Fiskvinnslur í þrot ef verkfallið dregst áfram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. janúar 2017 07:00 Þessum fiski, ýsu og þorski úr Faxaflóa, var landað úr Dagmey GK í Hafnarfirði í gær. Fréttablaðið/Eyþór „Síðasta ár var auðvitað mjög erfitt út af genginu. Svo kemur þetta verkfall ofan í það þannig að staðan er mjög erfið,“ segir Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ), um kjaradeilu sjómanna. Jón Steinn segir verkfallið koma sér illa fyrir þær fiskvinnslur án útgerðar sem aðilar eru að samtökunum sem og minni fyrirtæki í sjávarútvegi um land allt. „Við drögumst eiginlega inn í þetta. Við erum hvorki í verkfalli né aðilar að samningsnefnd. Þetta er í raun óhugsandi ástand,“ segir Jón Steinn.Í raun sé ekki hægt fyrir fiskvinnslur að halda úti vinnslu þar sem hráefnið er ekki fyrir hendi. „Við getum ekkert gert. Það eru þessir smábátar sem eru í gangi og þeir geta ekki róið nema í betra veðri. Það þarf að vera mjög gott veður til að þeir geti allir farið út,“ segir Jón Steinn og bætir því við að margir hafi gripið til uppsagna vegna tekjutaps.Jón Steinn Elíasson, formaður SFÚ, sést hér lengst til vinstri á myndinni.vísir/stefánJón Steinn segir deiluna, sem og sterkt gengi krónu, geta skaðað viðskiptatengsl við fyrirtæki í útlöndum sem kaupi íslenskan fisk. „Þetta kemur kannski ekki mikið að sök strax en ef þetta dregst á langinn getur þetta farið að hafa alvarleg áhrif fyrir Íslendinga út á við.“ Jón Steinn hvetur samningsaðila til þess að nýta tíma sinn vel. „Það er skelfilegt að láta tvær heilar vikur falla dauðar niður. Það segir manni það að þeir ætla ekkert að semja heldur bíða bara eftir að ríkisstjórnin setji á þetta lög. Ég get ekki lesið annað út úr þessu. Ég ætla bara að vona að menn grípi ekki til slíkra aðgerða nema að á samninga verði reynt fyrir alvöru áður.“ Næsti fundur deiluaðila er fimmta janúar. Jón Steinn segir að ef ekki verði samið fljótlega eftir það gætu fiskvinnslur orðið gjaldþrota. „Ef þeir ná að klára þetta í vikunni þar á eftir þá ætti þetta að bjargast hjá okkur. Það má ekki dragast mikið lengur,“ segir Jón Steinn. Sjómenn hafa nú verið í verkfalli frá því fjórtánda desember er þeir felldu kjarasamning. Þeir hafa hins vegar verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Stál í stál í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðarmanna Allt stefnir í að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ár. Stál í stál er í kjaraviðræðum þeirra og útgerðarmanna og samninganefndir munu ekki funda aftur fyrr en eftir áramótin. Fiskvinnsla hefur þegar stöðvast víða um land. 20. desember 2016 18:30 Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Mest lesið Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Síðasta ár var auðvitað mjög erfitt út af genginu. Svo kemur þetta verkfall ofan í það þannig að staðan er mjög erfið,“ segir Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ), um kjaradeilu sjómanna. Jón Steinn segir verkfallið koma sér illa fyrir þær fiskvinnslur án útgerðar sem aðilar eru að samtökunum sem og minni fyrirtæki í sjávarútvegi um land allt. „Við drögumst eiginlega inn í þetta. Við erum hvorki í verkfalli né aðilar að samningsnefnd. Þetta er í raun óhugsandi ástand,“ segir Jón Steinn.Í raun sé ekki hægt fyrir fiskvinnslur að halda úti vinnslu þar sem hráefnið er ekki fyrir hendi. „Við getum ekkert gert. Það eru þessir smábátar sem eru í gangi og þeir geta ekki róið nema í betra veðri. Það þarf að vera mjög gott veður til að þeir geti allir farið út,“ segir Jón Steinn og bætir því við að margir hafi gripið til uppsagna vegna tekjutaps.Jón Steinn Elíasson, formaður SFÚ, sést hér lengst til vinstri á myndinni.vísir/stefánJón Steinn segir deiluna, sem og sterkt gengi krónu, geta skaðað viðskiptatengsl við fyrirtæki í útlöndum sem kaupi íslenskan fisk. „Þetta kemur kannski ekki mikið að sök strax en ef þetta dregst á langinn getur þetta farið að hafa alvarleg áhrif fyrir Íslendinga út á við.“ Jón Steinn hvetur samningsaðila til þess að nýta tíma sinn vel. „Það er skelfilegt að láta tvær heilar vikur falla dauðar niður. Það segir manni það að þeir ætla ekkert að semja heldur bíða bara eftir að ríkisstjórnin setji á þetta lög. Ég get ekki lesið annað út úr þessu. Ég ætla bara að vona að menn grípi ekki til slíkra aðgerða nema að á samninga verði reynt fyrir alvöru áður.“ Næsti fundur deiluaðila er fimmta janúar. Jón Steinn segir að ef ekki verði samið fljótlega eftir það gætu fiskvinnslur orðið gjaldþrota. „Ef þeir ná að klára þetta í vikunni þar á eftir þá ætti þetta að bjargast hjá okkur. Það má ekki dragast mikið lengur,“ segir Jón Steinn. Sjómenn hafa nú verið í verkfalli frá því fjórtánda desember er þeir felldu kjarasamning. Þeir hafa hins vegar verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Stál í stál í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðarmanna Allt stefnir í að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ár. Stál í stál er í kjaraviðræðum þeirra og útgerðarmanna og samninganefndir munu ekki funda aftur fyrr en eftir áramótin. Fiskvinnsla hefur þegar stöðvast víða um land. 20. desember 2016 18:30 Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Mest lesið Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Stál í stál í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðarmanna Allt stefnir í að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ár. Stál í stál er í kjaraviðræðum þeirra og útgerðarmanna og samninganefndir munu ekki funda aftur fyrr en eftir áramótin. Fiskvinnsla hefur þegar stöðvast víða um land. 20. desember 2016 18:30
Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00