Sálfræðingur telur PISA-prófið gallað vegna hugtakaruglings Sveinn Arnarsson skrifar 21. desember 2016 07:00 PISA-prófið þreyta grunnskólabörn og eru niðurstöður notaðar til að greina menntakerfi OECD-landanna. vísir/stefán Vafi leikur á að þýðingar á PISA-prófinu séu það góðar að hægt sé að bera niðurstöður íslenskra skólabarna saman við skólabörn annars staðar innan OECD-landa. Þetta er mat Ásdísar Bergþórsdóttur sálfræðings á þýðingum PISA-prófsins út frá þýðingarramma OECD um það hvernig prófið eigi að vera uppsett. „Við getum ekki fullyrt um hvaða afleiðingar það hefur, við vitum ekki hvort þetta er búið að vera svona lengi. Ég skoðaði prófið ekki orð fyrir orð enda tæki það mun lengri tíma,“ segir Ásdís. „Hins vegar get ég sagt að setningabyggingin er að einhverju leyti flóknari hér en annars staðar og að einhverju leyti verður ruglingur þar sem hugtökum er ekki haldið aðskildum á íslensku en það er gert í enska textanum. Þýðingarrammi PISA kveður á um að þýðendur skuli halda texta á sama erfiðleikastigi en það er ekki gert að öllu leyti nú.“ Að mati Ásdísar þarf að kafa betur ofan í það hvaða áhrif þetta gæti haft. Tveir einstaklingar eru fengnir til að þýða textann og sá þriðji ráðinn til að samhæfa þýðingarnar. Að því loknu er fjórði aðilinn fenginn frá PISA til að skoða hvort þýðingin falli að markmiðum PISA. „Þetta er eitthvað sem eftirlitsaðili PISA verður að taka afstöðu til. Það eru þeir sem bera ábyrgð á prófinu að lokum,“ segir Ásdís. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sem stýrði PISA-próftökunni hér á landi, segist fagna því að þýðingin sé skoðuð ofan í kjölinn. „Við höfum líka velt fyrir okkur að senda þetta til OECD og láta þá fara gaumgæfilega yfir þetta. Ég hef skoðað álit Ásdísar og ég sé ekki í fljótu bragði neitt sem dregur úr réttmæti prófsins,“ segir Arnór. Arnór telur útkomu PISA-prófsins nægilega réttmæta til þess að bera hana saman við aðrar þjóðir. „Til að mynda höfum við aðrar rannsóknir hér á landi sem við berum ábyrgð á sem eru að sýna sömu þróunina. Sú vissa skýtur stoðum undir réttmæti PISA-prófsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu PISA-könnun Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Vilja bæta stöðu nemenda í PISA "Niðurstöðurnar úr PISA eru sláandi og mikið áhyggjuefni,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks á borgarstjórnarfundi í gær. 21. desember 2016 07:45 Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutan Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Vafi leikur á að þýðingar á PISA-prófinu séu það góðar að hægt sé að bera niðurstöður íslenskra skólabarna saman við skólabörn annars staðar innan OECD-landa. Þetta er mat Ásdísar Bergþórsdóttur sálfræðings á þýðingum PISA-prófsins út frá þýðingarramma OECD um það hvernig prófið eigi að vera uppsett. „Við getum ekki fullyrt um hvaða afleiðingar það hefur, við vitum ekki hvort þetta er búið að vera svona lengi. Ég skoðaði prófið ekki orð fyrir orð enda tæki það mun lengri tíma,“ segir Ásdís. „Hins vegar get ég sagt að setningabyggingin er að einhverju leyti flóknari hér en annars staðar og að einhverju leyti verður ruglingur þar sem hugtökum er ekki haldið aðskildum á íslensku en það er gert í enska textanum. Þýðingarrammi PISA kveður á um að þýðendur skuli halda texta á sama erfiðleikastigi en það er ekki gert að öllu leyti nú.“ Að mati Ásdísar þarf að kafa betur ofan í það hvaða áhrif þetta gæti haft. Tveir einstaklingar eru fengnir til að þýða textann og sá þriðji ráðinn til að samhæfa þýðingarnar. Að því loknu er fjórði aðilinn fenginn frá PISA til að skoða hvort þýðingin falli að markmiðum PISA. „Þetta er eitthvað sem eftirlitsaðili PISA verður að taka afstöðu til. Það eru þeir sem bera ábyrgð á prófinu að lokum,“ segir Ásdís. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sem stýrði PISA-próftökunni hér á landi, segist fagna því að þýðingin sé skoðuð ofan í kjölinn. „Við höfum líka velt fyrir okkur að senda þetta til OECD og láta þá fara gaumgæfilega yfir þetta. Ég hef skoðað álit Ásdísar og ég sé ekki í fljótu bragði neitt sem dregur úr réttmæti prófsins,“ segir Arnór. Arnór telur útkomu PISA-prófsins nægilega réttmæta til þess að bera hana saman við aðrar þjóðir. „Til að mynda höfum við aðrar rannsóknir hér á landi sem við berum ábyrgð á sem eru að sýna sömu þróunina. Sú vissa skýtur stoðum undir réttmæti PISA-prófsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu PISA-könnun Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Vilja bæta stöðu nemenda í PISA "Niðurstöðurnar úr PISA eru sláandi og mikið áhyggjuefni,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks á borgarstjórnarfundi í gær. 21. desember 2016 07:45 Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutan Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30
Vilja bæta stöðu nemenda í PISA "Niðurstöðurnar úr PISA eru sláandi og mikið áhyggjuefni,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks á borgarstjórnarfundi í gær. 21. desember 2016 07:45
Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52
PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00