Árið í Kauphöllinni ákveðin vonbrigði Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. desember 2016 19:16 Þróunin á árinu. Vísir Forstjóri Kauphallarinnar segir að þrátt fyrir lækkun úrvalsvísitölunnar á árinu um sjö til átta prósent hafi árið verið sæmilegt. Þau félög sem hækka mest á árinu njóti ávinnings af auknum kaupmætti og fjölgun ferðamanna, en hækkandi gengi krónunnar skýri helst lækkun hjá þeim sem lækka. N1 trónir á toppnum yfir þau félög í Kauphöllinni sem hækkuðu mest á árinu, en félagið hefur hækkað um tæp 85 prósent. Þar á eftir koma Eimskipafélag Íslands sem hefur hækkað um tæp 39 prósent og Eik Fasteignafélag um rúm 36 prósent. Reginn hefur hækkað um tæp 34 prósent og Hampiðjan um tæp 24 prósent. „Þau fyrirtæki sem eru helst að hækka á árinu eru þau sem að njóta ávinnings af þessari uppsveiflu sem við höfum séð hérna innanlands, auknum kaupmætti og aukinni ferðamennsku. Svo hafa fasteignafélögin hækkað í verði og fjárfestar í tryggingafélögunum notið ágætrar ávöxtunar, “ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vænta verðbólgu undir 2,5 prósent næstu 10 ár Hann segir árið heilt yfir hafa verið sæmilegt í Kauphöllinni. Óverðtryggð ríkisskuldabréf hafi til að mynda hækkað um tíu prósent á árinu. Skýringin sé fyrst og fremst sú að væntingar til verðbólgu hafa lækkað mikið á árinu. „Úr rúmum þremur prósentum í rúm tvö prósent. Þannig að það sem er merkilegt við þetta er að vísbendingar á verðlagningu á markaði gefa það til kynna að markaðsaðilar vænti verðbólgu undir markmiðum Seðlabankans til næstu 10 ára,“ segir Páll.HB Grandi lækkað um 37 prósent Þrátt fyrir þessar hækkanir voru viðmælendur fréttastofu í viðskiptalífinu flestir sammála um að árið í Kauphöllinni hefði verið ákveðin vonbrigði – til að mynda hefur úrvalsvísitalan lækkað um tæp átta prósent það sem af er ári. HB Grandi er það félag sem hefur lækkað mest á árinu, um tæp 37 prósent. Þar á eftir kemur Icelandair sem hefur lækkað um 32,5 prósent. Össur hefur lækkað um rúm 21 prósent, BankNordik um tæp 17 og Sláturfélag suðurlands um rúm 16. Páll segir hækkandi gengi krónunnar skýra þessar lækkanir að hluta. „Og svo má nú kannski segja að hækkandi kostnaður hér innanlands, að hann hefur haft sitt að segja í uppgjörum líka.“Öll ljós græn í mælaborði íslensks efnahagslífs Varðandi næsta ár segir Páll að von sé á tveimur til fjórum nýskráningum í Kauphöllina. Þá sé hann bjartsýnn enda efnahagsleg skilyrði góð. „Við heyrum það auðvitað að það eru áhyggjur af hækkandi gengi. En þá má segja að flest öðru leyti að öll ljós séu græn í mælaborði íslensks efnahagslífs, hvort sem litið er til verðbólgu eða atvinnustigs,“ segir Páll. Fréttir af flugi Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
Forstjóri Kauphallarinnar segir að þrátt fyrir lækkun úrvalsvísitölunnar á árinu um sjö til átta prósent hafi árið verið sæmilegt. Þau félög sem hækka mest á árinu njóti ávinnings af auknum kaupmætti og fjölgun ferðamanna, en hækkandi gengi krónunnar skýri helst lækkun hjá þeim sem lækka. N1 trónir á toppnum yfir þau félög í Kauphöllinni sem hækkuðu mest á árinu, en félagið hefur hækkað um tæp 85 prósent. Þar á eftir koma Eimskipafélag Íslands sem hefur hækkað um tæp 39 prósent og Eik Fasteignafélag um rúm 36 prósent. Reginn hefur hækkað um tæp 34 prósent og Hampiðjan um tæp 24 prósent. „Þau fyrirtæki sem eru helst að hækka á árinu eru þau sem að njóta ávinnings af þessari uppsveiflu sem við höfum séð hérna innanlands, auknum kaupmætti og aukinni ferðamennsku. Svo hafa fasteignafélögin hækkað í verði og fjárfestar í tryggingafélögunum notið ágætrar ávöxtunar, “ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vænta verðbólgu undir 2,5 prósent næstu 10 ár Hann segir árið heilt yfir hafa verið sæmilegt í Kauphöllinni. Óverðtryggð ríkisskuldabréf hafi til að mynda hækkað um tíu prósent á árinu. Skýringin sé fyrst og fremst sú að væntingar til verðbólgu hafa lækkað mikið á árinu. „Úr rúmum þremur prósentum í rúm tvö prósent. Þannig að það sem er merkilegt við þetta er að vísbendingar á verðlagningu á markaði gefa það til kynna að markaðsaðilar vænti verðbólgu undir markmiðum Seðlabankans til næstu 10 ára,“ segir Páll.HB Grandi lækkað um 37 prósent Þrátt fyrir þessar hækkanir voru viðmælendur fréttastofu í viðskiptalífinu flestir sammála um að árið í Kauphöllinni hefði verið ákveðin vonbrigði – til að mynda hefur úrvalsvísitalan lækkað um tæp átta prósent það sem af er ári. HB Grandi er það félag sem hefur lækkað mest á árinu, um tæp 37 prósent. Þar á eftir kemur Icelandair sem hefur lækkað um 32,5 prósent. Össur hefur lækkað um rúm 21 prósent, BankNordik um tæp 17 og Sláturfélag suðurlands um rúm 16. Páll segir hækkandi gengi krónunnar skýra þessar lækkanir að hluta. „Og svo má nú kannski segja að hækkandi kostnaður hér innanlands, að hann hefur haft sitt að segja í uppgjörum líka.“Öll ljós græn í mælaborði íslensks efnahagslífs Varðandi næsta ár segir Páll að von sé á tveimur til fjórum nýskráningum í Kauphöllina. Þá sé hann bjartsýnn enda efnahagsleg skilyrði góð. „Við heyrum það auðvitað að það eru áhyggjur af hækkandi gengi. En þá má segja að flest öðru leyti að öll ljós séu græn í mælaborði íslensks efnahagslífs, hvort sem litið er til verðbólgu eða atvinnustigs,“ segir Páll.
Fréttir af flugi Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira