Óveðrið á Austurlandi: „Óðs manns æði að fara af stað núna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2016 17:27 „Við erum bara með sama viðbúnað og alltaf. Okkar björgunarsveitarmenn eru ávallt reiðubúnir til aðstoðar þegar á þarf að halda en núna eru björgunarsveitarmenn þar sem versta veðrið ermeð varann á sér,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi en veður fer nú versnandi á Austurlandi og er hætta á að fjallvegir þar lokist á næstunni. Nú þegar hefur vegunum um Mývatns-og Möðrudalsöræfi verið lokað, sem og vegunum um Oddskarð, Skeiðarársand og Öræfasveit. Nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar og hér má lesa um þjónustu Vegagerðarinnar yfir jól og áramót. Þorsteinn segir að skilaboð Landsbjargar séu einföld. „Það er óðs manns æði að fara af stað núna. Þða er ekkert ferðaveður á þessum svæðum svo fólk á bara að halda kyrru fyrir. Það er miklu betra að bíða þetta af sér heldur en að vera fastur uppi á heiði í myrkri og kulda og bíða björgunar, þurfa að skilja bílinn eftir og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur, segir að veðrið gangi í raun ekki niður fyrr en síðdegis á morgun. „Þetta verður aðeins skrárra í fyrramálið en svo batnar þetta ekki almennilega fyrr en síðdegis og annað kvöld verður komið rólegasta veður. Þá fjarlægist lægðin og er úr sögunni en svo kemur frænka hennar á jóladag þegar við fáum hvassa norðanátt með snjókomu á Norður-og Austurlandi. Þar verður versta veðrið en það mun snjóa víðar á landinu,“ segir Teitur. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að í kvöld muni lægja mikið fyrir austan Klaustur og í Öræfum en í Suðursveit og Hornafirði er útlit fyrir vindröst af jökli með hviðum allt að 35 til 40 metrar á sekúndu allt til klukkan 9 í fyrramálið. Á Austfjörðum og Austurlandi helst stórhríðin með norðan 15 til 22 metrum á sekúndu allt til morguns og skánar ekki að ráði fyrr en um hádegi. Austan til á Norðurlandi mun einnig snjóa víðast hvar til morguns og verður sums staðar skafrenningur og takmarkað skyggni. Vestan Eyjafjarðar verður skaplegra veður, víða snjókoma en að mestu laust við skafrenning.Veðurspá Veðurstofu Íslands má lesa hér að neðan:Norðlæg átt 15-25 metrar á sekúndu í kvöld, en 10-18 um landið vestanvert. Víða snjókoma á landinu og vægt frost, talsverð ofankoma norðaustanlands. Rigning eða slydda með austurströndinni og frostlaust þar.Lægir smám saman á morgun, hæg breytileg átt annað kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands. Kólnar í veðri.Á sunnudag (jóladagur):Hvöss norðaustananátt um landið norðan- og austanvert og snjókoma, en slydda eða rigning við austurströndina. Allhvöss vestlæg átt sunnan- og suðvestanlands með éljagangi. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðlæg átt og víða dálítil él, en snjókoma fram eftir degi norðaustanlands. Frost 0 til 8 stig. Slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 4 til 10 stig. Veður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
„Við erum bara með sama viðbúnað og alltaf. Okkar björgunarsveitarmenn eru ávallt reiðubúnir til aðstoðar þegar á þarf að halda en núna eru björgunarsveitarmenn þar sem versta veðrið ermeð varann á sér,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi en veður fer nú versnandi á Austurlandi og er hætta á að fjallvegir þar lokist á næstunni. Nú þegar hefur vegunum um Mývatns-og Möðrudalsöræfi verið lokað, sem og vegunum um Oddskarð, Skeiðarársand og Öræfasveit. Nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar og hér má lesa um þjónustu Vegagerðarinnar yfir jól og áramót. Þorsteinn segir að skilaboð Landsbjargar séu einföld. „Það er óðs manns æði að fara af stað núna. Þða er ekkert ferðaveður á þessum svæðum svo fólk á bara að halda kyrru fyrir. Það er miklu betra að bíða þetta af sér heldur en að vera fastur uppi á heiði í myrkri og kulda og bíða björgunar, þurfa að skilja bílinn eftir og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur, segir að veðrið gangi í raun ekki niður fyrr en síðdegis á morgun. „Þetta verður aðeins skrárra í fyrramálið en svo batnar þetta ekki almennilega fyrr en síðdegis og annað kvöld verður komið rólegasta veður. Þá fjarlægist lægðin og er úr sögunni en svo kemur frænka hennar á jóladag þegar við fáum hvassa norðanátt með snjókomu á Norður-og Austurlandi. Þar verður versta veðrið en það mun snjóa víðar á landinu,“ segir Teitur. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að í kvöld muni lægja mikið fyrir austan Klaustur og í Öræfum en í Suðursveit og Hornafirði er útlit fyrir vindröst af jökli með hviðum allt að 35 til 40 metrar á sekúndu allt til klukkan 9 í fyrramálið. Á Austfjörðum og Austurlandi helst stórhríðin með norðan 15 til 22 metrum á sekúndu allt til morguns og skánar ekki að ráði fyrr en um hádegi. Austan til á Norðurlandi mun einnig snjóa víðast hvar til morguns og verður sums staðar skafrenningur og takmarkað skyggni. Vestan Eyjafjarðar verður skaplegra veður, víða snjókoma en að mestu laust við skafrenning.Veðurspá Veðurstofu Íslands má lesa hér að neðan:Norðlæg átt 15-25 metrar á sekúndu í kvöld, en 10-18 um landið vestanvert. Víða snjókoma á landinu og vægt frost, talsverð ofankoma norðaustanlands. Rigning eða slydda með austurströndinni og frostlaust þar.Lægir smám saman á morgun, hæg breytileg átt annað kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands. Kólnar í veðri.Á sunnudag (jóladagur):Hvöss norðaustananátt um landið norðan- og austanvert og snjókoma, en slydda eða rigning við austurströndina. Allhvöss vestlæg átt sunnan- og suðvestanlands með éljagangi. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðlæg átt og víða dálítil él, en snjókoma fram eftir degi norðaustanlands. Frost 0 til 8 stig. Slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 4 til 10 stig.
Veður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent