NBA: Russell Westbrook skoraði og skoraði en Thunder tapaði | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2016 07:30 Russell Westbrook var bæði nálægt þrennu og sigri í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en missti af báðum. Oklahoma City Thunder tapaði naumlega fyrir Atlanta Hawks þrátt fyrir 46 stig frá Westbrook. Það voru tveir aðrir leikmenn nálægt þrennu í nótt, Rajon Rondo hjá Chicago Bulls og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, en þeir fengu hinsvegar sigur að launum ólíkt Russell Westbrook.Paul Millsap skoraði sigurkörfuna í 110-108 sigri Atlanta Hawks á Oklahoma City Thunder. Steven Adams hélt hann hefði jafnað og tryggt Thunder framlengingu þegar hann tróð boltanum í körfuna eftir að hafa tekið sóknarfrákast af þriggja stiga skoti Russell Westbrook. Adams var örlítið of seinn því tíminn var runninn út. Russell Westbrook endaði leikinn með 46 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Hann tók 33 af 87 skotum síns liðs í leiknum. Það er samt eiginlega Andre Roberson að kenna að þrennan kom ekki í hús. Andre Roberson hitti aðeins úr 1 af 7 skotum eftir mögulegar stoðsendingar frá Westbrook í þessum leik. Roberson var alveg opinn í sex af þessum sjö skotum. Þýski bakvörðurinn Dennis Schroder var stigahæstur hjá Atlanta Hawks með 31 stig en hetjan Paul Millsap kom næstur með 30 stig. Atlanta liðið þurfti ekki á Dwight Howard að halda en hann gat ekki spilað vegna stirðleika í baki.Jimmy Butler skoraði 19 stig og Rajon Rondo gældi við þrennuna þegar Chicago Bulls vann 113-82 sigur á nágrönnum sínum í Detroit Pistons. Rondo endaði með 10 stig, 14 stoðsendingar og 8 fráköst. Chicago liðið endaði þarna þriggja leikja taphrinu. Taj Gibson hitti úr öllum átta skotum sínum og skoraði 16 stig, Robin Lopez var með 14 stig og þeir Dwyane Wade, Doug McDermott og Nikola Mirotic skoruðu allir 13 stig. Jon Leuer var stigahæstur í liði Detroit með 16 stig.Thaddeus Young tryggði Indiana Pacers 107-105 sigur á Washington Wizards þegar hann skoraði sigurkörfuna 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Paul George skoraði 27 stig fyrir Indiana og Jeff Teague var með 23 stig. Bradley Beal var með 22 stig fyrir Washington liðið og þeir Marcin Gortat (21 stig og 13 fráköst) og John Wall (19 stig, 10 stoðsendingar) voru báðir með tvennu.Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig og tók 15 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 115-108 heimasigur á Phoenix Suns. Andrew Wiggins bætti við 26 stigum og Zach LaVine skoraði 23 stig í þessum fyrsta heimasigri Minnesota Timberwolves síðan 17. nóvember. Eric Bledsoe var stigahæstur hjá Phoenix með 27 stig.Nikola Jokic var með 27 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 117-107 heimasigur á Dallas Mavericks. Gary Harris bætti við 24 stigum en Deron Williams var atkvæðamestur hjá Dallas með 23 stig og 8 stoðsendingar.Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Denver Nuggets - Dallas Mavericks 117-107 Chicago Bulls - Detroit Pistons 113-82 Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 115-108 Oklahoma City Thunder - Atlanta Hawks 108-110 Indiana Pacers - Washington Wizards 107-105 NBA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
Russell Westbrook var bæði nálægt þrennu og sigri í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en missti af báðum. Oklahoma City Thunder tapaði naumlega fyrir Atlanta Hawks þrátt fyrir 46 stig frá Westbrook. Það voru tveir aðrir leikmenn nálægt þrennu í nótt, Rajon Rondo hjá Chicago Bulls og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, en þeir fengu hinsvegar sigur að launum ólíkt Russell Westbrook.Paul Millsap skoraði sigurkörfuna í 110-108 sigri Atlanta Hawks á Oklahoma City Thunder. Steven Adams hélt hann hefði jafnað og tryggt Thunder framlengingu þegar hann tróð boltanum í körfuna eftir að hafa tekið sóknarfrákast af þriggja stiga skoti Russell Westbrook. Adams var örlítið of seinn því tíminn var runninn út. Russell Westbrook endaði leikinn með 46 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Hann tók 33 af 87 skotum síns liðs í leiknum. Það er samt eiginlega Andre Roberson að kenna að þrennan kom ekki í hús. Andre Roberson hitti aðeins úr 1 af 7 skotum eftir mögulegar stoðsendingar frá Westbrook í þessum leik. Roberson var alveg opinn í sex af þessum sjö skotum. Þýski bakvörðurinn Dennis Schroder var stigahæstur hjá Atlanta Hawks með 31 stig en hetjan Paul Millsap kom næstur með 30 stig. Atlanta liðið þurfti ekki á Dwight Howard að halda en hann gat ekki spilað vegna stirðleika í baki.Jimmy Butler skoraði 19 stig og Rajon Rondo gældi við þrennuna þegar Chicago Bulls vann 113-82 sigur á nágrönnum sínum í Detroit Pistons. Rondo endaði með 10 stig, 14 stoðsendingar og 8 fráköst. Chicago liðið endaði þarna þriggja leikja taphrinu. Taj Gibson hitti úr öllum átta skotum sínum og skoraði 16 stig, Robin Lopez var með 14 stig og þeir Dwyane Wade, Doug McDermott og Nikola Mirotic skoruðu allir 13 stig. Jon Leuer var stigahæstur í liði Detroit með 16 stig.Thaddeus Young tryggði Indiana Pacers 107-105 sigur á Washington Wizards þegar hann skoraði sigurkörfuna 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Paul George skoraði 27 stig fyrir Indiana og Jeff Teague var með 23 stig. Bradley Beal var með 22 stig fyrir Washington liðið og þeir Marcin Gortat (21 stig og 13 fráköst) og John Wall (19 stig, 10 stoðsendingar) voru báðir með tvennu.Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig og tók 15 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 115-108 heimasigur á Phoenix Suns. Andrew Wiggins bætti við 26 stigum og Zach LaVine skoraði 23 stig í þessum fyrsta heimasigri Minnesota Timberwolves síðan 17. nóvember. Eric Bledsoe var stigahæstur hjá Phoenix með 27 stig.Nikola Jokic var með 27 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 117-107 heimasigur á Dallas Mavericks. Gary Harris bætti við 24 stigum en Deron Williams var atkvæðamestur hjá Dallas með 23 stig og 8 stoðsendingar.Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Denver Nuggets - Dallas Mavericks 117-107 Chicago Bulls - Detroit Pistons 113-82 Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 115-108 Oklahoma City Thunder - Atlanta Hawks 108-110 Indiana Pacers - Washington Wizards 107-105
NBA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira