Ford byggir upp verksmiðju í Michigan Benedikt Bóas skrifar 4. janúar 2017 07:00 Donald Trump lofaði kjósendum að hann myndi setja háan toll á þá bílaframleiðendur sem flyttu framleiðslu sína frá Bandaríkjunum til Mexíkó. vísir/afp Bandaríski bílarisinn Ford tilkynnti í gær áætlanir sínar um að fjárfesta fyrir 700 milljónir dollara í Michigan-ríki. Á fjárfestingin að skapa um 700 störf í Flat Rock verksmiðjunni sem fær veglega andlitslyftingu. Bílarisinn ætlaði að reisa verksmiðju í Mexíkó fyrir 1,6 milljarða dollara þar sem átti að smíða nýja útgáfu af Ford Focus. Mark Fields, forstjóri Ford, sagði á blaðamannafundi í gær að áætlanir Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, væru hvetjandi. „Við trúum að það sem er að gerast með skatta og fleira muni geta gert Bandaríkin samkeppnishæf,“ sagði forstjórinn meðal annars í ræðu sinni. Hann neitaði því að hafa gert einhvers konar samkomulag við Trump. Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafði Trump lýst yfir þeim ásetningi sínum að leggja háan toll á þá bílaframleiðendur sem flyttu bílaframleiðslu sína frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Eiga flestir starfsmenn að vinna við að setja saman nýjan rafmagnsbíl frá Ford sem og að smíða varahluti fyrir Mustang og Lincoln.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski bílarisinn Ford tilkynnti í gær áætlanir sínar um að fjárfesta fyrir 700 milljónir dollara í Michigan-ríki. Á fjárfestingin að skapa um 700 störf í Flat Rock verksmiðjunni sem fær veglega andlitslyftingu. Bílarisinn ætlaði að reisa verksmiðju í Mexíkó fyrir 1,6 milljarða dollara þar sem átti að smíða nýja útgáfu af Ford Focus. Mark Fields, forstjóri Ford, sagði á blaðamannafundi í gær að áætlanir Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, væru hvetjandi. „Við trúum að það sem er að gerast með skatta og fleira muni geta gert Bandaríkin samkeppnishæf,“ sagði forstjórinn meðal annars í ræðu sinni. Hann neitaði því að hafa gert einhvers konar samkomulag við Trump. Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafði Trump lýst yfir þeim ásetningi sínum að leggja háan toll á þá bílaframleiðendur sem flyttu bílaframleiðslu sína frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Eiga flestir starfsmenn að vinna við að setja saman nýjan rafmagnsbíl frá Ford sem og að smíða varahluti fyrir Mustang og Lincoln.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent