Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2016 22:30 Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Vísir/GVA Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir einkennilegt að lögregla skuli draga nafn hans fram í greinargerð í Hæstarétti vegna rannsóknar á nauðgun, en hann er réttargæslumaður konu sem kærði nauðgun og dró kæruna svo til baka. Sveinn Andri segir að konan segi farir sínar ekki sléttar af samskiptum við lögreglu eftir að hún breytti framburði sínum. Lögregluþjónar hafi ekki viljað taka af henni skýrslu. Tilefni yfirlýsingar Sveins Andra er frétt um að kona hafi hætt við að kæra nauðgun eftir að vopnaðir menn hótuðu henni. Hann segist ekki hafa heyrt um hótanir í hennar garð og hafi hann engar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Þar að auki sé það ekki í verkahring réttargæslumanns.Sjá einnig: Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Í greinargerð lögreglu, þar sem krafist var að hinn grunaði maður yrði látinn afplána eftirstöðvar fangelsisdóms síns vegna gruns um alvarlegan glæp, er tekið fram að Sveinn Andri hafi orðið réttargæslumaður konunnar skömmu eftir að hún dró kæruna til baka. Sveinn Andri segir konuna hafa leitað til sín og beðið sig um aðstoð við að afturkalla framburð hennar og um leið afturkalla heimild lögreglu til að fá afrit af læknavottorðum. „Undirritaður hefur engin gögn séð í málinu og las ég fyrst um málavexti eins og þeir horfa við lögreglu, í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag 27. desember 2016. Um hótanir í garð umbjóðanda míns hef ég aldrei heyrt, alltént hefur hún aldrei haft það á orði við mig. Ég get ekki annað en treyst því að lýsing míns skjólstæðings sé rétt; hef ég ekki haft neinar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Það er heldur ekki í verkahring réttargæzlumanns að gera það; lögmaður sem sinnir hvort sem heldur er réttargæzlu eða verjandastörfum getur ekki verið að byggja á annarri atburðalýsingu en þeirri sem fram kemur hjá skjólstæðingnum og út frá frásögn skjólstæðingsins og hans óskum, er hagsmunanna gætt,“ segir Sveinn Andri í yfirlýsingunni. „Það er næsta einkennilegt að lögregla skuli vera að draga mitt nafn inn í greinargerð sína í Hæstarétti. Réttargæzlumenn og verjendur eru með sama hætti og sækjendur, starfsmenn réttarvörslukerfins og eiga þeir, alveg eins og sækjendur og dómarar að geta unnið sín störf án þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“Yfirlýsingu Sveins Andra má lesa hér að neðan.Í tilefni af frétt á vísir.is í dag þar sem mitt nafn bar á góma sem réttargæzlumaður brotaþola í máli sem rannsakað er sem kynferðisbrotamál vill undirritaður taka fram.Umrædd stúlka, unnusta sakborningsins í málinu, leitaði til mín og óskaði eftir því að ég yrði réttargæzlumaður hennar. Bað hún mig um að aðstoða sig við það að afturkalla framburð þann sem tekinn hafði verið af henni í Neyðarmóttöku, sem og vildi hún að láta afturkalla heimild sína til lögreglu til að fá afrit af læknisvottorðum. Ritaði ég niður eftir henni lýsingu hennar á því sem gerst hafði í millum hennar og sakbornings.Umboð mitt til að verða skipaður réttargæzlumaður og lýsingu hennar á atburðum sendi ég lögreglu, auk þess sem skjólstæðingur minn fékk afrit.Verjandi í máli frétti af þessari yfirlýsingu, en afrit af henni fékk hann ekki frá mér.Nokkrum dögum síðar hafði umbjóðandi minn aftur samband og sagði ekki sögur sínar sléttar af samskiptum við lögreglu; lögregla hefði ekki viljað taka af henni skýrslu eftir að hún breytti framburði sínum. Sendi hún sendi mér uppkast að yfirlýsingu um samskipti hennar við lögreglu, sem ég snikkaði til og hún kvittaði undir og fékk í sínar vörslur.Undirritaður hefur engin gögn séð í málinu og las ég fyrst um málavexti eins og þeir horfa við lögreglu, í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag 27. desember 2016. Um hótanir í garð umbjóðanda míns hef ég aldrei heyrt, alltént hefur hún aldrei haft það á orði við mig. Ég get ekki annað en treyst því að lýsing míns skjólstæðings sé rétt; hef ég ekki haft neinar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Það er heldur ekki í verkahring réttargæzlumanns að gera það; lögmaður sem sinnir hvort sem heldur er réttargæzlu eða verjandastörfum getur ekki verið að byggja á annarri atburðalýsingu en þeirri sem fram kemur hjá skjólstæðingnum og út frá frásögn skjólstæðingsins og hans óskum, er hagsmunanna gætt.Það er næsta einkennilegt að lögregla skuli vera að draga mitt nafn inn í greinargerð sína í Hæstarétti. Réttargæzlumenn og verjendur eru með sama hætti og sækjendur, starfsmenn réttarvörslukerfins og eiga þeir, alveg eins og sækjendur og dómarar að geta unnið sín störf án þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.Sveinn Andri Sveinsson hrl Tengdar fréttir Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir einkennilegt að lögregla skuli draga nafn hans fram í greinargerð í Hæstarétti vegna rannsóknar á nauðgun, en hann er réttargæslumaður konu sem kærði nauðgun og dró kæruna svo til baka. Sveinn Andri segir að konan segi farir sínar ekki sléttar af samskiptum við lögreglu eftir að hún breytti framburði sínum. Lögregluþjónar hafi ekki viljað taka af henni skýrslu. Tilefni yfirlýsingar Sveins Andra er frétt um að kona hafi hætt við að kæra nauðgun eftir að vopnaðir menn hótuðu henni. Hann segist ekki hafa heyrt um hótanir í hennar garð og hafi hann engar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Þar að auki sé það ekki í verkahring réttargæslumanns.Sjá einnig: Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Í greinargerð lögreglu, þar sem krafist var að hinn grunaði maður yrði látinn afplána eftirstöðvar fangelsisdóms síns vegna gruns um alvarlegan glæp, er tekið fram að Sveinn Andri hafi orðið réttargæslumaður konunnar skömmu eftir að hún dró kæruna til baka. Sveinn Andri segir konuna hafa leitað til sín og beðið sig um aðstoð við að afturkalla framburð hennar og um leið afturkalla heimild lögreglu til að fá afrit af læknavottorðum. „Undirritaður hefur engin gögn séð í málinu og las ég fyrst um málavexti eins og þeir horfa við lögreglu, í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag 27. desember 2016. Um hótanir í garð umbjóðanda míns hef ég aldrei heyrt, alltént hefur hún aldrei haft það á orði við mig. Ég get ekki annað en treyst því að lýsing míns skjólstæðings sé rétt; hef ég ekki haft neinar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Það er heldur ekki í verkahring réttargæzlumanns að gera það; lögmaður sem sinnir hvort sem heldur er réttargæzlu eða verjandastörfum getur ekki verið að byggja á annarri atburðalýsingu en þeirri sem fram kemur hjá skjólstæðingnum og út frá frásögn skjólstæðingsins og hans óskum, er hagsmunanna gætt,“ segir Sveinn Andri í yfirlýsingunni. „Það er næsta einkennilegt að lögregla skuli vera að draga mitt nafn inn í greinargerð sína í Hæstarétti. Réttargæzlumenn og verjendur eru með sama hætti og sækjendur, starfsmenn réttarvörslukerfins og eiga þeir, alveg eins og sækjendur og dómarar að geta unnið sín störf án þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“Yfirlýsingu Sveins Andra má lesa hér að neðan.Í tilefni af frétt á vísir.is í dag þar sem mitt nafn bar á góma sem réttargæzlumaður brotaþola í máli sem rannsakað er sem kynferðisbrotamál vill undirritaður taka fram.Umrædd stúlka, unnusta sakborningsins í málinu, leitaði til mín og óskaði eftir því að ég yrði réttargæzlumaður hennar. Bað hún mig um að aðstoða sig við það að afturkalla framburð þann sem tekinn hafði verið af henni í Neyðarmóttöku, sem og vildi hún að láta afturkalla heimild sína til lögreglu til að fá afrit af læknisvottorðum. Ritaði ég niður eftir henni lýsingu hennar á því sem gerst hafði í millum hennar og sakbornings.Umboð mitt til að verða skipaður réttargæzlumaður og lýsingu hennar á atburðum sendi ég lögreglu, auk þess sem skjólstæðingur minn fékk afrit.Verjandi í máli frétti af þessari yfirlýsingu, en afrit af henni fékk hann ekki frá mér.Nokkrum dögum síðar hafði umbjóðandi minn aftur samband og sagði ekki sögur sínar sléttar af samskiptum við lögreglu; lögregla hefði ekki viljað taka af henni skýrslu eftir að hún breytti framburði sínum. Sendi hún sendi mér uppkast að yfirlýsingu um samskipti hennar við lögreglu, sem ég snikkaði til og hún kvittaði undir og fékk í sínar vörslur.Undirritaður hefur engin gögn séð í málinu og las ég fyrst um málavexti eins og þeir horfa við lögreglu, í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag 27. desember 2016. Um hótanir í garð umbjóðanda míns hef ég aldrei heyrt, alltént hefur hún aldrei haft það á orði við mig. Ég get ekki annað en treyst því að lýsing míns skjólstæðings sé rétt; hef ég ekki haft neinar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Það er heldur ekki í verkahring réttargæzlumanns að gera það; lögmaður sem sinnir hvort sem heldur er réttargæzlu eða verjandastörfum getur ekki verið að byggja á annarri atburðalýsingu en þeirri sem fram kemur hjá skjólstæðingnum og út frá frásögn skjólstæðingsins og hans óskum, er hagsmunanna gætt.Það er næsta einkennilegt að lögregla skuli vera að draga mitt nafn inn í greinargerð sína í Hæstarétti. Réttargæzlumenn og verjendur eru með sama hætti og sækjendur, starfsmenn réttarvörslukerfins og eiga þeir, alveg eins og sækjendur og dómarar að geta unnið sín störf án þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.Sveinn Andri Sveinsson hrl
Tengdar fréttir Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30