Björgvin Páll: Má vel vera að við séum að gleymast Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. janúar 2017 13:45 Íslenska handboltalandsliðið hefur leik á HM í Frakklandi eftir átta daga þegar það mætir Spáni í fyrsta leik riðlakeppninnar. Þetta er 18. heimsmeistaramótið sem karlalandsliðið tekur þátt í en það hefur verð með á öllum nema einu síðan 2001. Spennan fyrir HM í handbolta hefur oft verið meiri hér á landi.HSÍ og Icelandair þurftu til dæmis að hætta við hópferð á mótið í Frakklandi vegna lítillar þátttöku eins og kom fram á Vísi í gær. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslands númer eitt, er að fara á sitt fjórða heimsmeistaramót en hann er búinn að standa vaktina í marki strákanna okkar síðan á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Finnst honum strákarnir vera aðeins að gleymast í byrjun nýs árs eftir stórkostlegt íþróttaár 2016? „Það má vel vera en við gleymum sjálfum okkur ekki. Við einbeitum okkur fyrst og fremst að okkur sjálfum og nýtum þessi geggjuðu afrek íslenska íþróttafólksins til að keyra okkur áfram hvort sem um ræðir sundstelpurnar, golfið eða fótboltann.Björgvin Páll er alltaf litríkur í markinu.vísir/valliAlls ekki farinn að hugsa heim „Sjálfur horfði ég á íþróttaannálinn og allan þennan pakka og það hvatti mig bara til dáða. Við notum þetta sem fyrirmyndir. Sjálfir höfum við verið fyrirmyndir á einhverjum tímapunkti fyrir þessa íþróttamenn líka.“ „Við erum að fara á stórmót og þurfum þá fyrst og fremst að spá í okkur sjálfum. Við erum að fara að berjast fyrir land og þjóð. Við viljum gera þetta vel og því verðum við að halda fókus á okkur sjálfum. Við erum að fara í ansi stórt verkefni eins og á hverju ári,“ segir Björgvin. Eftir tæpan áratug í atvinnumennskunni er Björgvin Páll á heimleið en hann er búinn að semja við Hauka og gengur í raðir Íslandsmeistaranna í sumar. „Það er alltaf ákveðinn léttir þegar maður tekur ákvarðanir. Sérstaklega þegar manni líður svona vel með þær eins og þessa ákvörðun,“ segir Björgvin Páll sem er í erfiðum málum með liði sínu Bergischer í þýsku 1. deildinni? „Það hefur gengið brösulega hjá okkur úti. Við erum neðstir í deildinni og erum í heildina búnir að spila í heildina hræðilega fyrir utan síðustu tvo leiki. Ég er því aðeins að komast í gírinn.“ „Þó ég sé alls ekki farinn að hugsa heim þá er ákveðinn léttir að vera búinn að losa um í hausnum. Núna fyrst og fremst hugsa ég bara um landsliðið. Það er enn þá langt í sumarið og þó ég sé ánægður með ákvörðunina í hjartanu er langt í þetta,“ segir Björgvin Páll Gústavsson. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll kominn heim og samdi við Hauka Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Gústavsson er búinn að ákveða að koma heim og hefur gengið frá samningi við Íslandsmeistara Hauka. 24. október 2016 08:27 Björgvin reyndi að meiða samherja og tilvonandi andstæðing Það er farið að styttast í leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM í handbolta og landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var með hugann við leikinn í dag. 25. október 2016 15:00 Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40 Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. 3. janúar 2017 19:58 Björgvin: Ég þarf að finna gleðina og gredduna aftur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson kom ansi mörgum á óvart í morgun er hann tilkynnti að hann hefði samið við Hauka. Hann mun þó ekki ganga í raðir Hauka fyrr en næsta sumar. 24. október 2016 11:14 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur leik á HM í Frakklandi eftir átta daga þegar það mætir Spáni í fyrsta leik riðlakeppninnar. Þetta er 18. heimsmeistaramótið sem karlalandsliðið tekur þátt í en það hefur verð með á öllum nema einu síðan 2001. Spennan fyrir HM í handbolta hefur oft verið meiri hér á landi.HSÍ og Icelandair þurftu til dæmis að hætta við hópferð á mótið í Frakklandi vegna lítillar þátttöku eins og kom fram á Vísi í gær. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslands númer eitt, er að fara á sitt fjórða heimsmeistaramót en hann er búinn að standa vaktina í marki strákanna okkar síðan á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Finnst honum strákarnir vera aðeins að gleymast í byrjun nýs árs eftir stórkostlegt íþróttaár 2016? „Það má vel vera en við gleymum sjálfum okkur ekki. Við einbeitum okkur fyrst og fremst að okkur sjálfum og nýtum þessi geggjuðu afrek íslenska íþróttafólksins til að keyra okkur áfram hvort sem um ræðir sundstelpurnar, golfið eða fótboltann.Björgvin Páll er alltaf litríkur í markinu.vísir/valliAlls ekki farinn að hugsa heim „Sjálfur horfði ég á íþróttaannálinn og allan þennan pakka og það hvatti mig bara til dáða. Við notum þetta sem fyrirmyndir. Sjálfir höfum við verið fyrirmyndir á einhverjum tímapunkti fyrir þessa íþróttamenn líka.“ „Við erum að fara á stórmót og þurfum þá fyrst og fremst að spá í okkur sjálfum. Við erum að fara að berjast fyrir land og þjóð. Við viljum gera þetta vel og því verðum við að halda fókus á okkur sjálfum. Við erum að fara í ansi stórt verkefni eins og á hverju ári,“ segir Björgvin. Eftir tæpan áratug í atvinnumennskunni er Björgvin Páll á heimleið en hann er búinn að semja við Hauka og gengur í raðir Íslandsmeistaranna í sumar. „Það er alltaf ákveðinn léttir þegar maður tekur ákvarðanir. Sérstaklega þegar manni líður svona vel með þær eins og þessa ákvörðun,“ segir Björgvin Páll sem er í erfiðum málum með liði sínu Bergischer í þýsku 1. deildinni? „Það hefur gengið brösulega hjá okkur úti. Við erum neðstir í deildinni og erum í heildina búnir að spila í heildina hræðilega fyrir utan síðustu tvo leiki. Ég er því aðeins að komast í gírinn.“ „Þó ég sé alls ekki farinn að hugsa heim þá er ákveðinn léttir að vera búinn að losa um í hausnum. Núna fyrst og fremst hugsa ég bara um landsliðið. Það er enn þá langt í sumarið og þó ég sé ánægður með ákvörðunina í hjartanu er langt í þetta,“ segir Björgvin Páll Gústavsson.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll kominn heim og samdi við Hauka Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Gústavsson er búinn að ákveða að koma heim og hefur gengið frá samningi við Íslandsmeistara Hauka. 24. október 2016 08:27 Björgvin reyndi að meiða samherja og tilvonandi andstæðing Það er farið að styttast í leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM í handbolta og landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var með hugann við leikinn í dag. 25. október 2016 15:00 Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40 Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. 3. janúar 2017 19:58 Björgvin: Ég þarf að finna gleðina og gredduna aftur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson kom ansi mörgum á óvart í morgun er hann tilkynnti að hann hefði samið við Hauka. Hann mun þó ekki ganga í raðir Hauka fyrr en næsta sumar. 24. október 2016 11:14 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Björgvin Páll kominn heim og samdi við Hauka Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Gústavsson er búinn að ákveða að koma heim og hefur gengið frá samningi við Íslandsmeistara Hauka. 24. október 2016 08:27
Björgvin reyndi að meiða samherja og tilvonandi andstæðing Það er farið að styttast í leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM í handbolta og landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var með hugann við leikinn í dag. 25. október 2016 15:00
Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40
Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. 3. janúar 2017 19:58
Björgvin: Ég þarf að finna gleðina og gredduna aftur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson kom ansi mörgum á óvart í morgun er hann tilkynnti að hann hefði samið við Hauka. Hann mun þó ekki ganga í raðir Hauka fyrr en næsta sumar. 24. október 2016 11:14