Körfubolti

Martin keyrir um götur Charleville á nýjum Hyundai

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin er næststigahæstur í frönsku B-deildinni.
Martin er næststigahæstur í frönsku B-deildinni. vísir/anton
Íslenska landsliðsmanninum Martin Hermannssyni gengur allt í haginn í Frakklandi þar sem hann leikur með B-deildarliðinu Charleville-Mézières.

Martin gekk til liðs við félagið í sumar og hefur farið frábærlega af stað með því.

Hann er t.a.m. næststigahæstur í deildinni með 18,5 stig að meðaltali í leik og í 4. sæti yfir þá leikmenn sem hafa átt flestar stoðsendingar (6,3 að meðaltali í leik).

Í viðtali við Guðjón Guðmundsson á dögunum lét Martin vel af lífinu í Charleville sem er í norðurhluta Frakklands.

Martin keyrir nú um götur Charleville á nýjum bíl en hann fékk afhenta lykla af Hyundai ix20 áður en vetrarfríið hófst. Hyundai er einn af styrktaraðilum Charleville-Mézières.

Af myndinni hér að neðan að dæma virtist Martin ánægður með nýja ökutækið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×