Kuznetsov kallaður aftur til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2017 10:41 Flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands segist ætla að draga úr hernaðarlegum umsvifum ríkisins í Sýrlandi. Fyrsta skrefið verður að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov, og önnur skip, aftur til Rússlands. Hershöfðinginn Valery Gerasimov tilkynnti þetta í dag og sagði ákvörðunina hafa verið tekna af Vladimir Putin, forseta Rússlands, þann 29. desember. Rússar hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og stjórnarher hans í átökum í Sýrlandi í rúmt ár. Stjórnarherinn tók Aleppo úr höndum uppreisnarhópa í síðasta mánuði og vopnahlé sem runnið er undan rifjum Rússa og Tyrkja hefur nú verið í gildi í tæpa viku. Gerasimov tók þó ekki fram hve umfangsmikil fækkun herliðsins í Sýrlandi á að vera.Kuznetsov er eina flugmóðurskip Rússlands og kom það að ströndum Sýrlands um miðjan nóvembermánuð. Þetta er í fyrsta sinn sem að skipið hefur verið notað til bardagaaðgerða og tvær orrustuþotur af þeim fimmtán sem hafa verið á flugmóðurskipinu fórust í þeim aðgerðum.SU-33 þota brotlenti í miðjarðarhafið í desember á leið til Kuznetsov eftir loftárásir í Sýrlandi. Þá brotlenti MiG-29 í sjónum þegar flugmaður hennar reyndi að lenda á Kuznetsov. Skömmu eftir að flugmóðurskipið kom að ströndum Sýrlands bárust fregnir af því að flugvélar skipsins væru komnar í land og að þeim væri þess í stað flogið frá Humaymim herstöðinni í Latakia héraði. Því hefur verið haldið fram að ferðalag skipsins til Sýrlands hafi í raun verið auglýsingabrella.Kutznetsov var tekinn í notkun í desember 1985 og er því kominn til ára sinna. Í síðasta mánuði sagði TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, að aðgerðir flugmóðurskipsins í Sýrlandi myndu hjálpa til við þróun og smíði nýs flugmóðurskips.Varnarmálaráðuneyti Rússlands, birti þetta myndband af flugmóðurskipinu á miðvikudaginn. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47 Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Hermenn, flugvélar og loftvarnarkerfi hafa verið send til Sýrlands eftir að vopnahléinu lauk. 7. október 2016 18:39 Spánverjar hvattir til að neita rússneskum herskipum að taka eldsneyti Skipalestin er á leið til Sýrlands til að styðja við loftárásir Rússa, meðal annars í borginni Aleppo. 26. október 2016 08:26 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segist ætla að draga úr hernaðarlegum umsvifum ríkisins í Sýrlandi. Fyrsta skrefið verður að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov, og önnur skip, aftur til Rússlands. Hershöfðinginn Valery Gerasimov tilkynnti þetta í dag og sagði ákvörðunina hafa verið tekna af Vladimir Putin, forseta Rússlands, þann 29. desember. Rússar hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og stjórnarher hans í átökum í Sýrlandi í rúmt ár. Stjórnarherinn tók Aleppo úr höndum uppreisnarhópa í síðasta mánuði og vopnahlé sem runnið er undan rifjum Rússa og Tyrkja hefur nú verið í gildi í tæpa viku. Gerasimov tók þó ekki fram hve umfangsmikil fækkun herliðsins í Sýrlandi á að vera.Kuznetsov er eina flugmóðurskip Rússlands og kom það að ströndum Sýrlands um miðjan nóvembermánuð. Þetta er í fyrsta sinn sem að skipið hefur verið notað til bardagaaðgerða og tvær orrustuþotur af þeim fimmtán sem hafa verið á flugmóðurskipinu fórust í þeim aðgerðum.SU-33 þota brotlenti í miðjarðarhafið í desember á leið til Kuznetsov eftir loftárásir í Sýrlandi. Þá brotlenti MiG-29 í sjónum þegar flugmaður hennar reyndi að lenda á Kuznetsov. Skömmu eftir að flugmóðurskipið kom að ströndum Sýrlands bárust fregnir af því að flugvélar skipsins væru komnar í land og að þeim væri þess í stað flogið frá Humaymim herstöðinni í Latakia héraði. Því hefur verið haldið fram að ferðalag skipsins til Sýrlands hafi í raun verið auglýsingabrella.Kutznetsov var tekinn í notkun í desember 1985 og er því kominn til ára sinna. Í síðasta mánuði sagði TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, að aðgerðir flugmóðurskipsins í Sýrlandi myndu hjálpa til við þróun og smíði nýs flugmóðurskips.Varnarmálaráðuneyti Rússlands, birti þetta myndband af flugmóðurskipinu á miðvikudaginn.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47 Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Hermenn, flugvélar og loftvarnarkerfi hafa verið send til Sýrlands eftir að vopnahléinu lauk. 7. október 2016 18:39 Spánverjar hvattir til að neita rússneskum herskipum að taka eldsneyti Skipalestin er á leið til Sýrlands til að styðja við loftárásir Rússa, meðal annars í borginni Aleppo. 26. október 2016 08:26 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47
Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Hermenn, flugvélar og loftvarnarkerfi hafa verið send til Sýrlands eftir að vopnahléinu lauk. 7. október 2016 18:39
Spánverjar hvattir til að neita rússneskum herskipum að taka eldsneyti Skipalestin er á leið til Sýrlands til að styðja við loftárásir Rússa, meðal annars í borginni Aleppo. 26. október 2016 08:26