Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. janúar 2017 13:45 Ásgeir Örn Hallgrímsson, hægri skytta íslenska landsliðsins í handbolta, er annað af tveimur stærstu spurningamerkjum liðsins fyrir HM í Frakklandi sem hefst tólfta janúar. Ásgeir fékk högg á læri í síðasta leik Nimes fyrir HM-fríið en það bólgnaði upp og blæddi inn á hnéð á skyttunni. Það hefur tekið sinn tíma fyrir Hafnfirðinginn að koma sér í gang.Sjá einnig:Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ „Staðan er sú að ég er að fara að æfa á eftir. Ég er ekkert búinn að vera með á milli jóla og nýárs þannig nú á bara að prófa hvað ég get. Mér líður bara vel þannig lagað og er því bjartsýnn fyrir kvöldið og framhaldið,“ sagði Ásgeir Örn við Vísi í Valshöllinni í dag þar sem strákarnir okkar voru á styrktaræfingu. „Það er ekkert leyndarmál að ég er búinn að vera mikið meiddur í vetur. Ég náði að koma mér í gang í desember og náði að spila nokkra leiki áður en ég meiddist í síðasta leik áður en ég kom heim. Ég hef verið í betra standi en ég tel mig samt vera í nógu góðu standi til þess að vera með.“ Ísland mætir Danmörku, Ungverjalandi og Egyptalandi á fjögurra þjóða æfingamóti í Danmörku um helgina en fyrsti leikur er á fimmtudaginn. Ásgeir er spurningamerki fyrir mótið en lítur björtum augum á framhaldið.Sjá einnig:Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM „Eins og staðan er núna er ég bjartsýnn en við sjáum bara til hvernig gengur á æfingunum. Ég er ekkert búinn að láta reyna á þetta. Maður er samt tilbúinn til að gera allt. Ef ég get hjálpað þá geri ég það, en svo er það þjálfarans að meta hvort ég geti hjálpað til,“ sagði Ásgeir Örn, en eru þetta ný eða gömul meiðsli sem hann glímir við? „Þessi eru glæný. Ég fékk högg á hnéð í síðasta leiknum fyrir jól og það bólgnaði upp og blæddi inn á hnéð. Það hefur tekið sinn tíma að ná þessu til baka en ég vona að þetta skríði í gang núna rétt fyrir mót,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30 Firnasterkur hópur hjá Spánverjum Fyrstu andstæðingar Íslands á HM í Frakklandi verða Spánverjar og þeir mæta til leiks með gríðarlega öflugt lið eins og venjulega. 2. janúar 2017 18:45 Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson, hægri skytta íslenska landsliðsins í handbolta, er annað af tveimur stærstu spurningamerkjum liðsins fyrir HM í Frakklandi sem hefst tólfta janúar. Ásgeir fékk högg á læri í síðasta leik Nimes fyrir HM-fríið en það bólgnaði upp og blæddi inn á hnéð á skyttunni. Það hefur tekið sinn tíma fyrir Hafnfirðinginn að koma sér í gang.Sjá einnig:Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ „Staðan er sú að ég er að fara að æfa á eftir. Ég er ekkert búinn að vera með á milli jóla og nýárs þannig nú á bara að prófa hvað ég get. Mér líður bara vel þannig lagað og er því bjartsýnn fyrir kvöldið og framhaldið,“ sagði Ásgeir Örn við Vísi í Valshöllinni í dag þar sem strákarnir okkar voru á styrktaræfingu. „Það er ekkert leyndarmál að ég er búinn að vera mikið meiddur í vetur. Ég náði að koma mér í gang í desember og náði að spila nokkra leiki áður en ég meiddist í síðasta leik áður en ég kom heim. Ég hef verið í betra standi en ég tel mig samt vera í nógu góðu standi til þess að vera með.“ Ísland mætir Danmörku, Ungverjalandi og Egyptalandi á fjögurra þjóða æfingamóti í Danmörku um helgina en fyrsti leikur er á fimmtudaginn. Ásgeir er spurningamerki fyrir mótið en lítur björtum augum á framhaldið.Sjá einnig:Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM „Eins og staðan er núna er ég bjartsýnn en við sjáum bara til hvernig gengur á æfingunum. Ég er ekkert búinn að láta reyna á þetta. Maður er samt tilbúinn til að gera allt. Ef ég get hjálpað þá geri ég það, en svo er það þjálfarans að meta hvort ég geti hjálpað til,“ sagði Ásgeir Örn, en eru þetta ný eða gömul meiðsli sem hann glímir við? „Þessi eru glæný. Ég fékk högg á hnéð í síðasta leiknum fyrir jól og það bólgnaði upp og blæddi inn á hnéð. Það hefur tekið sinn tíma að ná þessu til baka en ég vona að þetta skríði í gang núna rétt fyrir mót,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30 Firnasterkur hópur hjá Spánverjum Fyrstu andstæðingar Íslands á HM í Frakklandi verða Spánverjar og þeir mæta til leiks með gríðarlega öflugt lið eins og venjulega. 2. janúar 2017 18:45 Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07
Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27
Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30
Firnasterkur hópur hjá Spánverjum Fyrstu andstæðingar Íslands á HM í Frakklandi verða Spánverjar og þeir mæta til leiks með gríðarlega öflugt lið eins og venjulega. 2. janúar 2017 18:45
Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29