Væntingar Kristjáns til Íslands ekki miklar: Vill sjá ungu mennina fá mínútur Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 09:45 Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson eru atvinnumenn í Danmörku og Svíþjóð en Janus Daði hefur orðið Íslandsmeistari með Haukum undanfarin tvö ár. vísir/stefán/ernir Kristján Arason, einn besti handboltamaður í sögu Íslands, gerir ekki miklar væntingar til íslenska landsliðsins í handbolta sem hefur leik á HM í Frakklandi á fimmtudaginn í næstu viku. Liðið stendur á tímamótum og gæti verið án síns besta leikmanns. Strákarnir okkar fara á fullt í undirbúningi fyrir HM í dag þegar þeir hefja leik á Bygma-æfingamótinu í Danmörku en mótherjar dagsins eru Egyptar sem Ísland hefur ekki tapað fyrir í níu ár. „Ég er að vona að við endum mótið sem eitt af þeim átta efstu. Að krefja það um eitthvað meira er ósanngjarnt,“ segir Kristján í Morgunblaðinu í dag en okkar menn eru í riðli með Spáni, Slóveníu, Makedóníu, Túnis og Angóla. Fjögur efstu liðin fara í 16 liða úrslitin. Aron Pálmarsson, besti handboltamaður Íslands, er meiddur og verður ekki með í Danmörku en vonast er til að hann geti spilað á HM. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi hans. „Það mun auðvitað breyta heilmiklu ef Aron Pálmarsson getur ekki verið með. Hann er sá leikmaður sem á að gera gæfumuninn enda okkar besti handboltamaður. Maður hefur tvenns konar sýn á liðið, með og án Arons,“ segir Kristján sem vill að yngri leikmenn, framtíð íslenska liðsins, fái nú tækifæri og spili alvöru mínútur í Frakklandi. „Ég vil sjá Janus Daða, Ómar Inga og Arnar Frey fá að spila sína rullu á þessu móti. Ég tel að liðið verði ekki verra þótt þeir fái sína kafla. Janus og Ómar eru flinkir leikmenn og Arnar hefur staðið sig mjög vel,“ segir Kristján. „Þetta eru strákar sem eru komnir með ágæta reynslu þótt það sé mikill munur á því að spila á stóru heimsmeistaramóti og í deildinni hér heima eða í unglingalandsliðinu. Ég myndi vilja sjá þá fá 10-20 mínútna spiltíma í hverjum leik,“ segir Kristján Arason. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00 Strákarnir hafa ekki tapað fyrir Egyptum í níu ár Íslenska handboltalandsliðið hefur í dag keppni á Bygma Cup æfingamótinu í Danmörku. Fyrsti leikur liðsins er á móti Egyptalandi klukkan 17.00 að íslenskum tíma. 5. janúar 2017 07:00 Guðjón Valur langmarkahæsti leikmaðurinn á HM Guðjón Valur Sigurðsson er þriðji reynslumesti leikmaðurinn sem spilar á HM en sá langmarkahæsti. 3. janúar 2017 19:45 Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. 3. janúar 2017 19:58 Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Björgvin Páll: Má vel vera að við séum að gleymast Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir átta daga þegar þeir mæta Spáni. 4. janúar 2017 13:45 Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Kristján Arason, einn besti handboltamaður í sögu Íslands, gerir ekki miklar væntingar til íslenska landsliðsins í handbolta sem hefur leik á HM í Frakklandi á fimmtudaginn í næstu viku. Liðið stendur á tímamótum og gæti verið án síns besta leikmanns. Strákarnir okkar fara á fullt í undirbúningi fyrir HM í dag þegar þeir hefja leik á Bygma-æfingamótinu í Danmörku en mótherjar dagsins eru Egyptar sem Ísland hefur ekki tapað fyrir í níu ár. „Ég er að vona að við endum mótið sem eitt af þeim átta efstu. Að krefja það um eitthvað meira er ósanngjarnt,“ segir Kristján í Morgunblaðinu í dag en okkar menn eru í riðli með Spáni, Slóveníu, Makedóníu, Túnis og Angóla. Fjögur efstu liðin fara í 16 liða úrslitin. Aron Pálmarsson, besti handboltamaður Íslands, er meiddur og verður ekki með í Danmörku en vonast er til að hann geti spilað á HM. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi hans. „Það mun auðvitað breyta heilmiklu ef Aron Pálmarsson getur ekki verið með. Hann er sá leikmaður sem á að gera gæfumuninn enda okkar besti handboltamaður. Maður hefur tvenns konar sýn á liðið, með og án Arons,“ segir Kristján sem vill að yngri leikmenn, framtíð íslenska liðsins, fái nú tækifæri og spili alvöru mínútur í Frakklandi. „Ég vil sjá Janus Daða, Ómar Inga og Arnar Frey fá að spila sína rullu á þessu móti. Ég tel að liðið verði ekki verra þótt þeir fái sína kafla. Janus og Ómar eru flinkir leikmenn og Arnar hefur staðið sig mjög vel,“ segir Kristján. „Þetta eru strákar sem eru komnir með ágæta reynslu þótt það sé mikill munur á því að spila á stóru heimsmeistaramóti og í deildinni hér heima eða í unglingalandsliðinu. Ég myndi vilja sjá þá fá 10-20 mínútna spiltíma í hverjum leik,“ segir Kristján Arason.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00 Strákarnir hafa ekki tapað fyrir Egyptum í níu ár Íslenska handboltalandsliðið hefur í dag keppni á Bygma Cup æfingamótinu í Danmörku. Fyrsti leikur liðsins er á móti Egyptalandi klukkan 17.00 að íslenskum tíma. 5. janúar 2017 07:00 Guðjón Valur langmarkahæsti leikmaðurinn á HM Guðjón Valur Sigurðsson er þriðji reynslumesti leikmaðurinn sem spilar á HM en sá langmarkahæsti. 3. janúar 2017 19:45 Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. 3. janúar 2017 19:58 Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Björgvin Páll: Má vel vera að við séum að gleymast Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir átta daga þegar þeir mæta Spáni. 4. janúar 2017 13:45 Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00
Strákarnir hafa ekki tapað fyrir Egyptum í níu ár Íslenska handboltalandsliðið hefur í dag keppni á Bygma Cup æfingamótinu í Danmörku. Fyrsti leikur liðsins er á móti Egyptalandi klukkan 17.00 að íslenskum tíma. 5. janúar 2017 07:00
Guðjón Valur langmarkahæsti leikmaðurinn á HM Guðjón Valur Sigurðsson er þriðji reynslumesti leikmaðurinn sem spilar á HM en sá langmarkahæsti. 3. janúar 2017 19:45
Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. 3. janúar 2017 19:58
Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15
Björgvin Páll: Má vel vera að við séum að gleymast Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir átta daga þegar þeir mæta Spáni. 4. janúar 2017 13:45