Golden State fór illa með Cleveland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2017 09:21 James og Kevin Durant í baráttunni í nótt. Vísir/AP Golden State Warriors náði loks að vinna sigur á LeBron James og félögum hans í Cleveland Cavaliers í NBA-deilldinni. Cleveland vann rimmu liðanna í lokaúrslitunum síðastliðið vor eftir að hafa lent 3-1 undir og vann svo þegar liðin mættust á jóladag síðastliðinn, 109-108. En í þetta sinn voru yfirburðir Golden State, sem var á heimavelli í nótt, algerir. Steph Curry setti niður fimm þrista og gaf þar að auki ellefu stoðsendingar í 126-91 sigri sinna manna. Klay Thompson setti líka niður fimm þriggja stiga skot og skoraði 26 stig alls. Draymond Green var með þrefalda tvennu - 11 stig, þrettán fráköst og ellefu stoðsendingar. LeBron James fann sig ekki. Hann nýtti aðeins sex af átján skotum sínum og lenti þar að auki í stimpingum við Green en það er ekki í fyrsta sinn sem það gerist. Cleveland er enn efst í austurdeildinni með 29 sigra en liðið hefur verið að gefa aðeins eftir síðustu vikurnar eftir kröftuga byrjun. Golden State er sömuleiðis í efsta sæti vesturdeildarinnar og hefur unnið átta af síðustu tíu leikjum sínum og nítján af 22 heimaleikjum. Boston vann Charlotte, 108-98, þar sem Isaiah Thomas fór mikinn og skoraði 35 stig, þar af sautján í fjórða leikhluta. Þetta var níundi sigur Boston í síðustu ellefu leikjum liðsins og 25. leikur Thomas í röð þar sem hann skorar minnst 20 stig. LA Clippers vann Oklahoma City, 120-98. Russell Westbrook átti ekki sinn besta leik í vetur og skoraði 24 stig. Hann nýtti aðeins sjö af nítján skotum sínum.Úrslit næturinnar: New York Knicks - Atlanta 107-108 Washington - Portland 120-101 Milwaukee - Philadelphia 104-113 Indiana - New Orleans 98-95 Denver - Orlando 125-112 Boston - Charlotte 108-98 Golden State - Cleveland 126-91 Phoenix - Utah 101-106 LA Clipeers - Oklahoma City 120-98 NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Golden State Warriors náði loks að vinna sigur á LeBron James og félögum hans í Cleveland Cavaliers í NBA-deilldinni. Cleveland vann rimmu liðanna í lokaúrslitunum síðastliðið vor eftir að hafa lent 3-1 undir og vann svo þegar liðin mættust á jóladag síðastliðinn, 109-108. En í þetta sinn voru yfirburðir Golden State, sem var á heimavelli í nótt, algerir. Steph Curry setti niður fimm þrista og gaf þar að auki ellefu stoðsendingar í 126-91 sigri sinna manna. Klay Thompson setti líka niður fimm þriggja stiga skot og skoraði 26 stig alls. Draymond Green var með þrefalda tvennu - 11 stig, þrettán fráköst og ellefu stoðsendingar. LeBron James fann sig ekki. Hann nýtti aðeins sex af átján skotum sínum og lenti þar að auki í stimpingum við Green en það er ekki í fyrsta sinn sem það gerist. Cleveland er enn efst í austurdeildinni með 29 sigra en liðið hefur verið að gefa aðeins eftir síðustu vikurnar eftir kröftuga byrjun. Golden State er sömuleiðis í efsta sæti vesturdeildarinnar og hefur unnið átta af síðustu tíu leikjum sínum og nítján af 22 heimaleikjum. Boston vann Charlotte, 108-98, þar sem Isaiah Thomas fór mikinn og skoraði 35 stig, þar af sautján í fjórða leikhluta. Þetta var níundi sigur Boston í síðustu ellefu leikjum liðsins og 25. leikur Thomas í röð þar sem hann skorar minnst 20 stig. LA Clippers vann Oklahoma City, 120-98. Russell Westbrook átti ekki sinn besta leik í vetur og skoraði 24 stig. Hann nýtti aðeins sjö af nítján skotum sínum.Úrslit næturinnar: New York Knicks - Atlanta 107-108 Washington - Portland 120-101 Milwaukee - Philadelphia 104-113 Indiana - New Orleans 98-95 Denver - Orlando 125-112 Boston - Charlotte 108-98 Golden State - Cleveland 126-91 Phoenix - Utah 101-106 LA Clipeers - Oklahoma City 120-98
NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira