Sjö prósent leikmanna á Íslandi veðja á úrslit eigin leikja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. janúar 2017 13:24 Úr leik í Pepsi-deild karla síðastaliðið sumar. Myndin eða leikmennirnir á henni tengjast innihaldi fréttarinnar ekki beint. Vísir Stór hópur leikmanna íslenskra félagsliða veðja á úrslit eigin leikja eða um sjö prósent. Þetta er niðurstaða víðtækrar rannsóknar sem gerð var á þátttöku leikmanna í peningaspilum. Niðurstaðan verður kynnt á ráðstefnu um rannsóknir í líf og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands sem haldin verður á Háskólatorgi 3. og 4. janúar. Ágrip úr erindi þeirra Daníels Ólasonar, Kristjáns Óskarssonar, Tryggva Einarssonar og Hafrúnar Kristjánsdóttur sem sáu um framkvæmd rannsóknarinnar hefur verið birt í Læknablaðinu, sem lesa má hér á bls. 26. Erindið verður flutt kl. 14.50 en dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér. 2170 leikmenn átján ára og eldri 105 félagsliða á Íslandi fengu spurningalista og fengust svör frá 725 leikmönnum eða 33% af heildarfjölda leikmanna. Meðal þess sem kemur í ljós að tveir af hverjum þremur sem svöruðu höfðu tekið þátt í peningaspili á undanförnu ári og um fimmti hver spilar vikulega eða oftar. Flestir veðja á leiki á erlendum vefsíðum en sem fyrr segir hafa sjö prósent þeirra sem svöruðu, um 50 manns, veðjað á úrslit eigin leikja. Það er vitanlega bannað samkvæmt reglum KSÍ en það er raunar svo að öllum samningsbundnum leikmönnum á Íslandi er óheimilt að veðja á íslenska knattspyrnuleiki. Reglulega hafa komið upp mál þar sem grunur hefur vaknað um að leikmenn á Íslandi hafi veðjað á eigin knattspyrnuleiki. Þó hefur ekki tekist að færa sönnur á það. Vorið 2014 vöknuðu grunsemdir um að leikmaður Dalvíkur/Reynis hefði veðjað á úrslit leik liðsins gegn Þór í móti í janúar það ár en rannsókn KSÍ á málinu leiddi ekkert í ljós. Íslenski boltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Stór hópur leikmanna íslenskra félagsliða veðja á úrslit eigin leikja eða um sjö prósent. Þetta er niðurstaða víðtækrar rannsóknar sem gerð var á þátttöku leikmanna í peningaspilum. Niðurstaðan verður kynnt á ráðstefnu um rannsóknir í líf og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands sem haldin verður á Háskólatorgi 3. og 4. janúar. Ágrip úr erindi þeirra Daníels Ólasonar, Kristjáns Óskarssonar, Tryggva Einarssonar og Hafrúnar Kristjánsdóttur sem sáu um framkvæmd rannsóknarinnar hefur verið birt í Læknablaðinu, sem lesa má hér á bls. 26. Erindið verður flutt kl. 14.50 en dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér. 2170 leikmenn átján ára og eldri 105 félagsliða á Íslandi fengu spurningalista og fengust svör frá 725 leikmönnum eða 33% af heildarfjölda leikmanna. Meðal þess sem kemur í ljós að tveir af hverjum þremur sem svöruðu höfðu tekið þátt í peningaspili á undanförnu ári og um fimmti hver spilar vikulega eða oftar. Flestir veðja á leiki á erlendum vefsíðum en sem fyrr segir hafa sjö prósent þeirra sem svöruðu, um 50 manns, veðjað á úrslit eigin leikja. Það er vitanlega bannað samkvæmt reglum KSÍ en það er raunar svo að öllum samningsbundnum leikmönnum á Íslandi er óheimilt að veðja á íslenska knattspyrnuleiki. Reglulega hafa komið upp mál þar sem grunur hefur vaknað um að leikmenn á Íslandi hafi veðjað á eigin knattspyrnuleiki. Þó hefur ekki tekist að færa sönnur á það. Vorið 2014 vöknuðu grunsemdir um að leikmaður Dalvíkur/Reynis hefði veðjað á úrslit leik liðsins gegn Þór í móti í janúar það ár en rannsókn KSÍ á málinu leiddi ekkert í ljós.
Íslenski boltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira