Fiskvinnslur í þrot ef verkfallið dregst áfram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. janúar 2017 07:00 Þessum fiski, ýsu og þorski úr Faxaflóa, var landað úr Dagmey GK í Hafnarfirði í gær. Fréttablaðið/Eyþór „Síðasta ár var auðvitað mjög erfitt út af genginu. Svo kemur þetta verkfall ofan í það þannig að staðan er mjög erfið,“ segir Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ), um kjaradeilu sjómanna. Jón Steinn segir verkfallið koma sér illa fyrir þær fiskvinnslur án útgerðar sem aðilar eru að samtökunum sem og minni fyrirtæki í sjávarútvegi um land allt. „Við drögumst eiginlega inn í þetta. Við erum hvorki í verkfalli né aðilar að samningsnefnd. Þetta er í raun óhugsandi ástand,“ segir Jón Steinn.Í raun sé ekki hægt fyrir fiskvinnslur að halda úti vinnslu þar sem hráefnið er ekki fyrir hendi. „Við getum ekkert gert. Það eru þessir smábátar sem eru í gangi og þeir geta ekki róið nema í betra veðri. Það þarf að vera mjög gott veður til að þeir geti allir farið út,“ segir Jón Steinn og bætir því við að margir hafi gripið til uppsagna vegna tekjutaps.Jón Steinn Elíasson, formaður SFÚ, sést hér lengst til vinstri á myndinni.vísir/stefánJón Steinn segir deiluna, sem og sterkt gengi krónu, geta skaðað viðskiptatengsl við fyrirtæki í útlöndum sem kaupi íslenskan fisk. „Þetta kemur kannski ekki mikið að sök strax en ef þetta dregst á langinn getur þetta farið að hafa alvarleg áhrif fyrir Íslendinga út á við.“ Jón Steinn hvetur samningsaðila til þess að nýta tíma sinn vel. „Það er skelfilegt að láta tvær heilar vikur falla dauðar niður. Það segir manni það að þeir ætla ekkert að semja heldur bíða bara eftir að ríkisstjórnin setji á þetta lög. Ég get ekki lesið annað út úr þessu. Ég ætla bara að vona að menn grípi ekki til slíkra aðgerða nema að á samninga verði reynt fyrir alvöru áður.“ Næsti fundur deiluaðila er fimmta janúar. Jón Steinn segir að ef ekki verði samið fljótlega eftir það gætu fiskvinnslur orðið gjaldþrota. „Ef þeir ná að klára þetta í vikunni þar á eftir þá ætti þetta að bjargast hjá okkur. Það má ekki dragast mikið lengur,“ segir Jón Steinn. Sjómenn hafa nú verið í verkfalli frá því fjórtánda desember er þeir felldu kjarasamning. Þeir hafa hins vegar verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Stál í stál í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðarmanna Allt stefnir í að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ár. Stál í stál er í kjaraviðræðum þeirra og útgerðarmanna og samninganefndir munu ekki funda aftur fyrr en eftir áramótin. Fiskvinnsla hefur þegar stöðvast víða um land. 20. desember 2016 18:30 Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Mest lesið Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fiskikóngurinn uggandi yfir fordæmalausum skorti á tindaskötu Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Sjá meira
„Síðasta ár var auðvitað mjög erfitt út af genginu. Svo kemur þetta verkfall ofan í það þannig að staðan er mjög erfið,“ segir Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ), um kjaradeilu sjómanna. Jón Steinn segir verkfallið koma sér illa fyrir þær fiskvinnslur án útgerðar sem aðilar eru að samtökunum sem og minni fyrirtæki í sjávarútvegi um land allt. „Við drögumst eiginlega inn í þetta. Við erum hvorki í verkfalli né aðilar að samningsnefnd. Þetta er í raun óhugsandi ástand,“ segir Jón Steinn.Í raun sé ekki hægt fyrir fiskvinnslur að halda úti vinnslu þar sem hráefnið er ekki fyrir hendi. „Við getum ekkert gert. Það eru þessir smábátar sem eru í gangi og þeir geta ekki róið nema í betra veðri. Það þarf að vera mjög gott veður til að þeir geti allir farið út,“ segir Jón Steinn og bætir því við að margir hafi gripið til uppsagna vegna tekjutaps.Jón Steinn Elíasson, formaður SFÚ, sést hér lengst til vinstri á myndinni.vísir/stefánJón Steinn segir deiluna, sem og sterkt gengi krónu, geta skaðað viðskiptatengsl við fyrirtæki í útlöndum sem kaupi íslenskan fisk. „Þetta kemur kannski ekki mikið að sök strax en ef þetta dregst á langinn getur þetta farið að hafa alvarleg áhrif fyrir Íslendinga út á við.“ Jón Steinn hvetur samningsaðila til þess að nýta tíma sinn vel. „Það er skelfilegt að láta tvær heilar vikur falla dauðar niður. Það segir manni það að þeir ætla ekkert að semja heldur bíða bara eftir að ríkisstjórnin setji á þetta lög. Ég get ekki lesið annað út úr þessu. Ég ætla bara að vona að menn grípi ekki til slíkra aðgerða nema að á samninga verði reynt fyrir alvöru áður.“ Næsti fundur deiluaðila er fimmta janúar. Jón Steinn segir að ef ekki verði samið fljótlega eftir það gætu fiskvinnslur orðið gjaldþrota. „Ef þeir ná að klára þetta í vikunni þar á eftir þá ætti þetta að bjargast hjá okkur. Það má ekki dragast mikið lengur,“ segir Jón Steinn. Sjómenn hafa nú verið í verkfalli frá því fjórtánda desember er þeir felldu kjarasamning. Þeir hafa hins vegar verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Stál í stál í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðarmanna Allt stefnir í að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ár. Stál í stál er í kjaraviðræðum þeirra og útgerðarmanna og samninganefndir munu ekki funda aftur fyrr en eftir áramótin. Fiskvinnsla hefur þegar stöðvast víða um land. 20. desember 2016 18:30 Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Mest lesið Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fiskikóngurinn uggandi yfir fordæmalausum skorti á tindaskötu Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Sjá meira
Stál í stál í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðarmanna Allt stefnir í að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ár. Stál í stál er í kjaraviðræðum þeirra og útgerðarmanna og samninganefndir munu ekki funda aftur fyrr en eftir áramótin. Fiskvinnsla hefur þegar stöðvast víða um land. 20. desember 2016 18:30
Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00