Tölum meira um heilann Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2017 07:00 Gunnar Hrafn Jónsson, alþingismaður Pírata, sýndi mikið hugrekki á dögunum þegar hann ræddi opinskátt við fjölmiðla um þunglyndi sem hann hefur glímt við. Þunglyndi er alvarlegur heilasjúkdómur sem 12-15 þúsund Íslendingar glíma við á hverjum tíma samkvæmt tölum landlæknis. Þessi sjúkdómur á þátt í því að tugir Íslendinga falla fyrir eigin hendi á ári hverju. Sjálfsvígstíðni á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í heiminum samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2014. Skýrsluhöfundar skoðuðu sjálfsvígstíðni í heiminum á árinu 2012 en það ár féllu 49 manns fyrir eigin hendi hér á landi, 12 konur og 37 karlar. Fjöldi þeirra sem deyr í bílslysum á ári hverju er um einn fimmti af þeim fjölda sem sviptir sig lífi eftir baráttu við þunglyndi. Nær vikulegur áróður dynur á landsmönnum þar sem brýnt er fyrir fólki að nota bílbelti og gæta öryggis í umferðinni. Engin slík sambærileg fræðsla er í gangi um þunglyndi sem kostar árlega margfalt fleiri mannslíf. Árið 2003 hóf Landlæknisembættið átakið Þjóð gegn þunglyndi en markmið þess var að veita fræðslu og virkja umræðuna um þá vá sem fylgir þessum sjúkdómi. Þessi sjúkdómur er hins vegar þess eðlis að fræðslan þarf að vera stöðug og hún þarf að hefjast við upphaf námsferils hjá börnum. Fordómar gegn geðsjúkdómum virðast enn þá vera mjög útbreiddir í samfélaginu og oft hjá einstaklingum sem kannast ekki við þá. Þrátt fyrir að ótrúleg afrek hafi náðst á vettvangi læknavísinda á síðustu árum og áratugum vita vísindamenn enn þá mjög lítið um heilann. Hér er um að ræða líffæri sem býr til hugsun og tilfinningar. Vísindamenn vita hins vegar ekki hvernig heilinn býr til hugsun og tilfinningar og eiga erfitt með að skilgreina hvað hugsanir og tilfinningar eru. Það er merkilegt að geðsjúkdómar í samfélaginu mæta svipuðum fordómum og fíknisjúkdómar. Hvort tveggja eru kvillar heilans. Er ekki dálítið sérkennilegt að í samfélaginu þrífist mestu fordómarnir gagnvart sjúkdómum sem hrjá eitt stærsta og mikilvægasta líffærið, heilann sjálfan? Við þurfum að tala meira um heilann og þau mein sem hrjá hann. Þessi samtöl þurfa að eiga sér stað strax á fyrstu árum manneskjunnar. Inni á heimilum landsmanna og í skólunum. Þess vegna er svo mikilvægt að einstaklingar í opinberu lífi eins og þingmaðurinn Gunnar Hrafn Jónsson stígi fram og ræði þessi mál og deili eigin reynslu. Hann á þakkir skildar fyrir sitt framlag. Upplýst umræða getur stuðlað að því að draga úr fordómum um geðsjúkdóma og orðið til þess að fleiri leiti sér hjálpar. Of margir sem þjást af geðsjúkdómum bera harm sinn í hljóði og fá ekki aðstoð við hæfi í tæka tíð. Við sem samfélag getum gert betur.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Gunnar Hrafn Jónsson, alþingismaður Pírata, sýndi mikið hugrekki á dögunum þegar hann ræddi opinskátt við fjölmiðla um þunglyndi sem hann hefur glímt við. Þunglyndi er alvarlegur heilasjúkdómur sem 12-15 þúsund Íslendingar glíma við á hverjum tíma samkvæmt tölum landlæknis. Þessi sjúkdómur á þátt í því að tugir Íslendinga falla fyrir eigin hendi á ári hverju. Sjálfsvígstíðni á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í heiminum samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2014. Skýrsluhöfundar skoðuðu sjálfsvígstíðni í heiminum á árinu 2012 en það ár féllu 49 manns fyrir eigin hendi hér á landi, 12 konur og 37 karlar. Fjöldi þeirra sem deyr í bílslysum á ári hverju er um einn fimmti af þeim fjölda sem sviptir sig lífi eftir baráttu við þunglyndi. Nær vikulegur áróður dynur á landsmönnum þar sem brýnt er fyrir fólki að nota bílbelti og gæta öryggis í umferðinni. Engin slík sambærileg fræðsla er í gangi um þunglyndi sem kostar árlega margfalt fleiri mannslíf. Árið 2003 hóf Landlæknisembættið átakið Þjóð gegn þunglyndi en markmið þess var að veita fræðslu og virkja umræðuna um þá vá sem fylgir þessum sjúkdómi. Þessi sjúkdómur er hins vegar þess eðlis að fræðslan þarf að vera stöðug og hún þarf að hefjast við upphaf námsferils hjá börnum. Fordómar gegn geðsjúkdómum virðast enn þá vera mjög útbreiddir í samfélaginu og oft hjá einstaklingum sem kannast ekki við þá. Þrátt fyrir að ótrúleg afrek hafi náðst á vettvangi læknavísinda á síðustu árum og áratugum vita vísindamenn enn þá mjög lítið um heilann. Hér er um að ræða líffæri sem býr til hugsun og tilfinningar. Vísindamenn vita hins vegar ekki hvernig heilinn býr til hugsun og tilfinningar og eiga erfitt með að skilgreina hvað hugsanir og tilfinningar eru. Það er merkilegt að geðsjúkdómar í samfélaginu mæta svipuðum fordómum og fíknisjúkdómar. Hvort tveggja eru kvillar heilans. Er ekki dálítið sérkennilegt að í samfélaginu þrífist mestu fordómarnir gagnvart sjúkdómum sem hrjá eitt stærsta og mikilvægasta líffærið, heilann sjálfan? Við þurfum að tala meira um heilann og þau mein sem hrjá hann. Þessi samtöl þurfa að eiga sér stað strax á fyrstu árum manneskjunnar. Inni á heimilum landsmanna og í skólunum. Þess vegna er svo mikilvægt að einstaklingar í opinberu lífi eins og þingmaðurinn Gunnar Hrafn Jónsson stígi fram og ræði þessi mál og deili eigin reynslu. Hann á þakkir skildar fyrir sitt framlag. Upplýst umræða getur stuðlað að því að draga úr fordómum um geðsjúkdóma og orðið til þess að fleiri leiti sér hjálpar. Of margir sem þjást af geðsjúkdómum bera harm sinn í hljóði og fá ekki aðstoð við hæfi í tæka tíð. Við sem samfélag getum gert betur.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun