Lúxusjólapartí Wall Street haldin í leyni Sæunn Gísladóttir skrifar 27. desember 2016 11:15 Fjármálafyrirtæki á Wall Street hafa haft hljótt um jólaveislur sínar í ár. Vísir/AFP Frá því að hafa náð hæstu hæðum í kostnaði í kringum árið 2007 minnkaði umfang jólaveislna fjármálafyrirtækja á Wall Street eftir að efnahagskreppan skall á árið 2008. Reuters greinir frá því að nú séu veislurnar þó að verða stærri í sniðum á ný, skipuleggjendur vilja þó oft ekkert ræða um þær. Matráðsmenn og veisluskipuleggjendur sem Reuters ræddi við segja að þó að ekki sé varið jafn miklu í veislurnar og fyrir árið 2008 sé nú meiri bjartsýni yfir fjármálamarkaðnum og fleiri hafi farið í veislur á Wall Street í ár en í fyrra. Þemu sem meðal annars voru notuð í ár voru vetrarævintýraland og kjötkveðjuhátíð og voru flottir myndatökuklefar og leikjastöðvar í veislunum. Partíin voru haldin í New York, London, Boston, Sydney og í Póllandi svo eitthvað sé nefnt. Venjulega verja fyrirtæki um 100 til 200 þúsund dollurum í veislurnar eða allt að 25 milljónum króna. Einn viðburðaskipuleggjandi sagði í samtali við Reuters að flestir eigi það sameiginlegt að vilja ekki að almenningur viti að verið sé að halda lúxuspartí, því sé mörgu haldið leyndu. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Frá því að hafa náð hæstu hæðum í kostnaði í kringum árið 2007 minnkaði umfang jólaveislna fjármálafyrirtækja á Wall Street eftir að efnahagskreppan skall á árið 2008. Reuters greinir frá því að nú séu veislurnar þó að verða stærri í sniðum á ný, skipuleggjendur vilja þó oft ekkert ræða um þær. Matráðsmenn og veisluskipuleggjendur sem Reuters ræddi við segja að þó að ekki sé varið jafn miklu í veislurnar og fyrir árið 2008 sé nú meiri bjartsýni yfir fjármálamarkaðnum og fleiri hafi farið í veislur á Wall Street í ár en í fyrra. Þemu sem meðal annars voru notuð í ár voru vetrarævintýraland og kjötkveðjuhátíð og voru flottir myndatökuklefar og leikjastöðvar í veislunum. Partíin voru haldin í New York, London, Boston, Sydney og í Póllandi svo eitthvað sé nefnt. Venjulega verja fyrirtæki um 100 til 200 þúsund dollurum í veislurnar eða allt að 25 milljónum króna. Einn viðburðaskipuleggjandi sagði í samtali við Reuters að flestir eigi það sameiginlegt að vilja ekki að almenningur viti að verið sé að halda lúxuspartí, því sé mörgu haldið leyndu.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira