NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2017 12:49 Brock Osweiler fagnar en hann leiddi Houston Texans til sigurs. Vísir/Getty Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur „Wild card“ leikjunum Houston Texans vann þá 27-14 sigur á Oakland Raiders og Seattle Seahawks vann Detroit Lions 26-6.Brock Osweiler, leikstjórnandi Houston Texans, hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu eftir að hafa ekki náð að standa undir þeim risasamning sem hann fékk í sumar. Osweiler var meðal annars settur á bekkinn á dögunum en kom aftur inn fyrir þennan leik af því að varamaðurinn hans mátti ekki spila eftir að hafa fengið höfuðhögg. Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum með fínum leik í nótt þegar hann leiddi Houston Texans til sigurs. Í mikilvægri í sókn í fyrri hálfleik sýndi hann meira að segja frábær tilþrif. Osweiler skoraði snertimark sjálfur auk þess að gefa snertimarkssendingu. Hvort að hann geti spilað svona vel um næstu helgi á eftir að koma í ljós. Oakland Raiders missti tvo leikstjórnendur í meiðsli á síðustu tveimur vikum og þurfti því að tefla fram nýliðanum Connor Cook í þessari mikilvægu stöðu í nótt. Connor Cook varð þá fyrsti leikstjórnandinn sem byrjar sinn fyrsta leik í úrslitakeppni og að auki var hann að mæta bestu vörninni í NFL-deildinni. Það kom því ekkert á óvart að tímabil Oakland Raiders hafi endað í nótt. Það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hver verður mótherji Houston Texans í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.Seattle Seahawks liðið er því komið í undanúrslitin fimmta árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum. Detroit Lions liðið hefur aftur á móti tapað níu leikjum í röð í úrslitakeppninni sem er met en liðið hefur ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan árið 1991. Löng bið lengdist því enn frekar í nótt. Seattle Seahawks komst yfir í leiknum eftir ótrúleg tilþrif útherjans Paul Richardson sem greip þá boltann í vonlítilli stöðu í endamarkinu. Það var annars hlauparinn Thomas Rawls sem var besti maður Seattle-liðsins en hann setti nýtt félagsmet með því að hlaupa 161 jarda. Detroit Lions átti magnað tímabil en lenti í miklum vandræðum í lok tímabilsins þegar leikstjórnandinn meiddist á fingri. Hann spilaði í gegnum meiðslin en var ekki sami leikmaður. Detroit endaði tímabilið því á fjórum tapleikjum í röð. Seattle Seahawks mætir Atlanta Falcons í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en sá leikur fer fram á heimavelli Atlanta-liðsins. NFL Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Sjá meira
Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur „Wild card“ leikjunum Houston Texans vann þá 27-14 sigur á Oakland Raiders og Seattle Seahawks vann Detroit Lions 26-6.Brock Osweiler, leikstjórnandi Houston Texans, hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu eftir að hafa ekki náð að standa undir þeim risasamning sem hann fékk í sumar. Osweiler var meðal annars settur á bekkinn á dögunum en kom aftur inn fyrir þennan leik af því að varamaðurinn hans mátti ekki spila eftir að hafa fengið höfuðhögg. Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum með fínum leik í nótt þegar hann leiddi Houston Texans til sigurs. Í mikilvægri í sókn í fyrri hálfleik sýndi hann meira að segja frábær tilþrif. Osweiler skoraði snertimark sjálfur auk þess að gefa snertimarkssendingu. Hvort að hann geti spilað svona vel um næstu helgi á eftir að koma í ljós. Oakland Raiders missti tvo leikstjórnendur í meiðsli á síðustu tveimur vikum og þurfti því að tefla fram nýliðanum Connor Cook í þessari mikilvægu stöðu í nótt. Connor Cook varð þá fyrsti leikstjórnandinn sem byrjar sinn fyrsta leik í úrslitakeppni og að auki var hann að mæta bestu vörninni í NFL-deildinni. Það kom því ekkert á óvart að tímabil Oakland Raiders hafi endað í nótt. Það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hver verður mótherji Houston Texans í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.Seattle Seahawks liðið er því komið í undanúrslitin fimmta árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum. Detroit Lions liðið hefur aftur á móti tapað níu leikjum í röð í úrslitakeppninni sem er met en liðið hefur ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan árið 1991. Löng bið lengdist því enn frekar í nótt. Seattle Seahawks komst yfir í leiknum eftir ótrúleg tilþrif útherjans Paul Richardson sem greip þá boltann í vonlítilli stöðu í endamarkinu. Það var annars hlauparinn Thomas Rawls sem var besti maður Seattle-liðsins en hann setti nýtt félagsmet með því að hlaupa 161 jarda. Detroit Lions átti magnað tímabil en lenti í miklum vandræðum í lok tímabilsins þegar leikstjórnandinn meiddist á fingri. Hann spilaði í gegnum meiðslin en var ekki sami leikmaður. Detroit endaði tímabilið því á fjórum tapleikjum í röð. Seattle Seahawks mætir Atlanta Falcons í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en sá leikur fer fram á heimavelli Atlanta-liðsins.
NFL Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Sjá meira