Áratugur frá stórflóðum: Aurskriður og flóð drápu skepnur Sveinn Arnarsson skrifar 20. desember 2016 13:00 Gríðarlegt tjón varð á húsum í Grænuhlíð og Hvítá hrifsaði með sér hross Tíu ár eru í dag síðan gríðarmikil úrkoma olli stórflóðum á Suðurlandi sem og að aurskriða féll á bæ í Eyjafirði þar sem ábúendur, með börn sín í fanginu, áttu fótum sínum fjör að launa við að flýja aur og leðju sem flæddi inn í hús þeirra. Á annan tug kálfa drápust í skriðunni sem féll á gripahúsin. Á einum fimm bæjum í Eyjafirði þurftu íbúar að yfirgefa hús vegna hættu á aurflóðum. „Hjón og barn þeirra sluppu ómeidd út úr íbúðarhúsi sínu að Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit í morgun, þegar aurskriða féll á íbúðarhúsið og gripahúsin. Fólk átti svo fótum sínum fjör að launa þegar önnur skriða féll um ellefuleytið í morgun. Talið er tíu til fimmtán kálfar hafi drepist í fyrri skriðunni,“ segir í hádegisfréttum Bylgjunnar þennan dag, 20. desember. Fyrri skriðan féll á bæinn um sjöleytið um morguninn. Um ellefuleytið féll önnur aurskriða og voru þá skoðunarmenn Vegagerðar og Veðurstofu, lögregla, ábúendur og fréttamenn í talsverðri hættu þegar leðjan kom niður hlíðina með miklum þunga. Efri stíflan í Djúpadalsvirkjun í Eyjafjarðarsveit, skammt frá Melgerðismelum, brast í úrhellinu daginn eftir og æddi flóðbylgja niður ána og yfir Eyjafjarðarveg vestri. Vegurinn fór í sundur við brúarendann norðanverðan með þeim afleiðingum að bíll steyptist í flóðið, á sem venjulega er ekki stór um sig. Þurftu björgunarsveitarmenn að bjarga manninum úr ánni. Við erfiðar aðstæður náði bílstjórinn einnig að halda á hundi sínum úr bílnum og yfir á bakkann.Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi í GrænuhlíðÞakklæti áratug síðarSamstaða bænda í Eyjafirði var ótrúleg þennan dag. Bændur á svæðinu söfnuðu sér saman og hjálpuðu til við að dæla aur úr íbúðar- og gripahúsum og stóðu þétt saman í þeim hremmingum sem fylgdu þennan dag og daginn eftir.Þórólfur Ómar Óskarsson, sonur fyrrum ábúenda í Grænuhlíð, hefur tekið við búinu af föður sínum og rekur þar myndarlegt kúabú ásamt eiginkonu sinni, Maríu Báru Jóhannsdóttur. Hann hugsar til dagsins með þakklæti. „Ég man eftir því þegar ég vaknaði við símtal frá föður mínum um að það hefði fallið aurskriða á bæinn en að allt væri í stakasta lagi með fjölskylduna, það er föður minn, móðu rog litla bróður. Mig grunaði ekki þá um morguninn hvert umfang þess verkefnis sem fór í hönd þann daginn og næstu daga,“ segir Þórólfur „Í dag er mér efst í huga mikið þakklæti til allra sem komu að björgunaraðgerðunum fyrir áratug síðan og þá aðila sem aðstoðuðu og hjálpuðu án þess að beðið væri um aðstoð, við að færa allt til fyrra horfs heima í Grænuhlíð,“ bætir Þórólfur við.Forsíðumynd Fréttablaðsins 21. desember 2006 sýnir grátt hross á Suðurlandi berjast gegn straumnum í átt að þurru landi Ljósmynd/Stefán Vatnsveður drápu hross á Suðurlandi Á Suðurlandi stóðu einnig viðbragðsaðilar í ströngu þennan dag við gríðarlega erfiðar aðstæður þar sem ár flæddu yfir bakka sína og ollu stórtjóni víða. Hvítá í Árnessýslu flæddi yfir brúna á Brúarhlöðum fyrir hádegi og veginum lokað þar. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sendi þá frá sér tilkynningu vegna flóðsins. Loka þurfti vegum bæði við Hvítá á Suðurlandi sem og við Hvítá í Borgarfirði vegna mikilla vatnavaxta. Bærinn Auðsholt varð innlyksa vegna stórflóðsins og hafist var handa við að koma tugum hrossa á þurrt. Hluti slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var því kallað á Selfoss ásamt björgunarsveitarmönnum vegna ótta við að Ölfusá myndi flæða yfir bakka sína og inn í hús á Selfossi. Um kvöldið flæddi svo vatn yfir flugvallarstæðið á Akureyri og innanlandsflugi fljótlega aflýst vegna veðurs. Björgunarsveitarmenn í Hrunamannahreppi og á Laugarvatni börðust við að bjarga yfir hundrað hestum sem komist höfðu í sjálfheldu vegna flóðanna í Hvítá og Stóru-Laxá. Félagar í björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum voru kallaðir út til þess að bjarga horssunum og komu kollegar þeirra úr björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni þeim til aðstoðar. Lauk björgunarstörfum sex klukkustundum síðar. Að minnsta kosti þrjú hross drukknuðu í vatnselgnum þennan dag. Eyjafjarðarvegur vestri fór í sundur við brúna yfir Djúpadalsá. Einn bíll fór ofan í ána á þessum stað en bjargaðist á þurrt ásamt hundi sínum.Sjálfboðaliðar unnu sleitulaust „Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur í dag, ég hef varla tölu á útköllunum,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, að kvöldi 20. desember. „Fólk úr björgunarsveitum um allt land vann sleitulaust að björgunarstörfum allan gærdag, bæði vegna flóða og veðurs. Svo var vinna við strandið í Hvalsnesfjöru náttúrulega í fullum gangi á sama tíma.“ Hún sagðist á þeim tíma mjög ánægð með viðbrögð björgunarsveitarmanna. Í Eyjafirði voru um sjötíu manns að vinna við björgunarstörf, bæði inni á Akureyri þar sem vatn flæddi inn í hús þegar Brunná ofan við Kjarnaskóg flæddi yfir bakka sína. Um eitt hundrað manns voru við vinnu í Hvalsnesfjöru þar sem skipið Wilson Muuga hafði strandað deginum áður. Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Tíu ár eru í dag síðan gríðarmikil úrkoma olli stórflóðum á Suðurlandi sem og að aurskriða féll á bæ í Eyjafirði þar sem ábúendur, með börn sín í fanginu, áttu fótum sínum fjör að launa við að flýja aur og leðju sem flæddi inn í hús þeirra. Á annan tug kálfa drápust í skriðunni sem féll á gripahúsin. Á einum fimm bæjum í Eyjafirði þurftu íbúar að yfirgefa hús vegna hættu á aurflóðum. „Hjón og barn þeirra sluppu ómeidd út úr íbúðarhúsi sínu að Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit í morgun, þegar aurskriða féll á íbúðarhúsið og gripahúsin. Fólk átti svo fótum sínum fjör að launa þegar önnur skriða féll um ellefuleytið í morgun. Talið er tíu til fimmtán kálfar hafi drepist í fyrri skriðunni,“ segir í hádegisfréttum Bylgjunnar þennan dag, 20. desember. Fyrri skriðan féll á bæinn um sjöleytið um morguninn. Um ellefuleytið féll önnur aurskriða og voru þá skoðunarmenn Vegagerðar og Veðurstofu, lögregla, ábúendur og fréttamenn í talsverðri hættu þegar leðjan kom niður hlíðina með miklum þunga. Efri stíflan í Djúpadalsvirkjun í Eyjafjarðarsveit, skammt frá Melgerðismelum, brast í úrhellinu daginn eftir og æddi flóðbylgja niður ána og yfir Eyjafjarðarveg vestri. Vegurinn fór í sundur við brúarendann norðanverðan með þeim afleiðingum að bíll steyptist í flóðið, á sem venjulega er ekki stór um sig. Þurftu björgunarsveitarmenn að bjarga manninum úr ánni. Við erfiðar aðstæður náði bílstjórinn einnig að halda á hundi sínum úr bílnum og yfir á bakkann.Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi í GrænuhlíðÞakklæti áratug síðarSamstaða bænda í Eyjafirði var ótrúleg þennan dag. Bændur á svæðinu söfnuðu sér saman og hjálpuðu til við að dæla aur úr íbúðar- og gripahúsum og stóðu þétt saman í þeim hremmingum sem fylgdu þennan dag og daginn eftir.Þórólfur Ómar Óskarsson, sonur fyrrum ábúenda í Grænuhlíð, hefur tekið við búinu af föður sínum og rekur þar myndarlegt kúabú ásamt eiginkonu sinni, Maríu Báru Jóhannsdóttur. Hann hugsar til dagsins með þakklæti. „Ég man eftir því þegar ég vaknaði við símtal frá föður mínum um að það hefði fallið aurskriða á bæinn en að allt væri í stakasta lagi með fjölskylduna, það er föður minn, móðu rog litla bróður. Mig grunaði ekki þá um morguninn hvert umfang þess verkefnis sem fór í hönd þann daginn og næstu daga,“ segir Þórólfur „Í dag er mér efst í huga mikið þakklæti til allra sem komu að björgunaraðgerðunum fyrir áratug síðan og þá aðila sem aðstoðuðu og hjálpuðu án þess að beðið væri um aðstoð, við að færa allt til fyrra horfs heima í Grænuhlíð,“ bætir Þórólfur við.Forsíðumynd Fréttablaðsins 21. desember 2006 sýnir grátt hross á Suðurlandi berjast gegn straumnum í átt að þurru landi Ljósmynd/Stefán Vatnsveður drápu hross á Suðurlandi Á Suðurlandi stóðu einnig viðbragðsaðilar í ströngu þennan dag við gríðarlega erfiðar aðstæður þar sem ár flæddu yfir bakka sína og ollu stórtjóni víða. Hvítá í Árnessýslu flæddi yfir brúna á Brúarhlöðum fyrir hádegi og veginum lokað þar. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sendi þá frá sér tilkynningu vegna flóðsins. Loka þurfti vegum bæði við Hvítá á Suðurlandi sem og við Hvítá í Borgarfirði vegna mikilla vatnavaxta. Bærinn Auðsholt varð innlyksa vegna stórflóðsins og hafist var handa við að koma tugum hrossa á þurrt. Hluti slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var því kallað á Selfoss ásamt björgunarsveitarmönnum vegna ótta við að Ölfusá myndi flæða yfir bakka sína og inn í hús á Selfossi. Um kvöldið flæddi svo vatn yfir flugvallarstæðið á Akureyri og innanlandsflugi fljótlega aflýst vegna veðurs. Björgunarsveitarmenn í Hrunamannahreppi og á Laugarvatni börðust við að bjarga yfir hundrað hestum sem komist höfðu í sjálfheldu vegna flóðanna í Hvítá og Stóru-Laxá. Félagar í björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum voru kallaðir út til þess að bjarga horssunum og komu kollegar þeirra úr björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni þeim til aðstoðar. Lauk björgunarstörfum sex klukkustundum síðar. Að minnsta kosti þrjú hross drukknuðu í vatnselgnum þennan dag. Eyjafjarðarvegur vestri fór í sundur við brúna yfir Djúpadalsá. Einn bíll fór ofan í ána á þessum stað en bjargaðist á þurrt ásamt hundi sínum.Sjálfboðaliðar unnu sleitulaust „Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur í dag, ég hef varla tölu á útköllunum,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, að kvöldi 20. desember. „Fólk úr björgunarsveitum um allt land vann sleitulaust að björgunarstörfum allan gærdag, bæði vegna flóða og veðurs. Svo var vinna við strandið í Hvalsnesfjöru náttúrulega í fullum gangi á sama tíma.“ Hún sagðist á þeim tíma mjög ánægð með viðbrögð björgunarsveitarmanna. Í Eyjafirði voru um sjötíu manns að vinna við björgunarstörf, bæði inni á Akureyri þar sem vatn flæddi inn í hús þegar Brunná ofan við Kjarnaskóg flæddi yfir bakka sína. Um eitt hundrað manns voru við vinnu í Hvalsnesfjöru þar sem skipið Wilson Muuga hafði strandað deginum áður.
Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira