Áratugur frá stórflóðum: Aurskriður og flóð drápu skepnur Sveinn Arnarsson skrifar 20. desember 2016 13:00 Gríðarlegt tjón varð á húsum í Grænuhlíð og Hvítá hrifsaði með sér hross Tíu ár eru í dag síðan gríðarmikil úrkoma olli stórflóðum á Suðurlandi sem og að aurskriða féll á bæ í Eyjafirði þar sem ábúendur, með börn sín í fanginu, áttu fótum sínum fjör að launa við að flýja aur og leðju sem flæddi inn í hús þeirra. Á annan tug kálfa drápust í skriðunni sem féll á gripahúsin. Á einum fimm bæjum í Eyjafirði þurftu íbúar að yfirgefa hús vegna hættu á aurflóðum. „Hjón og barn þeirra sluppu ómeidd út úr íbúðarhúsi sínu að Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit í morgun, þegar aurskriða féll á íbúðarhúsið og gripahúsin. Fólk átti svo fótum sínum fjör að launa þegar önnur skriða féll um ellefuleytið í morgun. Talið er tíu til fimmtán kálfar hafi drepist í fyrri skriðunni,“ segir í hádegisfréttum Bylgjunnar þennan dag, 20. desember. Fyrri skriðan féll á bæinn um sjöleytið um morguninn. Um ellefuleytið féll önnur aurskriða og voru þá skoðunarmenn Vegagerðar og Veðurstofu, lögregla, ábúendur og fréttamenn í talsverðri hættu þegar leðjan kom niður hlíðina með miklum þunga. Efri stíflan í Djúpadalsvirkjun í Eyjafjarðarsveit, skammt frá Melgerðismelum, brast í úrhellinu daginn eftir og æddi flóðbylgja niður ána og yfir Eyjafjarðarveg vestri. Vegurinn fór í sundur við brúarendann norðanverðan með þeim afleiðingum að bíll steyptist í flóðið, á sem venjulega er ekki stór um sig. Þurftu björgunarsveitarmenn að bjarga manninum úr ánni. Við erfiðar aðstæður náði bílstjórinn einnig að halda á hundi sínum úr bílnum og yfir á bakkann.Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi í GrænuhlíðÞakklæti áratug síðarSamstaða bænda í Eyjafirði var ótrúleg þennan dag. Bændur á svæðinu söfnuðu sér saman og hjálpuðu til við að dæla aur úr íbúðar- og gripahúsum og stóðu þétt saman í þeim hremmingum sem fylgdu þennan dag og daginn eftir.Þórólfur Ómar Óskarsson, sonur fyrrum ábúenda í Grænuhlíð, hefur tekið við búinu af föður sínum og rekur þar myndarlegt kúabú ásamt eiginkonu sinni, Maríu Báru Jóhannsdóttur. Hann hugsar til dagsins með þakklæti. „Ég man eftir því þegar ég vaknaði við símtal frá föður mínum um að það hefði fallið aurskriða á bæinn en að allt væri í stakasta lagi með fjölskylduna, það er föður minn, móðu rog litla bróður. Mig grunaði ekki þá um morguninn hvert umfang þess verkefnis sem fór í hönd þann daginn og næstu daga,“ segir Þórólfur „Í dag er mér efst í huga mikið þakklæti til allra sem komu að björgunaraðgerðunum fyrir áratug síðan og þá aðila sem aðstoðuðu og hjálpuðu án þess að beðið væri um aðstoð, við að færa allt til fyrra horfs heima í Grænuhlíð,“ bætir Þórólfur við.Forsíðumynd Fréttablaðsins 21. desember 2006 sýnir grátt hross á Suðurlandi berjast gegn straumnum í átt að þurru landi Ljósmynd/Stefán Vatnsveður drápu hross á Suðurlandi Á Suðurlandi stóðu einnig viðbragðsaðilar í ströngu þennan dag við gríðarlega erfiðar aðstæður þar sem ár flæddu yfir bakka sína og ollu stórtjóni víða. Hvítá í Árnessýslu flæddi yfir brúna á Brúarhlöðum fyrir hádegi og veginum lokað þar. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sendi þá frá sér tilkynningu vegna flóðsins. Loka þurfti vegum bæði við Hvítá á Suðurlandi sem og við Hvítá í Borgarfirði vegna mikilla vatnavaxta. Bærinn Auðsholt varð innlyksa vegna stórflóðsins og hafist var handa við að koma tugum hrossa á þurrt. Hluti slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var því kallað á Selfoss ásamt björgunarsveitarmönnum vegna ótta við að Ölfusá myndi flæða yfir bakka sína og inn í hús á Selfossi. Um kvöldið flæddi svo vatn yfir flugvallarstæðið á Akureyri og innanlandsflugi fljótlega aflýst vegna veðurs. Björgunarsveitarmenn í Hrunamannahreppi og á Laugarvatni börðust við að bjarga yfir hundrað hestum sem komist höfðu í sjálfheldu vegna flóðanna í Hvítá og Stóru-Laxá. Félagar í björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum voru kallaðir út til þess að bjarga horssunum og komu kollegar þeirra úr björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni þeim til aðstoðar. Lauk björgunarstörfum sex klukkustundum síðar. Að minnsta kosti þrjú hross drukknuðu í vatnselgnum þennan dag. Eyjafjarðarvegur vestri fór í sundur við brúna yfir Djúpadalsá. Einn bíll fór ofan í ána á þessum stað en bjargaðist á þurrt ásamt hundi sínum.Sjálfboðaliðar unnu sleitulaust „Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur í dag, ég hef varla tölu á útköllunum,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, að kvöldi 20. desember. „Fólk úr björgunarsveitum um allt land vann sleitulaust að björgunarstörfum allan gærdag, bæði vegna flóða og veðurs. Svo var vinna við strandið í Hvalsnesfjöru náttúrulega í fullum gangi á sama tíma.“ Hún sagðist á þeim tíma mjög ánægð með viðbrögð björgunarsveitarmanna. Í Eyjafirði voru um sjötíu manns að vinna við björgunarstörf, bæði inni á Akureyri þar sem vatn flæddi inn í hús þegar Brunná ofan við Kjarnaskóg flæddi yfir bakka sína. Um eitt hundrað manns voru við vinnu í Hvalsnesfjöru þar sem skipið Wilson Muuga hafði strandað deginum áður. Veður Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Tíu ár eru í dag síðan gríðarmikil úrkoma olli stórflóðum á Suðurlandi sem og að aurskriða féll á bæ í Eyjafirði þar sem ábúendur, með börn sín í fanginu, áttu fótum sínum fjör að launa við að flýja aur og leðju sem flæddi inn í hús þeirra. Á annan tug kálfa drápust í skriðunni sem féll á gripahúsin. Á einum fimm bæjum í Eyjafirði þurftu íbúar að yfirgefa hús vegna hættu á aurflóðum. „Hjón og barn þeirra sluppu ómeidd út úr íbúðarhúsi sínu að Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit í morgun, þegar aurskriða féll á íbúðarhúsið og gripahúsin. Fólk átti svo fótum sínum fjör að launa þegar önnur skriða féll um ellefuleytið í morgun. Talið er tíu til fimmtán kálfar hafi drepist í fyrri skriðunni,“ segir í hádegisfréttum Bylgjunnar þennan dag, 20. desember. Fyrri skriðan féll á bæinn um sjöleytið um morguninn. Um ellefuleytið féll önnur aurskriða og voru þá skoðunarmenn Vegagerðar og Veðurstofu, lögregla, ábúendur og fréttamenn í talsverðri hættu þegar leðjan kom niður hlíðina með miklum þunga. Efri stíflan í Djúpadalsvirkjun í Eyjafjarðarsveit, skammt frá Melgerðismelum, brast í úrhellinu daginn eftir og æddi flóðbylgja niður ána og yfir Eyjafjarðarveg vestri. Vegurinn fór í sundur við brúarendann norðanverðan með þeim afleiðingum að bíll steyptist í flóðið, á sem venjulega er ekki stór um sig. Þurftu björgunarsveitarmenn að bjarga manninum úr ánni. Við erfiðar aðstæður náði bílstjórinn einnig að halda á hundi sínum úr bílnum og yfir á bakkann.Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi í GrænuhlíðÞakklæti áratug síðarSamstaða bænda í Eyjafirði var ótrúleg þennan dag. Bændur á svæðinu söfnuðu sér saman og hjálpuðu til við að dæla aur úr íbúðar- og gripahúsum og stóðu þétt saman í þeim hremmingum sem fylgdu þennan dag og daginn eftir.Þórólfur Ómar Óskarsson, sonur fyrrum ábúenda í Grænuhlíð, hefur tekið við búinu af föður sínum og rekur þar myndarlegt kúabú ásamt eiginkonu sinni, Maríu Báru Jóhannsdóttur. Hann hugsar til dagsins með þakklæti. „Ég man eftir því þegar ég vaknaði við símtal frá föður mínum um að það hefði fallið aurskriða á bæinn en að allt væri í stakasta lagi með fjölskylduna, það er föður minn, móðu rog litla bróður. Mig grunaði ekki þá um morguninn hvert umfang þess verkefnis sem fór í hönd þann daginn og næstu daga,“ segir Þórólfur „Í dag er mér efst í huga mikið þakklæti til allra sem komu að björgunaraðgerðunum fyrir áratug síðan og þá aðila sem aðstoðuðu og hjálpuðu án þess að beðið væri um aðstoð, við að færa allt til fyrra horfs heima í Grænuhlíð,“ bætir Þórólfur við.Forsíðumynd Fréttablaðsins 21. desember 2006 sýnir grátt hross á Suðurlandi berjast gegn straumnum í átt að þurru landi Ljósmynd/Stefán Vatnsveður drápu hross á Suðurlandi Á Suðurlandi stóðu einnig viðbragðsaðilar í ströngu þennan dag við gríðarlega erfiðar aðstæður þar sem ár flæddu yfir bakka sína og ollu stórtjóni víða. Hvítá í Árnessýslu flæddi yfir brúna á Brúarhlöðum fyrir hádegi og veginum lokað þar. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sendi þá frá sér tilkynningu vegna flóðsins. Loka þurfti vegum bæði við Hvítá á Suðurlandi sem og við Hvítá í Borgarfirði vegna mikilla vatnavaxta. Bærinn Auðsholt varð innlyksa vegna stórflóðsins og hafist var handa við að koma tugum hrossa á þurrt. Hluti slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var því kallað á Selfoss ásamt björgunarsveitarmönnum vegna ótta við að Ölfusá myndi flæða yfir bakka sína og inn í hús á Selfossi. Um kvöldið flæddi svo vatn yfir flugvallarstæðið á Akureyri og innanlandsflugi fljótlega aflýst vegna veðurs. Björgunarsveitarmenn í Hrunamannahreppi og á Laugarvatni börðust við að bjarga yfir hundrað hestum sem komist höfðu í sjálfheldu vegna flóðanna í Hvítá og Stóru-Laxá. Félagar í björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum voru kallaðir út til þess að bjarga horssunum og komu kollegar þeirra úr björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni þeim til aðstoðar. Lauk björgunarstörfum sex klukkustundum síðar. Að minnsta kosti þrjú hross drukknuðu í vatnselgnum þennan dag. Eyjafjarðarvegur vestri fór í sundur við brúna yfir Djúpadalsá. Einn bíll fór ofan í ána á þessum stað en bjargaðist á þurrt ásamt hundi sínum.Sjálfboðaliðar unnu sleitulaust „Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur í dag, ég hef varla tölu á útköllunum,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, að kvöldi 20. desember. „Fólk úr björgunarsveitum um allt land vann sleitulaust að björgunarstörfum allan gærdag, bæði vegna flóða og veðurs. Svo var vinna við strandið í Hvalsnesfjöru náttúrulega í fullum gangi á sama tíma.“ Hún sagðist á þeim tíma mjög ánægð með viðbrögð björgunarsveitarmanna. Í Eyjafirði voru um sjötíu manns að vinna við björgunarstörf, bæði inni á Akureyri þar sem vatn flæddi inn í hús þegar Brunná ofan við Kjarnaskóg flæddi yfir bakka sína. Um eitt hundrað manns voru við vinnu í Hvalsnesfjöru þar sem skipið Wilson Muuga hafði strandað deginum áður.
Veður Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira