Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2017 20:00 Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. Áformað er að verkið verði boðið út í vor og að brúarsmíðin taki um eitt ár. Hlaupið, sem fyrstu daga októbermánaðar 2015 ruddist niður farvegi Skaftár og Eldvatns, var stærsta Skaftárhlaup sem menn höfðu upplifað og ljóst að eitthvað myndi undan láta. Ógnarkrafur hlaupsins var slíkur að árbakkar Eldvatns molnuðu niður.Undir brúnni hjá Ásum gróf jökulvatnið um fimmtán metra breiða skák úr austurbakkanum á rúmlega 400 metra löngum kafla. Steypt undirstaða brúarinnar stóð eftir í lausu lofti og fór svo að brúin var úrskurðuð ónýt, en léttum bílum hefur þó verið leyft að aka yfir hana. En nú er Vegagerðin búin að finna nýtt brúarstæði nokkur hundruð metrum neðar, sem kallar á nýtt vegstæði og nýja vegtengingu við hringveginn í Eldhrauni. „Við treystum því að þessi nýi staður sé öruggari fyrir brú og komandi flóð því þetta var ekki síðasta flóðið úr Skaftárkötlum sem mun koma niður Eldvatnið,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Við reynum bæði að setja brúna þar niður og byggja hana með þeim hætti að hún muni standast næstu áratugi, - og næstu aldir vonandi, - viðlíka flóð.“Nýja brúin verður 78 metra löng stálbogabrú og segir vegamálastjóri að verkið sé fjármagnað að hluta með tryggingarbótum sem fengust fyrir gömlu brúna en þó einkum með framlagi á fjáraukalögum nýliðins ár. Og af teikningum að dæma verður nýja brúin tignarlegt mannvirki. „Já, hún er falleg. Við reynum náttúrlega að horfa á það svolítið líka, ekki síst á svona svæðum, sem er í fallegu náttúrulegu umhverfi, og sést langt að, að það fari vel í landinu,“ segir vegamálastjóri.Nýja brúin verður 78 metra löng og 10 metra breið.Teikning/Guðmundur Valur Guðmundsson, Vegagerðinni. Tengdar fréttir Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. 30. október 2015 10:30 Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins "Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 3. október 2015 15:33 Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. Áformað er að verkið verði boðið út í vor og að brúarsmíðin taki um eitt ár. Hlaupið, sem fyrstu daga októbermánaðar 2015 ruddist niður farvegi Skaftár og Eldvatns, var stærsta Skaftárhlaup sem menn höfðu upplifað og ljóst að eitthvað myndi undan láta. Ógnarkrafur hlaupsins var slíkur að árbakkar Eldvatns molnuðu niður.Undir brúnni hjá Ásum gróf jökulvatnið um fimmtán metra breiða skák úr austurbakkanum á rúmlega 400 metra löngum kafla. Steypt undirstaða brúarinnar stóð eftir í lausu lofti og fór svo að brúin var úrskurðuð ónýt, en léttum bílum hefur þó verið leyft að aka yfir hana. En nú er Vegagerðin búin að finna nýtt brúarstæði nokkur hundruð metrum neðar, sem kallar á nýtt vegstæði og nýja vegtengingu við hringveginn í Eldhrauni. „Við treystum því að þessi nýi staður sé öruggari fyrir brú og komandi flóð því þetta var ekki síðasta flóðið úr Skaftárkötlum sem mun koma niður Eldvatnið,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Við reynum bæði að setja brúna þar niður og byggja hana með þeim hætti að hún muni standast næstu áratugi, - og næstu aldir vonandi, - viðlíka flóð.“Nýja brúin verður 78 metra löng stálbogabrú og segir vegamálastjóri að verkið sé fjármagnað að hluta með tryggingarbótum sem fengust fyrir gömlu brúna en þó einkum með framlagi á fjáraukalögum nýliðins ár. Og af teikningum að dæma verður nýja brúin tignarlegt mannvirki. „Já, hún er falleg. Við reynum náttúrlega að horfa á það svolítið líka, ekki síst á svona svæðum, sem er í fallegu náttúrulegu umhverfi, og sést langt að, að það fari vel í landinu,“ segir vegamálastjóri.Nýja brúin verður 78 metra löng og 10 metra breið.Teikning/Guðmundur Valur Guðmundsson, Vegagerðinni.
Tengdar fréttir Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. 30. október 2015 10:30 Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins "Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 3. október 2015 15:33 Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35
Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45
Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15
„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07
Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. 30. október 2015 10:30
Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins "Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 3. október 2015 15:33
Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07