Starfsmenn á flugvellinum ómönsku höfuðborginni Muscat fundu dýrið í farangursgeymslu vélarinnar þegar verið var að koma farangri fyrir í vélinni.
Talsmaður flugfélagsins segir að snákurinn hafa fundist áður en fyrstu farþegarnir stigu um borð.
Umfangsmikil leit hófst þá að fleiri dýrum áður en farþegum var hleypt um borð. Nokkurra tíma seinkun varð á fluginu.
Í frétt BBC um málið segir að Emirates hafi ekki greint frá því hvort að snákurinn hafi verið hættulegur.
Þá segir að netverjar hafi ekki verið lengi að tengja uppákomuna við kvikmyndina Snakes on a Plane frá árinu 2006 með Samuel L. Jackson í aðalhlutverki.