Ekki leitað í dag nema nýjar vísbendingar berist Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2017 08:33 Björgunarsveitarmenn leituðu á stóru svæði umhverfis Hafnarfjarðarhöfn í gær. Vísir/Vilhelm Ekki verður leitað að Birnu Brjánsdóttur, tvítugri konu sem saknað hefur verið frá því á laugardag, nema frekari vísbendingar berist. Svæðið umhverfis Hafnarfjarðarhöfn og víðar var fínkembt í gær, að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það var tekin ákvörðun um það að við yrðum í viðbragðsstöðu og ef það koma upp nýjar vísbendingar þá förum við,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Umfangsmikil leit var í Hafnarfirði í gær þar sem skór Birnu fundust. Jafnframt var unnið út frá farsímagögnum sem benda til þess að Birna hafi verið í Hafnarfirði og meðal annars leitað við Urriðaholt og Flatahraun. Fjölmennt lið björgunarsveita og lögreglu leituðu hennar, og var notast við tvo dróna, tvær þyrlur, kafara, kafbát og hunda. „Aðgerðarstjórn okkar og lögregla eru í sambandi og vinna saman og meta stöðuna hverju sinni út frá þeim vísbendingum sem koma,“ segir Þorsteinn. Lögregla óskaði eftir því í gær að grænlenski togarinn Polar Nanok, sem hélt frá Hafnarfirði á laugardagskvöld, kæmi aftur til hafnar hér á landi. Það var gert þar sem einn úr áhöfninni hafði tekið rauðan Kia Rio smábíl á leigu en lögregla hafði lýst eftir ökumanni rauðrar Kia Rio bifreiðar í tengslum við málið. Togarinn er að óbreyttu væntanlegur til Hafnarfjarðar í kvöld. Lögreglan fullyrðir að enginn um borð sé með réttarstöðu grunaðs manns. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Ekki verður leitað að Birnu Brjánsdóttur, tvítugri konu sem saknað hefur verið frá því á laugardag, nema frekari vísbendingar berist. Svæðið umhverfis Hafnarfjarðarhöfn og víðar var fínkembt í gær, að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það var tekin ákvörðun um það að við yrðum í viðbragðsstöðu og ef það koma upp nýjar vísbendingar þá förum við,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Umfangsmikil leit var í Hafnarfirði í gær þar sem skór Birnu fundust. Jafnframt var unnið út frá farsímagögnum sem benda til þess að Birna hafi verið í Hafnarfirði og meðal annars leitað við Urriðaholt og Flatahraun. Fjölmennt lið björgunarsveita og lögreglu leituðu hennar, og var notast við tvo dróna, tvær þyrlur, kafara, kafbát og hunda. „Aðgerðarstjórn okkar og lögregla eru í sambandi og vinna saman og meta stöðuna hverju sinni út frá þeim vísbendingum sem koma,“ segir Þorsteinn. Lögregla óskaði eftir því í gær að grænlenski togarinn Polar Nanok, sem hélt frá Hafnarfirði á laugardagskvöld, kæmi aftur til hafnar hér á landi. Það var gert þar sem einn úr áhöfninni hafði tekið rauðan Kia Rio smábíl á leigu en lögregla hafði lýst eftir ökumanni rauðrar Kia Rio bifreiðar í tengslum við málið. Togarinn er að óbreyttu væntanlegur til Hafnarfjarðar í kvöld. Lögreglan fullyrðir að enginn um borð sé með réttarstöðu grunaðs manns.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira