Er þetta satt eða logið hjá Aroni, Ágústu Evu eða Audda? Stefán Árni Pálsson skrifar 26. desember 2016 14:30 Þessi þættir verða svakalegir. „Það er kannski ekki erfitt að ljúga, en erfitt að gera það sannfærandi og skemmtilega á sama tíma. Það skemmtilegasta við þáttinn er að fá eitthvað bull og þurfa að byrja að spinna á staðnum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal sem er einn af stjórnendum nýs skemmtiþáttar sem fer af stað á Stöð2 8. janúar og ber þátturinn nafnið Satt eða logið. Þátturinn er af breskri fyrirmynd en sumir kannast kannski við þáttinn Would I Lie To You. Logi Bergmann Eiðsson verður þáttastjórnandi og Auðunn Blöndal og Katla Margrét Þorgeirsdóttir verða liðstjórar. Fyrirkomulagið verður á þá leið að fjórir gestir verða í hverjum þætti, tveir í hvoru liði. Eins og áður segir verða Auddi og Katla liðsstjórar en þátturinn snýst um að segja sögur af sér og hitt liðið á að reyna að geta hvort sagan sé sönn eða lygi.En stóð einhver gestur sérstaklega uppúr við tökur á þáttunum? „Erfitt að segja að það hafi einhver gestur staðið uppúr, fóru eiginlega allir á kostum. Jú, kannski ef ég yrði að velja einn að þá man ég að ég táraðist úr hlátri af sögum hans Dóra Gylfa.“Hver er uppáhalds sagan þín? „Uppáhaldssagan mín er sennilega ljóðabækur Kötlu, hún þurfti að semja þau á staðnum,“ segir Auðunn og bætir við að samstarfið með Loga og Kötlu hafi verið frábært. „Samstarfið gat eiginlega ekki gengið betur. Þetta small bara frá fyrstu æfingu hjá okkur, líka erfitt að falla ekki í hópinn með þessum tveimur snillingum, eru bæði svo hress og gefandi. Mamma var líka svo ánægð að ég væri að vinna loksins með fullorðnu fólki, en það gæti breyst þegar að hún sér sumar sannar sögur þarna af syni sínum.“ Vísir hefur nú fengið fjórar klippur þar sem þátttakendurnir Ágústa Eva Erlendsdóttir, Aron Pálmarsson og Auðunn Blöndal segja sögur sem eru annaðhvort lygi eða sannleikurinn. Auðunn segir frá því að hann hafi nefnt alla vikudagana sjálfur þegar honum leiddist að búa erlendis, Aron segist skreyta jólatréð með medalíum og Ágústa segir að Ryan Gosling hafi einu sinni eldað krækling fyrir sig. Lífið spyr lesendur einfaldlega; Eru þau að segja satt eða ósatt hér að neðan? Satt eða logið Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira
„Það er kannski ekki erfitt að ljúga, en erfitt að gera það sannfærandi og skemmtilega á sama tíma. Það skemmtilegasta við þáttinn er að fá eitthvað bull og þurfa að byrja að spinna á staðnum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal sem er einn af stjórnendum nýs skemmtiþáttar sem fer af stað á Stöð2 8. janúar og ber þátturinn nafnið Satt eða logið. Þátturinn er af breskri fyrirmynd en sumir kannast kannski við þáttinn Would I Lie To You. Logi Bergmann Eiðsson verður þáttastjórnandi og Auðunn Blöndal og Katla Margrét Þorgeirsdóttir verða liðstjórar. Fyrirkomulagið verður á þá leið að fjórir gestir verða í hverjum þætti, tveir í hvoru liði. Eins og áður segir verða Auddi og Katla liðsstjórar en þátturinn snýst um að segja sögur af sér og hitt liðið á að reyna að geta hvort sagan sé sönn eða lygi.En stóð einhver gestur sérstaklega uppúr við tökur á þáttunum? „Erfitt að segja að það hafi einhver gestur staðið uppúr, fóru eiginlega allir á kostum. Jú, kannski ef ég yrði að velja einn að þá man ég að ég táraðist úr hlátri af sögum hans Dóra Gylfa.“Hver er uppáhalds sagan þín? „Uppáhaldssagan mín er sennilega ljóðabækur Kötlu, hún þurfti að semja þau á staðnum,“ segir Auðunn og bætir við að samstarfið með Loga og Kötlu hafi verið frábært. „Samstarfið gat eiginlega ekki gengið betur. Þetta small bara frá fyrstu æfingu hjá okkur, líka erfitt að falla ekki í hópinn með þessum tveimur snillingum, eru bæði svo hress og gefandi. Mamma var líka svo ánægð að ég væri að vinna loksins með fullorðnu fólki, en það gæti breyst þegar að hún sér sumar sannar sögur þarna af syni sínum.“ Vísir hefur nú fengið fjórar klippur þar sem þátttakendurnir Ágústa Eva Erlendsdóttir, Aron Pálmarsson og Auðunn Blöndal segja sögur sem eru annaðhvort lygi eða sannleikurinn. Auðunn segir frá því að hann hafi nefnt alla vikudagana sjálfur þegar honum leiddist að búa erlendis, Aron segist skreyta jólatréð með medalíum og Ágústa segir að Ryan Gosling hafi einu sinni eldað krækling fyrir sig. Lífið spyr lesendur einfaldlega; Eru þau að segja satt eða ósatt hér að neðan?
Satt eða logið Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira