Phelps kvaddi með myndatöku af sér með öll Ólympíuverðlaunin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2016 11:00 Michael Phelps. Vísir/Getty Það er ekki létt verk að halda á öllum Ólympíuverðlaunum hans Michael Phelps í einu og það fékk kappinn að kynnast sjálfur í myndatöku á vegum Sports Illustrated. Michael Phelps tilkynnti það í forsíðuviðtali við Sports Illustrated að hann væri hættur en sögulegum sundferli hans lauk þar með á Ólympíuleikunum í Ríó. Michael Phelps vann sex verðlaun þar af fimm gull (og eitt silfur) á Ólympíuleikunum í Ríó og bætti þar með enn frekar við metið sitt. Phelps endar ferilinn með 28 verðlaun á Ólympíuleikunum sem er met alveg eins og að hann á metið yfir flest gullverðlaun (23), flest gull í einstaklingsgreinum (13) og flest verðlaun í einstaklingsgreinum (16). Næst á eftir honum á listann yfir flest heildarverðlaun er sovéska fimleikakonan Larisa Latynina sem vann samtals átján verðlaun og níu gull. Þetta er reyndar í annað skiptið sem Michael Phelps tilkynnir að hann sé hættur. Hann hætti einnig eftir Ólympíuleikana í London en ákvað að snúa aftur fyrir leikana í Ríó. Með því sá hann nánast til þess að enginn mun komast nálægt því að bæta metin hans í næstu framtíð. Hér fyrir neðan má sjá myndir af honum frá umræddri myndatöku Sports Illustrated þar sem Michael Phelps mætti með öll verðlaun sín frá Ólympíuleikunum í Aþenu 2004, Ólympíuleikunum í Peking 2008, Ólympíuleikunum í London 2012 og Ólympíuleikunum í Ríó 2016.Það er hægt að lesa kveðjuviðtal Michael Phelps hér.G.O.A.T.(via @SInow) pic.twitter.com/7uqSWAWrvQ— NBC Olympics (@NBCOlympics) December 20, 2016 ???????????????????? ??MICHAEL PHELPS?? ???????????? ??????????@SInow celebrates the GOAT https://t.co/cGkIckw0kj pic.twitter.com/VXVnVL7uM1— 120 Sports (@120Sports) December 20, 2016 Outtakes from @MichaelPhelps's @SInow cover shoot: https://t.co/0OMtuvNYE3 pic.twitter.com/vr6wcaSrmj— SI Olympics (@si_olympics) December 20, 2016 After cementing his legacy as the greatest Olympian ever, @MichaelPhelps tells @SITimLayden why he's retiring now https://t.co/CdIk0pefzL pic.twitter.com/Ey6PHGohGP— SI Olympics (@si_olympics) December 20, 2016 Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Það er ekki létt verk að halda á öllum Ólympíuverðlaunum hans Michael Phelps í einu og það fékk kappinn að kynnast sjálfur í myndatöku á vegum Sports Illustrated. Michael Phelps tilkynnti það í forsíðuviðtali við Sports Illustrated að hann væri hættur en sögulegum sundferli hans lauk þar með á Ólympíuleikunum í Ríó. Michael Phelps vann sex verðlaun þar af fimm gull (og eitt silfur) á Ólympíuleikunum í Ríó og bætti þar með enn frekar við metið sitt. Phelps endar ferilinn með 28 verðlaun á Ólympíuleikunum sem er met alveg eins og að hann á metið yfir flest gullverðlaun (23), flest gull í einstaklingsgreinum (13) og flest verðlaun í einstaklingsgreinum (16). Næst á eftir honum á listann yfir flest heildarverðlaun er sovéska fimleikakonan Larisa Latynina sem vann samtals átján verðlaun og níu gull. Þetta er reyndar í annað skiptið sem Michael Phelps tilkynnir að hann sé hættur. Hann hætti einnig eftir Ólympíuleikana í London en ákvað að snúa aftur fyrir leikana í Ríó. Með því sá hann nánast til þess að enginn mun komast nálægt því að bæta metin hans í næstu framtíð. Hér fyrir neðan má sjá myndir af honum frá umræddri myndatöku Sports Illustrated þar sem Michael Phelps mætti með öll verðlaun sín frá Ólympíuleikunum í Aþenu 2004, Ólympíuleikunum í Peking 2008, Ólympíuleikunum í London 2012 og Ólympíuleikunum í Ríó 2016.Það er hægt að lesa kveðjuviðtal Michael Phelps hér.G.O.A.T.(via @SInow) pic.twitter.com/7uqSWAWrvQ— NBC Olympics (@NBCOlympics) December 20, 2016 ???????????????????? ??MICHAEL PHELPS?? ???????????? ??????????@SInow celebrates the GOAT https://t.co/cGkIckw0kj pic.twitter.com/VXVnVL7uM1— 120 Sports (@120Sports) December 20, 2016 Outtakes from @MichaelPhelps's @SInow cover shoot: https://t.co/0OMtuvNYE3 pic.twitter.com/vr6wcaSrmj— SI Olympics (@si_olympics) December 20, 2016 After cementing his legacy as the greatest Olympian ever, @MichaelPhelps tells @SITimLayden why he's retiring now https://t.co/CdIk0pefzL pic.twitter.com/Ey6PHGohGP— SI Olympics (@si_olympics) December 20, 2016
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira