Stjörnurnar táruðust þegar Meryl Streep hélt tilfinningaþrungna ræðu á Golden Globe Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2017 10:15 Söngleikjamyndin La La Land kom sá og sigraði á Golden Globes hátíðinni sem fram fór í nótt. Hún hlaut alls sjö verðlaun en engin önnur kvikmynd hefur unnið til eins margra verðlauna á hátíðinni. La La Land var tilnefnd til sjö verðlauna og hirti þau öll. Golden Globes verðlaunahátíðin er jafnan talin mælistika á velgengni kvikmynda á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer síðar á árinu. The Crown var valin besta dramasjónvarpsþáttaröðin og Atlanta var valin besti gamanþátturinn. Meryl Streep fékk heiðursverðlaun á hátíðinni en í ræðu sinni gagnrýndi hún nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Streep var raddlaus þegar hún hélt ræðuna og baðst hún afsökunar á því. „Hollywood er troðfull af útlendingum og utanaðkomandi og ef við rekum þá alla í burtu þá verður ekkert til að horfa á nema fótbolti og blönduð bardagalist,“ sagði Streep sem gagnrýndi Trump harkalega í ræðunni. Streep var í raun í erfileikum með að flytja ræðuna, tilfinningarnar voru miklar. Hún sagði að leikarar hafi sýnt ótrúlega frammistöðu á síðasta ári en ein frammistaðan hafi verið betri en önnur. „Það var ein frammistaða sem algjörlega greip mig heljartökum, ekki útaf því að hún var góð, heldur hún var raunveruleg og skilaði sínu. Þá sáum við fólk fólk hlægja og sína tennurnar. Það var þegar maðurinn sem sóttist eftir æðsta embætti Bandaríkjamanna gerði grín að fötluðum blaðamanni.“ Donald Trump varð fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann hæddist að fötlun blaðamanns á kosningafundi undir lok ársins 2015. Það gerði hann þegar hann var að verja ummæli sín um að hafa séð þúsundir múslima fagna því í New Jersey þegar flugvélum var flogið á tvíburaturnana í New York árið 2001. Lögregluþjónar og yfirvöld í New Jersey segja þetta ekki vera satt.„Þetta braut hjartað í mér og ég skil þetta í raun og veru ekki ennþá, því þetta var ekki í bíómynd. Þessi maður hefur í raun fengið leyfi til að niðurlægja og gera lítið úr fólki. Þegar svona valdamikill maður sýnir öðru fólki svona mikla vanvirðingu mun það bara hafa það í för með sér að fólk mun almennt sýna öðrum meiri vanvirðingu. Ofbeldi skapar einnig bara meira ofbeldi. Þegar þeir valdamiklu nota aðstöðu sína til að gera lítið úr öðrum töpum við öll.“ Streep sagði það mikilvægt að fjölmiðlar fengu frið og tækifæri til að sinna sínu hlutverk eins vel og mögulegt er. „Við sem leikarar þurfum að minna hvort annað á að það eru forréttindi að fá að vinna sem leikarar en við þurfum einnig að minna okkur alltaf á það að sýna samkennd með öðrum og deila þeim boðskapi.“At tonight's #GoldenGlobes we honor Hollywood legend Meryl Streep with the prestigious Cecil B. Demille Award. pic.twitter.com/dxpeCDNXY6— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 9, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Tengdar fréttir Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Stjörnurnar klæddust sínu fínasta pússi á rauða dreglinum í gær. 9. janúar 2017 08:30 La La Land fékk sjö verðlaun og sló met Enginn fengið fleiri verðlaun á einu bretti á Golden Globes hátíðinni en söngleikjamyndin La La Land. 9. janúar 2017 08:04 Golden Globes: Textavélin bilaði þegar Fallon flutti upphafsræðuna Jimmy Fallon var kynnir Golden Globe hátíðarinnar sem fram fór í nótt. 9. janúar 2017 08:20 Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Það voru ekki allir sem hittu í mark á dreglinum í gær. 9. janúar 2017 09:30 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Sjá meira
Söngleikjamyndin La La Land kom sá og sigraði á Golden Globes hátíðinni sem fram fór í nótt. Hún hlaut alls sjö verðlaun en engin önnur kvikmynd hefur unnið til eins margra verðlauna á hátíðinni. La La Land var tilnefnd til sjö verðlauna og hirti þau öll. Golden Globes verðlaunahátíðin er jafnan talin mælistika á velgengni kvikmynda á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer síðar á árinu. The Crown var valin besta dramasjónvarpsþáttaröðin og Atlanta var valin besti gamanþátturinn. Meryl Streep fékk heiðursverðlaun á hátíðinni en í ræðu sinni gagnrýndi hún nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Streep var raddlaus þegar hún hélt ræðuna og baðst hún afsökunar á því. „Hollywood er troðfull af útlendingum og utanaðkomandi og ef við rekum þá alla í burtu þá verður ekkert til að horfa á nema fótbolti og blönduð bardagalist,“ sagði Streep sem gagnrýndi Trump harkalega í ræðunni. Streep var í raun í erfileikum með að flytja ræðuna, tilfinningarnar voru miklar. Hún sagði að leikarar hafi sýnt ótrúlega frammistöðu á síðasta ári en ein frammistaðan hafi verið betri en önnur. „Það var ein frammistaða sem algjörlega greip mig heljartökum, ekki útaf því að hún var góð, heldur hún var raunveruleg og skilaði sínu. Þá sáum við fólk fólk hlægja og sína tennurnar. Það var þegar maðurinn sem sóttist eftir æðsta embætti Bandaríkjamanna gerði grín að fötluðum blaðamanni.“ Donald Trump varð fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann hæddist að fötlun blaðamanns á kosningafundi undir lok ársins 2015. Það gerði hann þegar hann var að verja ummæli sín um að hafa séð þúsundir múslima fagna því í New Jersey þegar flugvélum var flogið á tvíburaturnana í New York árið 2001. Lögregluþjónar og yfirvöld í New Jersey segja þetta ekki vera satt.„Þetta braut hjartað í mér og ég skil þetta í raun og veru ekki ennþá, því þetta var ekki í bíómynd. Þessi maður hefur í raun fengið leyfi til að niðurlægja og gera lítið úr fólki. Þegar svona valdamikill maður sýnir öðru fólki svona mikla vanvirðingu mun það bara hafa það í för með sér að fólk mun almennt sýna öðrum meiri vanvirðingu. Ofbeldi skapar einnig bara meira ofbeldi. Þegar þeir valdamiklu nota aðstöðu sína til að gera lítið úr öðrum töpum við öll.“ Streep sagði það mikilvægt að fjölmiðlar fengu frið og tækifæri til að sinna sínu hlutverk eins vel og mögulegt er. „Við sem leikarar þurfum að minna hvort annað á að það eru forréttindi að fá að vinna sem leikarar en við þurfum einnig að minna okkur alltaf á það að sýna samkennd með öðrum og deila þeim boðskapi.“At tonight's #GoldenGlobes we honor Hollywood legend Meryl Streep with the prestigious Cecil B. Demille Award. pic.twitter.com/dxpeCDNXY6— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 9, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Tengdar fréttir Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Stjörnurnar klæddust sínu fínasta pússi á rauða dreglinum í gær. 9. janúar 2017 08:30 La La Land fékk sjö verðlaun og sló met Enginn fengið fleiri verðlaun á einu bretti á Golden Globes hátíðinni en söngleikjamyndin La La Land. 9. janúar 2017 08:04 Golden Globes: Textavélin bilaði þegar Fallon flutti upphafsræðuna Jimmy Fallon var kynnir Golden Globe hátíðarinnar sem fram fór í nótt. 9. janúar 2017 08:20 Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Það voru ekki allir sem hittu í mark á dreglinum í gær. 9. janúar 2017 09:30 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Sjá meira
Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Stjörnurnar klæddust sínu fínasta pússi á rauða dreglinum í gær. 9. janúar 2017 08:30
La La Land fékk sjö verðlaun og sló met Enginn fengið fleiri verðlaun á einu bretti á Golden Globes hátíðinni en söngleikjamyndin La La Land. 9. janúar 2017 08:04
Golden Globes: Textavélin bilaði þegar Fallon flutti upphafsræðuna Jimmy Fallon var kynnir Golden Globe hátíðarinnar sem fram fór í nótt. 9. janúar 2017 08:20
Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Það voru ekki allir sem hittu í mark á dreglinum í gær. 9. janúar 2017 09:30