Umfjöllun: Ísland - Egyptaland 30-27 | Góð byrjun í Bygma bikarnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2017 18:45 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk. vísir/ernir Ísland vann þriggja marka sigur, 30-27, á Egyptalandi á Bygma Cup, æfingamóti í Danmörku, í dag. Þetta var fyrsti leikurinn af þremur á Bygma Cup. Íslendingar mæta Ungverjum á morgun og Dönum á sunnudaginn. Eftir viku hefur Ísland svo leik á HM í Frakklandi. Íslensku strákarnir byrjuðu báða hálfleikina illa í leiknum í dag en sýndu styrk og náðu að landa þriggja marka sigri. Aron Rafn Eðvarðsson átti stóran þátt í því en hann varði 17 skot (47%) eftir að hann kom í íslenska markið eftir um 10 mínútna leik. Íslenska vörnin var hripleik í upphafi leiks. Egyptar skoruðu að vild, alls níu mörk á fyrstu 11 mínútum leiksins. Íslendingar voru staðir í vörninni og náðu aldrei að brjóta. Þá var markvarslan engin. Sóknarleikurinn var sem betur fer í lagi þótt mistökin væru full mörg. Í stöðunni 4-8 fyrir Egypta tók Geir Sveinsson leikhlé og lét sína menn heyra það. Það virtist vekja íslensku strákana af værum blundi. Þeir þéttu vörnina og héldu m.a. hreinu í átta mínútur samfleytt um miðbik fyrri hálfleiks. Aron Rafn átti einnig flotta innkomu og varði sjö af þeim 13 skotum sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik (54%). Geir rúllaði vel á íslenska liðinu í dag og allir leikmenn á skýrslu, fyrir utan Bjarka Má Gunnarsson, fengu að spila. Ungu strákarnir Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson fengu mikinn spiltíma og stóðust prófið. Þeir gerðu vissulega sín mistök en voru óhræddir og sýndu að þeir ætla sér með til Frakklands. Staðan í hálfleik var 13-14, Egyptum í vil. Með örlítið meiri yfirvegun hefði staða Íslands verið hagstæðari. Ómar Ingi jafnaði metin í 14-14 í upphafi seinni hálfleiks en Egyptar svöruðu með þremur mörkum í röð. Íslenska vörnin var þó fljót að finna taktinn á nýjan leik og Aron Rafn fór aftur að verja í markinu. Í sókninni brá fyrir laglegu spili og Ísland breytti stöðunni úr 17-19 í 20-19 um miðbik seinni hálfleiks. Egyptar komust yfir, 21-22, þegar 13 mínútur voru eftir. Það var í síðasta sinn sem þeir höfðu forystuna í leiknum. Íslenska liðið sýndi styrk á lokakaflanum og vann að lokum þriggja marka sigur, 30-27. Ómar Ingi og Ólafur Guðmundsson voru markahæstir í íslenska liðinu með sex mörk hvor. Bjarki Már Elísson og Guðjón Valur Sigurðsson skiptu hálfleikjunum á milli sín og skoruðu báðir fimm mörk úr vinstra horninu. Varnarleikur íslenska liðsins hefur að stærstum hluta verið góður eftir að Geir tók við því. Í leiknum í dag fékk Ísland hins vegar miklu fleiri mörk úr hraðaupphlaupum (10) en í síðustu leikjum. Það er afar jákvæð þróun og verður spennandi að sjá hvort það sama verður uppi á teningnum gegn Ungverjalandi í Skjern á morgun. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Ísland vann þriggja marka sigur, 30-27, á Egyptalandi á Bygma Cup, æfingamóti í Danmörku, í dag. Þetta var fyrsti leikurinn af þremur á Bygma Cup. Íslendingar mæta Ungverjum á morgun og Dönum á sunnudaginn. Eftir viku hefur Ísland svo leik á HM í Frakklandi. Íslensku strákarnir byrjuðu báða hálfleikina illa í leiknum í dag en sýndu styrk og náðu að landa þriggja marka sigri. Aron Rafn Eðvarðsson átti stóran þátt í því en hann varði 17 skot (47%) eftir að hann kom í íslenska markið eftir um 10 mínútna leik. Íslenska vörnin var hripleik í upphafi leiks. Egyptar skoruðu að vild, alls níu mörk á fyrstu 11 mínútum leiksins. Íslendingar voru staðir í vörninni og náðu aldrei að brjóta. Þá var markvarslan engin. Sóknarleikurinn var sem betur fer í lagi þótt mistökin væru full mörg. Í stöðunni 4-8 fyrir Egypta tók Geir Sveinsson leikhlé og lét sína menn heyra það. Það virtist vekja íslensku strákana af værum blundi. Þeir þéttu vörnina og héldu m.a. hreinu í átta mínútur samfleytt um miðbik fyrri hálfleiks. Aron Rafn átti einnig flotta innkomu og varði sjö af þeim 13 skotum sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik (54%). Geir rúllaði vel á íslenska liðinu í dag og allir leikmenn á skýrslu, fyrir utan Bjarka Má Gunnarsson, fengu að spila. Ungu strákarnir Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson fengu mikinn spiltíma og stóðust prófið. Þeir gerðu vissulega sín mistök en voru óhræddir og sýndu að þeir ætla sér með til Frakklands. Staðan í hálfleik var 13-14, Egyptum í vil. Með örlítið meiri yfirvegun hefði staða Íslands verið hagstæðari. Ómar Ingi jafnaði metin í 14-14 í upphafi seinni hálfleiks en Egyptar svöruðu með þremur mörkum í röð. Íslenska vörnin var þó fljót að finna taktinn á nýjan leik og Aron Rafn fór aftur að verja í markinu. Í sókninni brá fyrir laglegu spili og Ísland breytti stöðunni úr 17-19 í 20-19 um miðbik seinni hálfleiks. Egyptar komust yfir, 21-22, þegar 13 mínútur voru eftir. Það var í síðasta sinn sem þeir höfðu forystuna í leiknum. Íslenska liðið sýndi styrk á lokakaflanum og vann að lokum þriggja marka sigur, 30-27. Ómar Ingi og Ólafur Guðmundsson voru markahæstir í íslenska liðinu með sex mörk hvor. Bjarki Már Elísson og Guðjón Valur Sigurðsson skiptu hálfleikjunum á milli sín og skoruðu báðir fimm mörk úr vinstra horninu. Varnarleikur íslenska liðsins hefur að stærstum hluta verið góður eftir að Geir tók við því. Í leiknum í dag fékk Ísland hins vegar miklu fleiri mörk úr hraðaupphlaupum (10) en í síðustu leikjum. Það er afar jákvæð þróun og verður spennandi að sjá hvort það sama verður uppi á teningnum gegn Ungverjalandi í Skjern á morgun.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira