Stál í stál í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðarmanna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. desember 2016 18:30 Skipin liggja nú bundin við bryggju. MYND/Vilhelm Allt stefnir í að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ár. Stál í stál er í kjaraviðræðum þeirra og útgerðarmanna og samninganefndir munu ekki funda aftur fyrr en eftir áramótin. Fiskvinnsla hefur þegar stöðvast víða um land. Vika er nú síðan að verkfall sjómanna hófst á ný og þrjú þúsund og fimm hundruð sjómenn lögðu niður störf. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna funduðu í dag í fyrsta sinn frá því sjómenn felldu kjarasamninga. Fundurinn stóð aðeins í hálftíma. „Mér sýnist það bera mikið á milli og það er nú eiginlega stál í stál með þetta allt saman núna,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. „Ég held að við getum í það minnsta verið sammála um það að staðan er erfið og alvarleg,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. „Ég held að við kælum okkur yfir jólin og njótum þeirra með okkar fjölskyldum og svo hittumst við á nýjum ári,“ segir Valmundur. Hann á von á að sjómenn verði verkfalli fram á næsta ár. Verkfall sjómanna hefur þegar haft töluverð áhrif á útgerðarfyrirtækin og stór hluti fiskvinnslu hefur stöðvast. „Við ætluðum að vera í vinnslu núna þessa þrjá daga sem eru að líða af þessari viku á Akranesi. Þannig að þar dettur sú vinnsla niður,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda. Vilhjálmur segir að þetta sé sá tími þegar starfsfólk í fiskvinnslustöðvum sé að jafnaði að fara í jólafrí. Það mæti svo aftur til vinnu 2. janúar. Ef sjómenn verða ekki farnir aftur til veiða þá þá verði ekkert hráefni til að vinna úr. Hann segir að fyrirtækið selji fiskafurðir fyrir um hundrað milljónir króna á dag alla virka daga ársins. Verkfallið hafi því mikil áhrif ef það dregst á langinn. Verkfall sjómanna Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Allt stefnir í að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ár. Stál í stál er í kjaraviðræðum þeirra og útgerðarmanna og samninganefndir munu ekki funda aftur fyrr en eftir áramótin. Fiskvinnsla hefur þegar stöðvast víða um land. Vika er nú síðan að verkfall sjómanna hófst á ný og þrjú þúsund og fimm hundruð sjómenn lögðu niður störf. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna funduðu í dag í fyrsta sinn frá því sjómenn felldu kjarasamninga. Fundurinn stóð aðeins í hálftíma. „Mér sýnist það bera mikið á milli og það er nú eiginlega stál í stál með þetta allt saman núna,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. „Ég held að við getum í það minnsta verið sammála um það að staðan er erfið og alvarleg,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. „Ég held að við kælum okkur yfir jólin og njótum þeirra með okkar fjölskyldum og svo hittumst við á nýjum ári,“ segir Valmundur. Hann á von á að sjómenn verði verkfalli fram á næsta ár. Verkfall sjómanna hefur þegar haft töluverð áhrif á útgerðarfyrirtækin og stór hluti fiskvinnslu hefur stöðvast. „Við ætluðum að vera í vinnslu núna þessa þrjá daga sem eru að líða af þessari viku á Akranesi. Þannig að þar dettur sú vinnsla niður,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda. Vilhjálmur segir að þetta sé sá tími þegar starfsfólk í fiskvinnslustöðvum sé að jafnaði að fara í jólafrí. Það mæti svo aftur til vinnu 2. janúar. Ef sjómenn verða ekki farnir aftur til veiða þá þá verði ekkert hráefni til að vinna úr. Hann segir að fyrirtækið selji fiskafurðir fyrir um hundrað milljónir króna á dag alla virka daga ársins. Verkfallið hafi því mikil áhrif ef það dregst á langinn.
Verkfall sjómanna Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent