helgi. Markmiðið er enn að halda áfram að hala inn stig og fara áfram í þessu móti.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var rólegur og yfirvegaður eftir leikinn gegn Túnis í gær sem var mikill spennuleikur eins og þjóðin ætti nú að vita. Þjálfarinn eðlilega drullusvekktur yfir að hafa ekki fengið tvö stig en fyrsta stigið kom þó í hús eftir mikil læti. „Auðvitað gleðst maður yfir því að fá eitt stig. Það er betra en ekki neitt en auðvitað vildum við bæði stigin. Hvert stig er mikilvægt. Þetta var leikur sem þeir máttu alls ekki tapa og leikurinn bar þess merki. Gríðarleg barátta í þeim og leikurinn virkilega harður. Við fórum oft út af og það tók sinn toll. Ég var ánægður með margt. Þetta hefði getað dottið okkar megin en í svona leikjum eru það litlu atriðin sem ráða oft úrslitum,“ sagði Geir yfirvegaður en hann var nokkuð ánægður með sitt lið í leiknum. Þetta var mjög skrautlegur leikur en liðin töpuðu boltanum samtals 29 sinnum í leiknum. Ísland tapaði boltanum þar af 13 sinnum sem er það mesta hjá liðinu það sem af er móti. Þrátt fyrir alla tæknifeilana hefðu strákarnir hæglega getað tekið bæði stigin. „Eftir 20 mínútur voru komnir sjö tæknifeilar hjá okkur og það er auðvitað allt of mikið. Við reyndum að leggja leikinn þannig upp að hann væri ekki alveg upp á líf og dauða en hann bar þess merki engu að síður. Maður sá það hjá mörgum leikmönnum. Við náðum að snúa þessu við eftir að hafa byrjað illa,“ sagði Geir en drengirnir hans komust síðan yfir og fengu tækifæri til þess að stinga Túnisana af. Það gerðu þeir aftur á móti ekki. Því er nú verr og miður. „Það var pínu svekkjandi að ná ekki að fylgja fyrsta korterinu í síðari hálfleik eftir. Við vorum búnir að snúa leiknum okkur í hag og hefðum kannski átt að hafa náð því. Túnisarnir hætta aldrei. Þeir hafa sýnt það í öllum leikjunum að þeir koma alltaf til baka. Kannski var þetta bara sanngjarnt á endanum.“ Það er verið að blóðga nokkra nýja menn á þessu móti og aðrir eru að taka á sig meiri ábyrgð en áður. Geir fer ekkert af þeirri áætlun sinni að leyfa nýliðum að spila og að þeir fái að gera sín mistök. Eins og í tilviki Ómars Inga sem hefði líklega verið tekinn af velli hjá mörgum þjálfurum er hann gerði sín mistök. „Ég er ekki þjálfarinn sem tekur menn af velli eftir fyrstu mistök. Drengirnir verða að fá að gera sín mistök og læra af þeim. Auðvitað reynir maður að fækka mistökunum eins og hægt er,“ segir Geir en hann vildi sjá stíganda í leik liðsins á þessu móti. Er hann nokkuð sáttur við það sem hann hefur fengið frá drengjunum í Metz? „Varnarleikurinn er búinn að vera til fyrirmyndar á þessu móti. Aron Rafn kom gríðarlega sterkur inn í dag og það var mjög jákvætt. Það hafa komið jákvæðir punktar líka frá mörgum öðrum. Við eigum samt meira inni í sóknarleiknum. Það er vinna áfram að reyna að bæta hann eins og hægt er. Það er gott að fá frí núna eftir erfiða helgi. Markmiðið er enn að halda áfram að hala inn stig og fara áfram í þessu móti.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira