Óveðrið á Austurlandi: „Óðs manns æði að fara af stað núna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2016 17:27 „Við erum bara með sama viðbúnað og alltaf. Okkar björgunarsveitarmenn eru ávallt reiðubúnir til aðstoðar þegar á þarf að halda en núna eru björgunarsveitarmenn þar sem versta veðrið ermeð varann á sér,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi en veður fer nú versnandi á Austurlandi og er hætta á að fjallvegir þar lokist á næstunni. Nú þegar hefur vegunum um Mývatns-og Möðrudalsöræfi verið lokað, sem og vegunum um Oddskarð, Skeiðarársand og Öræfasveit. Nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar og hér má lesa um þjónustu Vegagerðarinnar yfir jól og áramót. Þorsteinn segir að skilaboð Landsbjargar séu einföld. „Það er óðs manns æði að fara af stað núna. Þða er ekkert ferðaveður á þessum svæðum svo fólk á bara að halda kyrru fyrir. Það er miklu betra að bíða þetta af sér heldur en að vera fastur uppi á heiði í myrkri og kulda og bíða björgunar, þurfa að skilja bílinn eftir og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur, segir að veðrið gangi í raun ekki niður fyrr en síðdegis á morgun. „Þetta verður aðeins skrárra í fyrramálið en svo batnar þetta ekki almennilega fyrr en síðdegis og annað kvöld verður komið rólegasta veður. Þá fjarlægist lægðin og er úr sögunni en svo kemur frænka hennar á jóladag þegar við fáum hvassa norðanátt með snjókomu á Norður-og Austurlandi. Þar verður versta veðrið en það mun snjóa víðar á landinu,“ segir Teitur. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að í kvöld muni lægja mikið fyrir austan Klaustur og í Öræfum en í Suðursveit og Hornafirði er útlit fyrir vindröst af jökli með hviðum allt að 35 til 40 metrar á sekúndu allt til klukkan 9 í fyrramálið. Á Austfjörðum og Austurlandi helst stórhríðin með norðan 15 til 22 metrum á sekúndu allt til morguns og skánar ekki að ráði fyrr en um hádegi. Austan til á Norðurlandi mun einnig snjóa víðast hvar til morguns og verður sums staðar skafrenningur og takmarkað skyggni. Vestan Eyjafjarðar verður skaplegra veður, víða snjókoma en að mestu laust við skafrenning.Veðurspá Veðurstofu Íslands má lesa hér að neðan:Norðlæg átt 15-25 metrar á sekúndu í kvöld, en 10-18 um landið vestanvert. Víða snjókoma á landinu og vægt frost, talsverð ofankoma norðaustanlands. Rigning eða slydda með austurströndinni og frostlaust þar.Lægir smám saman á morgun, hæg breytileg átt annað kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands. Kólnar í veðri.Á sunnudag (jóladagur):Hvöss norðaustananátt um landið norðan- og austanvert og snjókoma, en slydda eða rigning við austurströndina. Allhvöss vestlæg átt sunnan- og suðvestanlands með éljagangi. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðlæg átt og víða dálítil él, en snjókoma fram eftir degi norðaustanlands. Frost 0 til 8 stig. Slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 4 til 10 stig. Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
„Við erum bara með sama viðbúnað og alltaf. Okkar björgunarsveitarmenn eru ávallt reiðubúnir til aðstoðar þegar á þarf að halda en núna eru björgunarsveitarmenn þar sem versta veðrið ermeð varann á sér,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi en veður fer nú versnandi á Austurlandi og er hætta á að fjallvegir þar lokist á næstunni. Nú þegar hefur vegunum um Mývatns-og Möðrudalsöræfi verið lokað, sem og vegunum um Oddskarð, Skeiðarársand og Öræfasveit. Nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar og hér má lesa um þjónustu Vegagerðarinnar yfir jól og áramót. Þorsteinn segir að skilaboð Landsbjargar séu einföld. „Það er óðs manns æði að fara af stað núna. Þða er ekkert ferðaveður á þessum svæðum svo fólk á bara að halda kyrru fyrir. Það er miklu betra að bíða þetta af sér heldur en að vera fastur uppi á heiði í myrkri og kulda og bíða björgunar, þurfa að skilja bílinn eftir og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur, segir að veðrið gangi í raun ekki niður fyrr en síðdegis á morgun. „Þetta verður aðeins skrárra í fyrramálið en svo batnar þetta ekki almennilega fyrr en síðdegis og annað kvöld verður komið rólegasta veður. Þá fjarlægist lægðin og er úr sögunni en svo kemur frænka hennar á jóladag þegar við fáum hvassa norðanátt með snjókomu á Norður-og Austurlandi. Þar verður versta veðrið en það mun snjóa víðar á landinu,“ segir Teitur. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að í kvöld muni lægja mikið fyrir austan Klaustur og í Öræfum en í Suðursveit og Hornafirði er útlit fyrir vindröst af jökli með hviðum allt að 35 til 40 metrar á sekúndu allt til klukkan 9 í fyrramálið. Á Austfjörðum og Austurlandi helst stórhríðin með norðan 15 til 22 metrum á sekúndu allt til morguns og skánar ekki að ráði fyrr en um hádegi. Austan til á Norðurlandi mun einnig snjóa víðast hvar til morguns og verður sums staðar skafrenningur og takmarkað skyggni. Vestan Eyjafjarðar verður skaplegra veður, víða snjókoma en að mestu laust við skafrenning.Veðurspá Veðurstofu Íslands má lesa hér að neðan:Norðlæg átt 15-25 metrar á sekúndu í kvöld, en 10-18 um landið vestanvert. Víða snjókoma á landinu og vægt frost, talsverð ofankoma norðaustanlands. Rigning eða slydda með austurströndinni og frostlaust þar.Lægir smám saman á morgun, hæg breytileg átt annað kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands. Kólnar í veðri.Á sunnudag (jóladagur):Hvöss norðaustananátt um landið norðan- og austanvert og snjókoma, en slydda eða rigning við austurströndina. Allhvöss vestlæg átt sunnan- og suðvestanlands með éljagangi. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðlæg átt og víða dálítil él, en snjókoma fram eftir degi norðaustanlands. Frost 0 til 8 stig. Slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 4 til 10 stig.
Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira