Foreldrar biðu í röð á Korputorgi eftir vinsælustu gjöfinni sem nú er ófáanleg Snærós Sindradóttir skrifar 22. desember 2016 07:00 Örvar Birkir Eiríksson verslunarstjóri Toys'R'us á Korputorgi. Foreldrar hafa beðið fyrir utan verslunina í von um að geta glatt börn sín á aðfangadag. vísir/ernir Vinsælasta leikfang þessara jóla er uppselt fyrir löngu og borin von að verða sér úti um það fyrir aðfangadag. Í byrjun mánaðarins stóðu foreldrar í röð fyrir utan leikfangaverslanir Toys‘R’us eftir að hreppa alls 250 eintök sem bárust þá til landsins. Síðasta sendingin fyrir jól seldist upp á klukkustund. „Á hverju ári er eitthvert leikfang vinsælasta leikfangið. Í ár var það Hatchimals. Við seldum miklu minna en við hefðum getað selt. Framleiðandinn hafði einfaldlega ekki undan og leikfangið er uppselt um allan heim,“ segir Örvar Birkir Eiríksson, verslunarstjóri Toys‘R’us á Korputorgi. Hann segir leikfangið höfða bæði til stráka og stelpna. Engar sölutölur eru til um fjölda eintaka sem seld voru hér á landi en ljóst er að að minnsta kosti mörg hundruð ef ekki þúsundir leikfanga voru seldar fyrir þessi jól. Hvert Hatchimal-leikfang kostaði tæpar tólf þúsund krónur. „Fólk hefur verið að kaupa leikfangið á netinu en mér skilst að verðið sé orðið ansi hátt. Við erum að fá símtöl frá hinum og þessum löndum og fyrirspurnir í tölvupóstum um hvort við eigum fleiri. Menn eru að leita að þessu þvert á landamæri. Þetta er ekki bara einhver íslensk sérviska heldur leikfang sem hitti í mark víða um heim,“ segir Örvar. Sé Hatchimals skráð inn í leitarglugga Facebook sést að mörg þúsund manns eru skráð í sölu- og skiptihópa fyrir leikfangið. Erlendir fjölmiðlar hafa margir hverjir fjallað um æðið sem gripið hefur um sig og jafnan greint frá því ef ný sending er að berast í verslanir svo foreldrar geti verið tilbúnir í röð fyrir utan með peningaveskin. „Við vissum að þetta yrði vinsælt. Fyrir rúmri viku fengum við svo að vita að það kæmi ekkert fyrir jól. Flestir áhugasamir eru núna búnir að frétta af því en það kemur einhver fjöldi fyrirspurna á hverjum degi frá fólki.“ Toys‘R’us á Íslandi fékk tækifæri til að gefa fjögur leikföng sem ætluð voru sem sýniseintök. Dregið verður úr leiknum í dag en tæplega tvö þúsund manns hafa skrifað athugasemd við færslu verslunarinnar á Facebook í þeirri veiku von að hreppa hnossið. Hatchimals nýtur mikilla vinsælda.Gagnvirki bangsinn HatchimalLeikfangið sem á hug og hjarta barna um allan heim var fyrst opinberað þann 7. október síðastliðinn með umfangsmikilli auglýsingaherferð. Leikfangið var markaðssett fyrir stúlkur á aldrinum sex til átta ára en hefur náð víðfeðmum vinsældum hjá strákum líka og eldri aldurshópum. Leikfangið kemur í raun sem egg sem hjálpa þarf að klekjast út. Ætlast er til þess að egginu sé klappað og sýnd athygli þar til úr því klekst lítill ungi. Eggið sýnir viðbrögð við atlætinu og augu þess lýsa. Mjúkdýrið heldur svo áfram að vera gagnvirkt eftir að það er komið úr egginu og þroskast og breytir um persónueinkenni eftir því sem því er sýnd meiri athygli. „Það má segja að þetta sé svona leikfang sem fæðist,“ segir Örvar Birkir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Vinsælasta leikfang þessara jóla er uppselt fyrir löngu og borin von að verða sér úti um það fyrir aðfangadag. Í byrjun mánaðarins stóðu foreldrar í röð fyrir utan leikfangaverslanir Toys‘R’us eftir að hreppa alls 250 eintök sem bárust þá til landsins. Síðasta sendingin fyrir jól seldist upp á klukkustund. „Á hverju ári er eitthvert leikfang vinsælasta leikfangið. Í ár var það Hatchimals. Við seldum miklu minna en við hefðum getað selt. Framleiðandinn hafði einfaldlega ekki undan og leikfangið er uppselt um allan heim,“ segir Örvar Birkir Eiríksson, verslunarstjóri Toys‘R’us á Korputorgi. Hann segir leikfangið höfða bæði til stráka og stelpna. Engar sölutölur eru til um fjölda eintaka sem seld voru hér á landi en ljóst er að að minnsta kosti mörg hundruð ef ekki þúsundir leikfanga voru seldar fyrir þessi jól. Hvert Hatchimal-leikfang kostaði tæpar tólf þúsund krónur. „Fólk hefur verið að kaupa leikfangið á netinu en mér skilst að verðið sé orðið ansi hátt. Við erum að fá símtöl frá hinum og þessum löndum og fyrirspurnir í tölvupóstum um hvort við eigum fleiri. Menn eru að leita að þessu þvert á landamæri. Þetta er ekki bara einhver íslensk sérviska heldur leikfang sem hitti í mark víða um heim,“ segir Örvar. Sé Hatchimals skráð inn í leitarglugga Facebook sést að mörg þúsund manns eru skráð í sölu- og skiptihópa fyrir leikfangið. Erlendir fjölmiðlar hafa margir hverjir fjallað um æðið sem gripið hefur um sig og jafnan greint frá því ef ný sending er að berast í verslanir svo foreldrar geti verið tilbúnir í röð fyrir utan með peningaveskin. „Við vissum að þetta yrði vinsælt. Fyrir rúmri viku fengum við svo að vita að það kæmi ekkert fyrir jól. Flestir áhugasamir eru núna búnir að frétta af því en það kemur einhver fjöldi fyrirspurna á hverjum degi frá fólki.“ Toys‘R’us á Íslandi fékk tækifæri til að gefa fjögur leikföng sem ætluð voru sem sýniseintök. Dregið verður úr leiknum í dag en tæplega tvö þúsund manns hafa skrifað athugasemd við færslu verslunarinnar á Facebook í þeirri veiku von að hreppa hnossið. Hatchimals nýtur mikilla vinsælda.Gagnvirki bangsinn HatchimalLeikfangið sem á hug og hjarta barna um allan heim var fyrst opinberað þann 7. október síðastliðinn með umfangsmikilli auglýsingaherferð. Leikfangið var markaðssett fyrir stúlkur á aldrinum sex til átta ára en hefur náð víðfeðmum vinsældum hjá strákum líka og eldri aldurshópum. Leikfangið kemur í raun sem egg sem hjálpa þarf að klekjast út. Ætlast er til þess að egginu sé klappað og sýnd athygli þar til úr því klekst lítill ungi. Eggið sýnir viðbrögð við atlætinu og augu þess lýsa. Mjúkdýrið heldur svo áfram að vera gagnvirkt eftir að það er komið úr egginu og þroskast og breytir um persónueinkenni eftir því sem því er sýnd meiri athygli. „Það má segja að þetta sé svona leikfang sem fæðist,“ segir Örvar Birkir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira