Stefnir í nýtt Keiko-ævintýri Benedikt Bóas skrifar 20. desember 2016 06:30 Mjaldur í dýragarði. Merlin Entertainments á þrjá slíka en vilja koma þeim í náttúrulegra umhverfi. vísir/getty Fyrirtækið Merlin Entertainments undirbýr nú af krafti komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja frá dýragarði í eigu fyrirtækisins í Sjanghæ. Fyrirtækið sendi Matvælastofnun (MAST) formlegt erindi í apríl síðastliðnum þar sem var óskað eftir því að fá að flytja hvalina til landsins. Teikningar fylgdu með umsókninni. Samkvæmt upplýsingum frá MAST er ekki talið líklegt að dýrin beri með sér sjúkdóma eða annað álíka en vegna vegalengdarinnar frá Sjanghæ til Íslands bað það fyrirtækið að skila inn áhættumati samkvæmt náttúruverndarlögum og lögum um innflutning dýra. Það mat er nú á lokastigi og er ætlun fyrirtækisins að fylgja málinu eftir strax eftir hátíðirnar. Merlin Entertainments er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins árið 2015 var um 300 milljónir dollara eða 34 milljarðar króna. Alls vinna 25 þúsund manns hjá Merlin. Samkvæmt heimasíðu Merlin hefur fyrirtækið keypt nokkra sædýragarða í Asíu en mjaldrarnir hafa verið þrír saman í nokkur ár að leika alls konar listir á sýningum. Samkvæmt erlendum fréttum hefur Merlin leitað um víða veröld eftir heppilegum heimkynnum en ekki fundið. Keiko kom til Vestmannaeyja árið 1998 en hann er frægasti háhyrningur allra tíma. Hann drapst við strendur Noregs árið 2003.vísir/gvaFyrirtækið var í samskiptum við rússnesk yfirvöld því hvalirnir eru sagðir hafa fæðst í rússneskri lögsögu. Yfirvöld í Kreml höfðu engan áhuga á samstarfi og því er Ísland næst á dagskrá. Hér sé þekking og kunnátta eftir að hafa tekið við Keikó á sínum tíma. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Fyrirtækið hefur unnið náið með WDC-dýraverndarsamtökunum og í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér segir meðal annars að teymi dýralækna og sjávarlíffræðinga frá Merlin og WDC ásamt sjálfstæðum sérfræðingum um hvali og höfrunga hafi undanfarna mánuði reynt að finna heppileg heimkynni. Þar segir einnig að gríðarleg vinna hafi verið unnin því takmarkið sé að koma hvölunum í manngerðar kvíar úti í náttúrunni. Þar sé ætlunin að mjaldrarnir syndi til dauðadags án þess að þurfa að sýna alls kyns kúnstir fyrir mannfólkið. Hvalirnir verða einnig metnir af sjálfstæðum sérfræðingum um hvort sé hægt að sleppa þeim alfarið. Ef það er möguleiki mun fyrirtækið gera áætlun sem verður síðan framfylgt. Ekki tókst að ná í Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Fyrirtækið Merlin Entertainments undirbýr nú af krafti komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja frá dýragarði í eigu fyrirtækisins í Sjanghæ. Fyrirtækið sendi Matvælastofnun (MAST) formlegt erindi í apríl síðastliðnum þar sem var óskað eftir því að fá að flytja hvalina til landsins. Teikningar fylgdu með umsókninni. Samkvæmt upplýsingum frá MAST er ekki talið líklegt að dýrin beri með sér sjúkdóma eða annað álíka en vegna vegalengdarinnar frá Sjanghæ til Íslands bað það fyrirtækið að skila inn áhættumati samkvæmt náttúruverndarlögum og lögum um innflutning dýra. Það mat er nú á lokastigi og er ætlun fyrirtækisins að fylgja málinu eftir strax eftir hátíðirnar. Merlin Entertainments er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins árið 2015 var um 300 milljónir dollara eða 34 milljarðar króna. Alls vinna 25 þúsund manns hjá Merlin. Samkvæmt heimasíðu Merlin hefur fyrirtækið keypt nokkra sædýragarða í Asíu en mjaldrarnir hafa verið þrír saman í nokkur ár að leika alls konar listir á sýningum. Samkvæmt erlendum fréttum hefur Merlin leitað um víða veröld eftir heppilegum heimkynnum en ekki fundið. Keiko kom til Vestmannaeyja árið 1998 en hann er frægasti háhyrningur allra tíma. Hann drapst við strendur Noregs árið 2003.vísir/gvaFyrirtækið var í samskiptum við rússnesk yfirvöld því hvalirnir eru sagðir hafa fæðst í rússneskri lögsögu. Yfirvöld í Kreml höfðu engan áhuga á samstarfi og því er Ísland næst á dagskrá. Hér sé þekking og kunnátta eftir að hafa tekið við Keikó á sínum tíma. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Fyrirtækið hefur unnið náið með WDC-dýraverndarsamtökunum og í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér segir meðal annars að teymi dýralækna og sjávarlíffræðinga frá Merlin og WDC ásamt sjálfstæðum sérfræðingum um hvali og höfrunga hafi undanfarna mánuði reynt að finna heppileg heimkynni. Þar segir einnig að gríðarleg vinna hafi verið unnin því takmarkið sé að koma hvölunum í manngerðar kvíar úti í náttúrunni. Þar sé ætlunin að mjaldrarnir syndi til dauðadags án þess að þurfa að sýna alls kyns kúnstir fyrir mannfólkið. Hvalirnir verða einnig metnir af sjálfstæðum sérfræðingum um hvort sé hægt að sleppa þeim alfarið. Ef það er möguleiki mun fyrirtækið gera áætlun sem verður síðan framfylgt. Ekki tókst að ná í Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira