Vilja sjá Borgunarmálið klárast Haraldur Guðmundsson skrifar 5. janúar 2017 14:30 Sparisjóður Austurlands átti 0,3 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun. Stjórnendur Sparisjóðs Austurlands ætla að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli Landsbankans gegn Borgun áður en ákveðið verður hvort sparisjóðurinn mun leita réttar síns vegna sölu hans á 0,3 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu. Þetta staðfestir sparisjóðsstjórinn, Vilhjálmur G. Pálsson. „Það var niðurstaða okkar að bíða og sjá hvernig mál Landsbankans endar. Okkar lending var sú að þetta yrði of mikið orð gegn orði um það hvort við hefðum fengið að vita af þessari viðbótargreiðslu.“ Sparisjóðurinn, þá Sparisjóður Norðfjarðar, seldi bréf sín í Borgun á gamlársdag 2014 eða rúmum mánuði eftir að Landsbankinn seldi Eignarhaldsfélaginu Borgun og einkahlutafélaginu BPS, sem er í eigu tólf helstu stjórnenda greiðslukortafyrirtækisins, 31,2 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Sjóðurinn seldi þá á sama gengi og Landsbankinn og fékk 22,5 milljónir króna fyrir bréfin. Eftir að í ljós kom að Borgun ætti rétt á milljarðagreiðslum vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe var 0,3 prósenta hluturinn metinn á að lágmarki 57 milljónir. Eins og Landsbankinn gerðu stjórnendur sparisjóðsins enga fyrirvara um hlutdeild í viðbótargreiðslunni og í apríl var lögfræðingi sjóðsins falið að meta hvort ástæða væri til að stefna eigendum BPS sem keyptu bréfin. Landsbankinn tilkynnti í síðustu viku að hann hefði höfðað mál vegna sölu sinnar á bréfunum í Borgun. Borgunarmálið Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Stjórnendur Sparisjóðs Austurlands ætla að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli Landsbankans gegn Borgun áður en ákveðið verður hvort sparisjóðurinn mun leita réttar síns vegna sölu hans á 0,3 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu. Þetta staðfestir sparisjóðsstjórinn, Vilhjálmur G. Pálsson. „Það var niðurstaða okkar að bíða og sjá hvernig mál Landsbankans endar. Okkar lending var sú að þetta yrði of mikið orð gegn orði um það hvort við hefðum fengið að vita af þessari viðbótargreiðslu.“ Sparisjóðurinn, þá Sparisjóður Norðfjarðar, seldi bréf sín í Borgun á gamlársdag 2014 eða rúmum mánuði eftir að Landsbankinn seldi Eignarhaldsfélaginu Borgun og einkahlutafélaginu BPS, sem er í eigu tólf helstu stjórnenda greiðslukortafyrirtækisins, 31,2 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Sjóðurinn seldi þá á sama gengi og Landsbankinn og fékk 22,5 milljónir króna fyrir bréfin. Eftir að í ljós kom að Borgun ætti rétt á milljarðagreiðslum vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe var 0,3 prósenta hluturinn metinn á að lágmarki 57 milljónir. Eins og Landsbankinn gerðu stjórnendur sparisjóðsins enga fyrirvara um hlutdeild í viðbótargreiðslunni og í apríl var lögfræðingi sjóðsins falið að meta hvort ástæða væri til að stefna eigendum BPS sem keyptu bréfin. Landsbankinn tilkynnti í síðustu viku að hann hefði höfðað mál vegna sölu sinnar á bréfunum í Borgun.
Borgunarmálið Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira