NBA: Harden náði þrennunni þegar leikmenn Miami voru hættir | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2017 08:44 Houston Rockets tapaði í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að James Harden væri með 40 stig og þrennu. Kawhi Leonard skoraði yfir 30 stig í fjórða leiknum í röð þegar San Antonio Spurs vann Minnesota og Wesley Matthews tryggði Dallas Mavericks eins stigs útisigur á Chicago Bulls.Goran Dragic var með 21 stig og 8 stoðsendingar og Wayne Ellington bætti við 18 stigum af bekknum þegar Miami Heat vann 109-103 sigur á Houston Rockets. James Harden var með 40 stig, 12 fráköst og 10 stoðendingar fyrir Houston og náði því sinni þrettándu þrennu á tímabilinu. Tíunda stoðsendingin og þar með þrennan kom ekki í hús fyrr en 12,6 sekúndum fyrir leikslok. Harden sendi þá á Montrezl Harrell sem tróð boltanum í körfuna en leikmenn Miami Heat voru hættir enda úrslitin ráðin. Harden ætlaði sér hinsvegar að ná þrennunni og tókst það. Það voru fleiri að skila stigum hjá Miami-liðinu því Dion Waiters skoraði 17 stig, Tyler Johnson var með 16 stig, James Johnson skoraði 15 stig og Hassan Whiteside var með 14 stig og 15 fráköst.Wesley Matthews skoraði sigurkörfu Dallas Mavericks fyrir utan þriggja stiga línuna í 99-98 sigri á Chicago Bulls þegar tólf sekúndur voru efir. Sex leikmenn Dallas skoruðu yfir tíu stig í leiknum þar á meðal allt byrjunarliðið. Harrison Barnes skoraði mest eða 20 stig en Seth Curry var með 18 stig og skoraði 10 stig og tók 10 fráköst. Wesley Matthews var með 12 stig. Dwyane Wade klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært Chicago sigurinn. Jimmy Butler var atkvæðamestur í Bulls-liðinu með 24 stig, 12 stoðsendingar og 9 fráköst, Robin Lopezskoraði 21 stig og Dwyane Wade var með 17 stig en hitti aðeins úir 8 af 21 skoti.Kawhi Leonard skoraði 34 stig þegar San Antonio Spurs vann 122-114 heimasigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var fjórði 30 stiga leikur Leonard í röð og því hefur enginn náð hjá San Antonio síðan að Tim Duncan gerði það 2003-04 tímabilið. LaMarcus Aldridge bætti við 29 stigum en náði ekki að fagna sigri á 59 ára afmælisdegi þjálfarans Tom Thibodeau. Karl-Anthony Towns var með 27 stig og 16 fráköst hjá Minnesota og þá skoraði Ricky Rubio 21 stig og gaf 14 stoðsendingar.DeMar DeRozan skoraði 36 stig og tók 11 fráköst fyrir Toronto Raptors sem vann 119-109 sigur á Brooklyn Nets. Cory Joseph setti nýtt persónulegt met með því að skora 33 stig. Þetta var fjórði sigur Toronto í röð en ellefta tap Brooklyn í röð. Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 28 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 121-127 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 122-114 Chicago Bulls - Dallas Mavericks 98-99 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 109-119 Miami Heat - Houston Rockets 109-103 NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
Houston Rockets tapaði í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að James Harden væri með 40 stig og þrennu. Kawhi Leonard skoraði yfir 30 stig í fjórða leiknum í röð þegar San Antonio Spurs vann Minnesota og Wesley Matthews tryggði Dallas Mavericks eins stigs útisigur á Chicago Bulls.Goran Dragic var með 21 stig og 8 stoðsendingar og Wayne Ellington bætti við 18 stigum af bekknum þegar Miami Heat vann 109-103 sigur á Houston Rockets. James Harden var með 40 stig, 12 fráköst og 10 stoðendingar fyrir Houston og náði því sinni þrettándu þrennu á tímabilinu. Tíunda stoðsendingin og þar með þrennan kom ekki í hús fyrr en 12,6 sekúndum fyrir leikslok. Harden sendi þá á Montrezl Harrell sem tróð boltanum í körfuna en leikmenn Miami Heat voru hættir enda úrslitin ráðin. Harden ætlaði sér hinsvegar að ná þrennunni og tókst það. Það voru fleiri að skila stigum hjá Miami-liðinu því Dion Waiters skoraði 17 stig, Tyler Johnson var með 16 stig, James Johnson skoraði 15 stig og Hassan Whiteside var með 14 stig og 15 fráköst.Wesley Matthews skoraði sigurkörfu Dallas Mavericks fyrir utan þriggja stiga línuna í 99-98 sigri á Chicago Bulls þegar tólf sekúndur voru efir. Sex leikmenn Dallas skoruðu yfir tíu stig í leiknum þar á meðal allt byrjunarliðið. Harrison Barnes skoraði mest eða 20 stig en Seth Curry var með 18 stig og skoraði 10 stig og tók 10 fráköst. Wesley Matthews var með 12 stig. Dwyane Wade klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært Chicago sigurinn. Jimmy Butler var atkvæðamestur í Bulls-liðinu með 24 stig, 12 stoðsendingar og 9 fráköst, Robin Lopezskoraði 21 stig og Dwyane Wade var með 17 stig en hitti aðeins úir 8 af 21 skoti.Kawhi Leonard skoraði 34 stig þegar San Antonio Spurs vann 122-114 heimasigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var fjórði 30 stiga leikur Leonard í röð og því hefur enginn náð hjá San Antonio síðan að Tim Duncan gerði það 2003-04 tímabilið. LaMarcus Aldridge bætti við 29 stigum en náði ekki að fagna sigri á 59 ára afmælisdegi þjálfarans Tom Thibodeau. Karl-Anthony Towns var með 27 stig og 16 fráköst hjá Minnesota og þá skoraði Ricky Rubio 21 stig og gaf 14 stoðsendingar.DeMar DeRozan skoraði 36 stig og tók 11 fráköst fyrir Toronto Raptors sem vann 119-109 sigur á Brooklyn Nets. Cory Joseph setti nýtt persónulegt met með því að skora 33 stig. Þetta var fjórði sigur Toronto í röð en ellefta tap Brooklyn í röð. Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 28 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 121-127 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 122-114 Chicago Bulls - Dallas Mavericks 98-99 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 109-119 Miami Heat - Houston Rockets 109-103
NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira