Erlent

Theresa May hyggst kynna Brexit stefnu á næstu vikum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að stefna hennar í Brexit verði kynnt fljótlega.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að stefna hennar í Brexit verði kynnt fljótlega. Vísir/AFP
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May hefur þvertekið fyrir að stefna ríkisstjórnar hennar varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sé óljós. Stefna ríkisstjórnar hennar í komandi útgönguviðræðum verður útlistuð á allra næstu vikum. May tjáði sig um útgöngu Breta og stefnu ríkisstjórnar sinnar í viðtali við Sky fréttastofuna.

May var þar að bregðast við gagnrýni Ivan Rogers, sem áður var sendiherra Breta gagnvart Evrópusambandinu en hann hætti störfum vegna þess sem hann kallaði,,óljósa stefnu’’ ríkisstjórnar landsins í Brexit. Hún þvertekur fyrir að sú sé raunin.

Að sögn May er markmið bresku ríkisstjórnarinnar að tryggja landinu ,,besta mögulega samninginn’’ við útgöngu úr sambandinu. Þá sagði hún að sú stefna sem lagt verður upp með til að ná því markmiði verði útlistuð á næstu vikum.

Búist er við að útgönguviðræður Breta og Evrópusambandsins hefjist í apríl en May hét því að grein númer 50 í Lissabon sáttmálanum sem kveður á um útgöngu úr Evrópusambandinu verði virkjuð af hálfu Breta í lok mars.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×